concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

KYNNIR LFA

LEXUS LFA, SEM VAR HLEYPT AF STOKKUNUM Á 41. ALÞJÓÐLEGU BIFREIÐASÝNINGUNNI Í TÓKÝÓ ÁRIÐ 2010, ER UNDRAVERT TÆKNILEGT AFREK - SEM EITT OG SÉR SETUR NÝ VIÐMIÐ OG ENDURSKILGREINIR OFURBÍLINN FYRIR 21. ÖLDINA.

intro lfa

Grimmdarlegur, sérsmíðaður V10 hreyfill, ásamt léttri koltrefjabyggingu og yfirburða innsæjum akstureiginleikum. Á veginum er hann andríkur í akstri. En á kappakstursbrautinni öskrar hann sig í gang - skilar stöðugri hröðun (0-100 km/klst. á aðeins 3,7 sekúndum) sem kitlar í bakið og hefur þrotlaust afl (hámarkshraði er 325 km/klst.).

Framleiðsla er mjög takmörkuð - það verða aðeins 500 svona ofurbílar til í heiminum. En hver sá sem kann að meta þessa mögnuðu sköpun getur dáðst að þeirri hollustu sem fór í framleiðslu hins eldingarsnögga LFA-bíls. Þetta meistarastykki bifreiðaverkfræði er nú að kynna þróun á nýjum bílum í Lexus-línunni. Hann er einnig afraksturinn af tíu ára þráhyggjuleit hæfileikaríkustu hönnuða og verkfræðinga Lexus að fullkomnun.

OFURBÍLL VERÐUR TIL

MEÐ ÞVÍ AÐ BYRJA MEÐ ALVEG AUTT BLAÐ VAR MARKMIÐIÐ AÐ SKAPA YFIRBURÐA AKSTURSUPPLIFUN – OG, HINA ENDANLEGU TJÁNINGU HÖNNUNARHEIMSPEKI OKKAR: L-FÁGUN. HVER EINASTI HINNA TÍU ÞÚSUND ÍHLUTA ER EINSTAKUR, EINSKORÐAÐUR VIÐ OG SETTUR SAMAN SÉRSTAKLEGA FYRIR HANN – OF MEÐ HÖNDUNUM.

LFA-bíllinn, sem er árangur tíu ára drauma, nýsköpunar, hönnunar og verkfræðihönnunar, þrýstir mörkum þess sem mögulegt er að endimörkum sínum. Tökum sem dæmi rennilegan, straumlínulagaðan skrokkinn. Í fyrri frumgerðum var hann gerður úr áli, en jafnvel sá létti málmur var talinn vera of þungur til að ná hinum endanlegu afköstum.

Þannig að innblásin ákvörðun var tekin í staðinn um að skipta því út fyrir sérstaklega framleitt, ofurlétt en gífurlega sterkt, plast með koltrefjastyrkingu (CFRP). Frekar en að kaupa þetta einstæða efni annars staðar frá, þróuðum við okkar eigin nýstárlega kolefnisvef og framleiðsluferli til að tryggja strangt gæðaeftirlit.

haruhiko2

Á SÍÐUSTU TÍU ÁRUM HÖFUM VIÐ ÖLL VERIÐ KNÚIN AF ÁSTRÍÐUNNI AÐ SKAPA LEXUS OFURBÍL Í HEIMSKLASSA, SEM MUNI ÖGRA FÍNUSTU SPORTBÍLUM SEM SMÍÐAÐIR HAFA VERIÐ.

