1. Kynntu þér Lexus
  2. Superior quality
Lexus á Íslandi
 

YFIRBURÐAGÆÐI

Hjá Lexus er hvert einasta smáatriði framleitt þannig að það uppfylli ýtrustu gæðastaðla. Öll þessi atriði koma saman til að skapa fágaða og áreynslulausa akstursupplifun fyrir ökumenn og farþega.

LEÐURSAUMUR

Óviðjafnanlegur frágangur leðuráklæðisins er í höndum færasta handverksfólksins. Áður en það starfsfólk nær þeirri stöðu að geta unnið við áklæðið sem notað er í Lexus bílum þarf það að ganga í gegnum tíu þrepa þjálfun í sauma dojo. Hugtakið „dojo“ er oft notað yfir æfingasal fyrir bardagaíþróttir. Hjá Lexus er þetta sérstök aðstaða fyrir leit að hæfileikafólki sem og stranga þjálfun þess. Allt er þetta gert til að tryggja að hver einasti bíll uppfylli hámarksgæði.

NÁKVÆMUR HANDSAUMUR

Næst þegar þú sest inn í bíl frá okkur skaltu taka þér tíma til að upplifa gullfallegan sauminn sem skreytir innanrýmið. Einfaldleiki saumsins og fágun er afurð erfiðrar vinnu.

Hann þarf að vera fullkomlega nákvæmur – í hvert skipti. Niðurstaðan er áþreifanleg þar sem handsaumaðar línurnar innramma nýjustu tækni í mælum og mælaborði bílsins.

LÝTALAUS FRÁGANGUR

Gengið er frá ytra byrði hvers einasta Lexus bíls samkvæmt ýtrustu gæðakröfum. Við höfum fullkomnað tæknina sem notuð er við lökkun og slípun í því skyni að skapa flauelsmjúkt yfirborð með djúpum, gljáandi litum.

Árangurinn er greinilegur – gæðin örva skilningarvitin til hins ýtrasta.

MARGLAGA LAKK

Lakkið okkar er margbrotið og býr yfir sérstökum einkennum. Við notum sérstakt marglaga ferli sem gerbreytir útliti bílsins og því hvernig lakkið bregst við sólarljósinu. Notuð eru fimm lög og lakkið er hitað fjórum sinnum.

Ómögulegt er að ná með hefðbundnum aðferðum dýptinni og gljáanum sem næst með þessu móti. Við þurftum að framkvæma miklar breytingar á framleiðsluferlinu okkar þegar við kynntum þessa byltingarkenndu aðferð til sögunnar. Með skýrri framtíðarsýn, tíma, natni og fínstillingu hefur okkur tekist það.

BLAUTSLÍPUN

Fullkomið yfirborð lítur út fyrir að vera fyrirhafnarlaust en það krefst mikillar vandvirkni. Eftir hvert lag af lakki er yfirborðið blautslípað handvirkt.

Takumi handverksmeistararnir skanna árangurinn með haukfránum augum, sem og með stafrænum skönnum. Engir gallar fara fram hjá þeim. Lýtalaus mýkt er eina niðurstaðan sem uppfyllir okkar staðla.

 

HANDPRÓFUÐ GÆÐI

Vélar geta skannað eftir misfellum en sönn gæði fást aðeins tryggð undir eftirliti mannsaugans og með mannlegri snertingu. Allir bílar Lexus línunnar eru bónaðir og kannaðir í höndunum. Hinir óviðjafnanlegu Takumi meistarar vísa veginn.

Í gegnum árin hafa þeir fínstillt snertiskyn sitt – þeir búa yfir ótrúlegum hæfileikum til að „lesa“ í yfirborð með fingrunum til að tryggja gallalausa áferð.

HNÖKRUNUM ÚTRÝMT

Takumi meistarinn tryggir að hver einasti þáttur hvers einasta bíls sé fullkominn. Þeir sjást allajafna íklæddir hvítum hönskum að þreifa eftir smæstu hnökrum, allt niður fyrir einn millimetra að stærð.

Afar næmt skyn og ótrúleg einbeiting, fengin í gegnum áralanga þjálfun og vinnu, tryggir að ekkert fer fram hjá þeim.

FÍNSTILLT HÖNNUN

Vélaprófanir okkar eru ekki aðeins sjálfvirkar. Til viðbótar við nýjustu tækni til að tryggja hámarksgæði er allt undir vélarhlífinni einnig athugað með auga fagmannsins.

Mannshöndin er í samhljómi við háþróaða tækni, á borð við sneiðmyndatækni líkt og notuð er í læknavísindum. Með þessari tækni er hægt að sjá inn í hverja vél, ólíkt hefðbundnum skönnum, og þannig er hægt að tryggja að hver einasta vél uppfylli strangar gæðakröfur Lexus.

Takumi meistarar nota einnig hefðbundin verkfæri á borð við hlustunarpípu til að tryggja samfellda nákvæmni og gæði.