lexus LF FC hero

LF-FC

SEDAN BÍLL MEÐ VETNISEFNARAFAL

Ný kynslóð LF-FC hugmyndabílsins vakti mikla athygli á bílasýningunni í Tókýó árið 2015, enda var hér kynntur til sögunnar sannkallaður afburðar fólksbíll.

 • LF-FC-HUGMYNDABÍLLINN

  Spennandi framtíðarsýn. Fyrsti efnarafalsknúni hugmyndabíllinn. LF-FC er fjögurra dyra sportbíll sem býr yfir áreynslulausum glæsileika og er knúinn byltingarkenndu aldrifi. Hönnun LF-FC-bílsins er ekki bara nýstárleg heldur endurskilgreinir hún væntingar þínar.

    lexus lf fc quoteblock bg
    lexus lf fc quoteblock fg

LF-FC ENDURSPEGLAR FRAMSÆKNA GÆÐA HÖNNUN OG SÝN OKKAR Á TÆKNIÞRÓUN FRAMTÍÐARINNAR SEM BÍÐUR HANDAN VIÐ HORNIÐ

Tokuo Fukuichi, forstjóri Lexus International

HUGMYNDAFRÆÐI L-FINESSE

Ytra byrði LF-FC-bílsins endurspeglar hugmyndafræði Lexus (L-finesse), hnökralausan einfaldleika og glæsileika. Grillið, með sínu einkennandi en þó nýja yfirbragði, fangar augað meðan L -laga dagljósin (DRL) brjóta upp mjúkar línur bílsins.

 •     lexus lf fc section02 01

  HEILLANDI EINFALDLEIKI

  Sama flæðandi þemað einkennir LF-FC-bílinn, ásamt einkennandi þrískiptum afturljósum. Þegar þú sérð heildarútlit þessa einstaka hugmyndabíls muntu kunna að meta djarft útlit hans. Aðeins þá er hinn sanni andi LF-FC-bílsins afhjúpaður.

 •     lexus lf fc section02 02

  FRAMSÝN HÖNNUN

  Flæðandi topplína LF-FC-bílsins gerir hann sérlega vel hannaðan til aksturs á beinum vegum en hann er ekki síður skemmtilegur í akstri á hlykkjóttum vegum. 21 tommu álfelgur með koltrefjastyrktum plastbrúnum gefa þessum fallega hannaða bíl enn glæsilegra útlit.

KYNNTU ÞÉR LF-FC

Komdu með inn í framtíðina, fulla af nýstárlegri tækni og munaði. Þegar þú sest inn í bílinn tekur fyrirferðarlítil heilmynd á móti þér sem varpað er yfir miðstokkinn. Sjálfstýringu, upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem og loftræstingu er stjórnað með snertilausri tækni sem bregst við einföldum handahreyfingum.

    lexus lf fc section03 00
 • HRÍFANDI MUNAÐUR

  Innanrýminu er skipt í tvennt; efri hlutinn er opinn og breiður og gerir ökumanni kleift að einbeita sér að veginum án þess að finnast að sér þrengt. Séð úr augnhæð virðast anilínleðurklædd framsætin svífa í mjúkri heild með hurðunum og mælaborðinu.

 •     lexus lf fc section03 01

  AFLRÁS MEÐ VETNISEFNARAFAL

  Þessi hugmyndabíll er með aldrifi knúnu aflrás með vetnisefnarafal, sem dreifir togi af mikilli nákvæmni á milli fram- og afturhjólanna. Bestu þyngdardreifingunni fyrir LF-FC er náð með því að staðsetja vetnisefnarafalinn á afturhluta bílsins, stjórneininguna á framhlutanum og vetnisgeymana í T-laga uppsetningu.

 • HUGMYNDARÍK TÆKNI

  Sjálfvirk aksturstækni með enn þróaðri umferðargreiningarbúnaði, spátækjum og matseiginleikum tryggir öllum í bílnum örugga og skilvirka akstursupplifun – við stefnum að árekstralausri umferð.

 • lexus lf fc section03 03