Haruhiko Tanahashi, yfirverkfræðingur LFA

MEISTARASTYKKI UPPFINNINGA

v10 power

V10 KRAFTUR

Í kjarna LFA er sérgerður, handsmíðaður, 4.8 lítra V10 hreyfill með náttúrulegum útblæstri. Hreyfillinn, sem er prófaður og brýndur til fullkomnunar á hinni frægu Nürburgring kappakstursbraut í Þýskalandi, getur snúist svo hratt að enginn hefðbundinn hliðrænn snúningshraðamælir í mælaborði gat haldið í við hann. Kraftur er ekkert án stjórnar og hinn magnaði V10 er tengdur leiftursnöggri sex hraða raðbundinni sjálfskiptingu.

art of noise

LIST HLJÓÐSINS

Yfirhönnuður LFA-bílsins, Haruhiko Tanahashi lýsir hljóði bílsins, sem fær hárin í hnakkagrófinni til að rísa, sem „Öskri engils“. Og þetta unaðslega öskur er engin tilviljum. Verkfræðingar, í samvinnu við hljóðfæradeild Yamaha, stilltu hreyfilnótu LFA-bílsins í ánægjulega fullkomna tónhæð, með notkun einstæðrar lögunar rifjanna í hlíf inntakssoggreinarinnar.

hot seat

HEITA SÆTIÐ

Áhrifamikill, lágreistur stjórnklefi LFA-bílsins var settur saman í höndunum úr bestu hráefnum. Yfir mælaklasanum gnæfir einn mælir – líflegi snúningshraðamælirinn. Mælirinn, sem nýtir TFT-skjá af fartölvugerð, getur breytt um útlit eftir akstursstillingu. Þegar LFA-bíllinn skiptir yfir í afkastamikla sportstillingu, verða birtingartölur stærri og feitari, yfirborðið skiptir reiprennandi um og rauða línan færist efst á skífuna.

hand crafted

HANDSMÍÐAÐ

Eins og öll meistarastykki var hver einasti V10 hreyfill handsmíðaður og áritaður af þeim verkfræðingi úr sérvöldum hópi Lexus sem bar ábyrgð á LFA. Þessi sami hópur bifreiðahugsjónamanna smíðaði af þolinmæði og vandvirkni hvern einasta þessara óviðjafnanlegu ofurbíla. Í leit sinni að fullkomnun þróuðu þeir nýstárlega tækni og efni sem síast svo niður inn í aðra bíla í Lexus-línunni.

body sculpting

MÓTUN SKROKKS

Þróun einstaks byggingarefnis þar sem plast styrkt með koltrefjum (CFRP) er, býður LFA-bílnum upp á fagurfræðilegt forskot, minnkaða þyngd og bætta stífni. Lítil þyngd og mikill styrkur hefur blásið hinum hæfileikaríku hönnuðum Lexus í brjóst að skapa útlínur og línur sem hefðu ekki verið mögulegar með málmskrokki. Þarna er Lexus L-fágun hönnunarheimspekin tekin upp á alveg nýtt stig.

breaking the mould

AÐ BRJÓTAST ÚT ÚR MÓTINU

Til að fá hagstæðustu þyngdardreifingu er LFA-bíllinn með fyrirmyndarjöfnuð framan-og-aftur, 48:52 – sem gerir ofurbílnum kleift að nýta til fulls kraftmikla möguleika sína. Lykilíhlutir eru einnig settir upp eins nálægt jörðu og mögulegt er - og ná þannig þyngdarpunkti sem er svo lágur að hann er einsdæmi og heldur bílnum límdum við veginn. Þetta er bíll sem getur tekið krefjandi beygjurnar á Nürburgring kappakstursbrautinni með gripvissri stjórn á ógnarhraða.

lfa clip masterpiece orange
haruhiko

LFA ER HREINRÆKTAÐUR OFURBÍLL, ÓLÍKUR ÖLLUM ÖÐRUM Á UNDAN HONUM. FURÐULEGA LÉTTUR OG KRAFTMIKILL OG YFIRVEGAÐUR, HANN ER HANNAÐUR TIL AÐ NÁ EINU MARKMIÐI - AÐ SKILA SANNARLEGA YFIRBURÐA AKSTURSUPPLIFUN.

Haruhiko Tanahashi, yfirverkfræðingur LFA

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA