LEÐURSAUMUR
Óviðjafnanlegur frágangur leðuráklæðisins er í höndum færasta handverksfólksins. Áður en það starfsfólk nær þeirri stöðu að geta unnið við áklæðið sem notað er í Lexus bílum þarf það að ganga í gegnum tíu þrepa þjálfun í sauma dojo. Hugtakið „dojo“ er oft notað yfir æfingasal fyrir bardagaíþróttir. Hjá Lexus er þetta sérstök aðstaða fyrir leit að hæfileikafólki sem og stranga þjálfun þess. Allt er þetta gert til að tryggja að hver einasti bíll uppfylli hámarksgæði.