1. Kynntu þér Lexus
  2. Frágangur sem sæmir flaggskipi
Lexus á Íslandi
 

FRÁGANGUR SEM SÆMIR FLAGGSKIPI

Árið 1989, þegar Lexus kynnti til sögunnar LS, umbylti áhersla okkar á handverk og framúrskarandi gæði væntingum fólks til lúxusbíla.

LS STAÐALLINN

LS er tákn handverks, nákvæmni og einbeitni, hvert sem litið er. Hér fer bíll sem sameinar ótrúleg afköst, framsýnt hugvit og sígildan stíl, hannaður og smíðaður til að veita þér einstaka akstursupplifun sem á sér enga líka.

Fullkomnunar er leitað í jafnvel minnstu smáatriðum LS, sem er grunnurinn að sönnu handverki og framúrskarandi gæðum yfir alla Lexus-línuna.

ÓVIÐJAFNANLEGUR FRÁGANGUR

JAPANSKUR INNBLÁSTUR

Við leituðum í ræturnar þegar kom að skreytingum. Í japanskri menningu fundum við innblástur að algerlega nýrri nálgun á klæðningu. Áhrif frá hefðum eru samþætt við framúrskarandi framleiðslutækni til að skapa aðdáunarverðar niðurstöður.

Innanlýsingin er sótt í japanska lampa og armpúðarnir virðast fljóta áreynslulaust við hlið hurðaklæðninganna.

TAKUMI TRÉVERK

Í LS er notuð háþróaðasta bílaframleiðslutækni sem völ er á en þar er einnig að finna náttúruleg efni sem útfærð eru með virðingu og glæsileika til að skapa innanrými sem er jafnróandi og það er stílhreint.

Fágaður viður og leysigeislaskurður skila eftirtektarverðu mynstri og áferð. Hægt er að velja á milli þrenns konar frágangs, sem er allt upprunaleg hönnun Takumi meistara – handverksmeistara okkar.

KIRIKO GLER

Hversdagslegt samspil ljóss og skugga var innblásturinn í samstarfi okkar við hinn margrómaða glerframleiðanda Kiriko.

Hver var afrakstur þessa samstarfs? Óviðjafnanlega unnin skrautklæðning sem býður ökumanni og farþegum upp á umhverfi sem er jafnt róandi sem aðdáunarvert.

HANDPLÍSERUÐ KLÆÐNING

ORIGAMI FÁGUN

Handplíseruð hurðaklæðning LS er listaverk sem þróað er af Takumi handverksmeisturunum í anda origami hefðarinnar japönsku.

Áferðin er þrívíð og mynstrið kallar fram L-tákn Lexus í fellingunum. Áhrifin eru ólík á milli dags og nætur þar sem vandlega unnið efnið bregst misjafnlega við mismunandi lýsingu.

ÞEGAR SÓLIN SEST BREYTIST ÚTLIT EFNISINS. AÐ DEGI TIL LEIKA SÓLARGEISLARNIR VIÐ UPPHLEYPTA ÁFERÐINA. AÐ NÓTTU TIL ERU FELLINGARNAR UPPLÝSTAR MEÐ INNANRÝMISLÝSINGU LS.

SMÍÐAÐUR MEÐ ÞÆGINDI Í HUGA

Þróun nýs staðals í gæðum gengur ekki eingöngu út á að hlaða inn fleiri fáguðum eiginleikum. Hér skiptir heildræn nálgun öllu máli. Í nýja LS bílnum sóttum við innblástur í hina japönsku Omotenashi reglu – siðareglu gestrisninnar.

Við horfðum til upplifunarinnar í heild sinni og settum saman hlýlegt farþegarými sem umlykur farþega sína um leið og það uppfyllir allar þarfir ökumannsins hnökralaust.

GÆÐI OG NÁKVÆMNI Í MINNSTU SMÁATRIÐUM

Aftursæti LS umlykja þig og tryggja fullkomna afslöppun. Hægt er að fá þau með hita og kælingu, sem og Shiatsu nuddi. Fótarýmið er einnig aðdáunarvert – meira en áður hefur þekkst í LS.

Þá er hægt að fá aftursætin með hallastillingu. Hallastillingin býður upp á 48 gráðu afturhalla til að láta líða úr sér og 24 gráður fram til að auðveldara sé að stíga út úr bílnum.