lda david adjaye

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS

SIR DAVID ADJAYE GENGUR TIL LIÐS VIÐ DÓMNEFND HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2018

Lexus er ánægja að tilkynna liðsauka hins framsækna arkitekts Sir Davids Adjaye sem er nýjasti dómarinn fyrir hönnunarverðlaun Lexus 2018. Adjaye, sem er einn áhrifamesti arkitekt sinnar kynslóðar, gengur nú til liðs við dómnefnd sem þegar er þéttskipuð leiðandi sérfræðingum og hlaut einnig nýverið liðsstyrk hins hugvitssama arkitekts Shigeru Ban. Gegnum hönnunarverðlaun Lexus mun Sir David Adjaye og aðrir í dómnefndinni finna næstu bylgju hönnuða um allan heim og veita þeim viðurkenningu.
Á hverju ári sækjast þúsundir ungra, skapandi og hæfileikaríkra hönnuða eftir því að taka þátt í hönnunarverðlaunum Lexus þar sem þeim gefst kostur á að hljóta ráðgjöf hjá virtum alþjóðlegum hönnuðum, styrk til að búa til frumgerð og boð um að sýna á hönnunarviðburði Lexus á hönnunarvikunni í Mílanó. Sir David Adjaye og hinir í dómnefndinni velja keppendurna tólf sem komast í úrslit út frá því hversu vel þeim tekst að endurspegla þema ársins, „CO-“, og sannfæringu Lexus-vörumerkisins að frábær hönnun geti gert heiminn að betri stað. Á hönnunarvikunni í Mílanó 2018 veita Adjaye og hinir í dómnefndinni einum þátttakendanna í úrslitunum hin eftirsóttu aðalverðlaun.
„Hönnunarverðlaun Lexus eru ótrúlega góður vettvangur fyrir unga hönnuði í gjörvöllum heiminum til að stuðla að og móta framtíð þar sem er pláss fyrir alla. Ég er stoltur af að vera hluti af þessari dómnefnd sem getur hjálpað þessum röddum að heyrast. Þema ársins talar sérstaklega til mín. Nú þegar við tökumst á við áskoranir 21. aldarinnar er samstarf í hugsun og á milli greina mikilvægara en nokkru sinni fyrr.“ – Sir David Adjaye.
Þessi ganversk-breski arkitekt var nefndur sem einn 100 áhrifamestu einstaklinganna af Time Magazine og sæmdur riddaratign árið 2017 fyrir þjónustu sína í þágu arkitektúrs. Árið 2016 hlaut hann verðlaunin „Panerai London Design“. Meðal nýlegra afreka Sir Adjaye má nefna hönnun þjóðminjasafns um afrísk-ameríska sögu og menningu – safns á vegum Smithsonian-stofnunarinnar á National Mall í Washington, D.C. – sem skartar kórónulögun úr menningu Yoruba (sem er þjóðflokkur í Nígeríu).
Tekið er við umsóknum í samkeppni hönnunarverðlauna Lexus 2018 frá 24. júlí til 8. október. Þeir tólf sem komast í úrslit verða tilkynntir í janúar 2018 og sigurvegarinn verður tilkynntur á hönnunarvikunni í Mílanó 16. apríl 2018. Frekari upplýsingar um hönnunarverðlaun Lexus 2018 eru á LexusDesignAward.com