2017 lexus valerian hero01

LEXUS FÆRIR SIG Í VÍSINDASKÁLDSKAPINN Í VALERIAN AND THE CITY OF A THOUSAND PLANETS

Valerian and the City of a Thousand Planets er eitt stærsta kvikmyndaverkefni sem framleitt hefur verið í Evrópu. Lexus er þar í einu af aðalhlutverkunum. Hönnunarteymin lögðu hart að sér við að skapa faratæki sem félli að Valerian-heiminum 700 ár inn í framtíðina og sem birtist vísindaskáldsögumyndinni sem Luc Besson leikstýrir: afraksturinn var Lexus SKYJET.

SPÓLUM ÁFRAM TIL 2800

Eins sætis SKYJET-geimflaugin var afhjúpuð á viðburði á vegum Lexus í Miami, þar sem fyrirtækið var að kynna nýjustu lúxusvörur sínar og lífstílsafþreyingu. Valerian-teymið hannaði SKYJET með það fyrir augum að um farartæki væri að ræða sem ætti heima á 28. öldinni.

Á Lexus Lifestyle-viðburðinum í Miami árið 2017 veitti aðalleikari myndarinnar Valerian and the City of a Thousand Planets, Dane DeHaan, fólki innsýn hvers vænta má þegar hann afhjúpaði SKYJET-farið.

Hönnuðir myndarinnar unnu með hönnuðum Lexus við að fella inn hönnunareinkenni úr samtímanum (þú gætir kannast við nokkur þeirra) með því að sækja í nokkrar margrómaðar gerðir Lexus til að skapa endanlega útgáfu SKYJET. Lokahönnunin er búin aðlagaðri útfærslu snældulaga grillsins frá Lexus og aðalljósahönnun sem fengin er frá kraftmikilli og straumlínulagaðri lögun tveggja dyra Lexus LC sem væntanlegur er á markað 2018.

Við hönnun innanrýmisins sótti Valerian-teymið sér innblástur í nýjustu þróun okkar á sviði gervigreindar og viðmótstækni. Undirliggjandi merking á líka að vísa til orkuhylkis framtíðarinnar, byggt á vinnu Lexus við hugvitsamlega vetnisefnarafalstækni.

FRÁBÆR ELTINGARLEIKJAATRIÐI

Við afhjúpunina sagði Dane: „Mig hefur alltaf langað til að vinna með Luc Besson vegna áherslu hans á hvert einasta atriði myndanna sinna, þar sem söguþráðurinn er gæddur lífi á ótrúlegan máta. SKYJET-samstarfið við Lexus er gott dæmi um þetta þar sem eltingarleikjaatriðin með Skyjet eru einhver þau mest spennandi í myndinni.“

Afhjúpun eftirmyndarinnar fór fram með stórfenglegri ljósasýningu áður en Dane steig á svið til að ræða kvikmyndatökurnar í SKYJET og samstarf sitt við mótleikkonu sína Cara Delevingne og leikstjórann Luc Besson.

Spirso Fotinos, yfirmaður alþjóðlegrar markaðsdeildar Lexus, hafði eftirfarandi að segja um samstarfið: „Þegar við Luc ræddum saman í fyrsta skipti um sýn hans fyrir Valerian kom berlega í ljós að hann deildi með okkur þeim metnaði að stefna á eitthvað óvenjulegt og skapa óviðjafnanlega upplifun. Okkar þótt það spennandi áskorun að vinna við að skálda hönnun og tækni SKYJET-farsins frá sjónarhóli Lexus. Auk þess að fá tækifæri til að nota vörumerkið okkar í þessari ótrúlegu sögu fengum við tækifæri til að sjá svipinn á hönnuðum okkar og verkfræðingum þegar við sögðum þeim að þeir ættu að vinna við geimskip!“

Næstu sjö mánuði eftir þetta tók Lexus þátt í að skapa óteljandi ótrúlegar upplifanir sem gefa kvikmyndaáhugafólki tækifæri til að upplifa spennuna í Valerian fyrir frumsýningu myndarinnar seinni hluta júlí 2017.

Frekari upplýsingar um VALERIAN AND THE CITY OF A THOUSAND PLANETS eru á:

FÁÐU NÝJUSTU FRÉTTIR AF VALERIAN

Handritshöfundurinn og leikstjórinn Luc Besson tók klassísku frönsku teiknimyndasöguna Valérian et Laureline og gerði úr henni epíska vísindaskáldsöguútfærslu á hvíta tjaldinu. Valerian (Dane DeHaan) og Laureline (Cara Delevingne) eru lögreglufulltrúar yfirvalda á yfirráðasvæðum mannanna sem hafa þann starfa að viðhalda lögum og reglu í alheiminum.

Samkvæmt skipun yfirmanns síns (Clive Owen) leggja Valerian og Laureline í sendiför til geimborgarinnar Alpha, sístækkandi stórborgar þar sem þúsundir lífvera úr öllum hornum alheimsins hafa búið sér ból. Í miðju Alpha, borgar hinna þúsund pláneta, er dularfullt illt afl sem ógnar friðsælli tilveru borgarinnar og Valerian og Laureline hafa knappan tíma til að greina ógnina og verja ekki aðeins Alpha heldur gervallan alheiminn.

Next steps