concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

MEISTARAHANDVERK

MÖGNUÐ SKÖPUN

BIFREIÐAVERKSMIÐJUR OKKAR ERU ÞEKKTAR UM ALLAN HEIM FYRIR HÁÞRÓAÐA TÆKNI, NÝSTÁRLEGA FERLA OG HÁGÆÐAFRAMLEIÐSLU. VIÐ HÖFUM HINS VEGAR EINNIG ORÐIÐ FRÆGIR FYRIR HANDUNNIÐ HANDVERK, FRÆÐIGREIN SEM NÆR NIÐUR Í DÝPSTU RÆTUR JAPANSKRAR MENNINGAR.

Það hófst fyrir nokkrum árum með inngöngu 10 Takumi – eða meistarahandverksmanna – í Tahara-verksmiðjuna okkar, þar sem flaggskipið, LS, er framleitt, ásamt öðrum gerðum.

Takumi – fornt japanskt orð sem þýðir gróflega „handverksmaður“ – njóta sérlega mikillar virðingar í öllum bílaiðnaðinum. Þeir fá það verkefni að tryggja persónulega, með hendi eða auga, að smíði og áferð bílanna sem framleiddir eru í Tahara sé samkvæmt óviðjafnanlegum stöðlum. Þeir færa annan ávinning: kunnátta þeirra hefur verið gerð stafræn og forrituð inn í margar tölvustýrðar aðgerðir, sem lyftir nákvæmnistöðlum í nýjar hæðir.

Þessi þróun þýðir einnig að það er sérlega þægilegt að flytja hæfileika Takumi í vélrænni mynd til annarra verksmiðja. Kyushu-verksmiðjan, þar sem RX-bíllinn er smíðaður, er einn staðurinn sem hagnast á þessu, um leið og þar myndast til viðbótar þeirra eigin úrvalshópur tæknimanna.

Hver af þeim 10 Takumi sem eru í Tahara beitir kunnáttu sinni á sérstöku sviði. Hér er snöggt yfirlit yfir þrjár kjarnagreinarnar.

HVER BÍLL ER BLAUTSLÍPAÐUR Í HÖNDUNUM ÁÐUR EN SÍÐASTA LAG SJÁLFLOKANDI LAKKSINS ER BORIÐ Á – ÞETTA TRYGGIR SLÉTTUSTU OG SILKIMÝKSTU ÁFERÐINA.

Naoaki Nunogaki

TVÖ HUGTÖK Í FÍNLEGU JAFNVÆGI ERU KJARNINN Í HÖNNUNARHEIMSPEKI OKKAR OG ÓMISSANDI Í HVERJUM EINASTA BÍL FRÁ OKKUR - 'LEIÐANDI' OG 'FÁGUN'.

Naoaki Nunogaki, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs Lexus
design philosopy thumb 003

AKSTURSEIGINLEIKAR

Það er einnig einn Takumi sem ber ábyrgð á aksturseiginleikum ökutækisins. Hans starf er sennilega það öfundsverðasta því hann reynsluekur Lexus-gerðum fyrir framleiðslu og í framleiðslu, frumgerðum og bílum keppinautanna, stöðugt að greina og miðla hugmyndum um betrumbætur. Þetta tryggir það besta á sviðum sem innihalda akstur, meðhöndlun og hljóð.

LAKKSKEMMAN

Hér er meistarahandverksmaður sem sérhæfir sig í lakki – þar með talið hinni fínu list blautpússunar með hendi til að skapa spegiláferð – sem kannar áferð yfirbyggingarinnar í úrvali einstakra birtuskilyrða. Hann notar sérstök ljósagöng til að kanna yfirborðsflæði yfir allan skrokkinn og ber það saman við fræðilega hugsjón CAD-mynda teymisins (CAD=Tölvustudd hönnun). Árangurinn er yfirborð sem laust er við jafnvel minnstu annmarka.

design philosopy thumb 002
design philosopy thumb 001

SAMSETNING HREYFILS

Sá Takumi sem stjórnar hér velur sýnishornahreyfil og athugar ástand hvers hluta hans niður í minnsta míkron til að tryggja réttar hljóðsveiflur sem áskildar eru fyrir hverja gerð. Hann ræsir einnig persónulega hvern samsettan hreyfil og hlustar á innri virkni hans með hlustunarpípu til að greina breytingu á hljóði.

Simon Humphries

KJARNINN Í HÖNNUNARHEIMSPEKI LEXUS ER AÐ VERA FRAMARLEGA Í TÆKNIÞRÓUN EN SAMT MANNLEG, AÐ SKAPA EITTHVAÐ EFTIRTEKTARVERT AF LISTFENGI EN ÁN HÉGÓMA.

Simon Humphries, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs Lexus

L-FÁGUN

ÓAÐFINNANLEG FORSJÁLNI, HÁRBEITTUR EINFALDLEIKI, FORVITNILEGUR GLÆSILEIKI

HÉR ER VILLANDI EINFÖLD SKILGREINING Á L-FÁGUN: LEIÐANDI HÖNNUN OG TÆKNI BEITT AF FÁGUN. ÞAÐ ER AUÐVITAÐ MUN MEIRA Í LEXUS-HEIMSPEKINNI – OG LYKILORÐIÐ ER FÁGUN. ÞETTA VÍSAR TIL DJÚPRAR HUGSUNAR Á BAK VIÐ LEXUS-LÚXUSINN. OG UM LEIÐ OG HEIMSPEKIN SÆKIR Í LÖGMÁL SEM EIGA RÆTUR SÍNAR Í JAPANSKRI GESTRISNI OG FAGURFRÆÐI, ER HÚN EINNIG SÉRLEGA KVIK HUGMYND Í ÞRÓUN.

seamless anticipation

ÓAÐFINNANLEG
FORSJÁLNI

Trúir hugmyndinni um Omotenashi – japönskum anda gestrisni – gerum við meira en einfaldlega að mæta þörfum og óskum hverrar persónu. Við sjáum þær fyrir, óaðfinnanlega. Á þennan hátt er allt sem þörf er á alltaf til staðar, þegar þörf er á því – hvort sem það er mjúkt og móttækilegt afl eða kyrrlát leiðbeinandi röð ljósa í innréttingu. Allt setur þetta viðskiptavininn í miðjuna á allri Lexus-upplifun – rólegan, í fullkominni stjórn og að gleðjast yfir hverju augnabliki.

incisive simplicity

HÁRBEITTUR
EINFALDLEIKI

Hjá Lexus erum við stöðugt að víkka út möguleikana í bifreiðatækni og hönnun. Þetta veitir okkur hins vegar áskorun, þar sem við trúum því að allt sem við sköpum verði að vera auðveld nautn að nota og líta – burtséð frá eðlislægum margbreytileika þess. Þess vegna drögum við úr og skerum í gegnum margbreytileikann til að afhjúpa hreinleika tilgangs og tjáningar. Útkoman er Hárbeittur einfaldleiki – hrein ánægja í sjálfu sér.

intriguing elegance

FORVITNILEGUR
GLÆSILEIKI

Öll ökutæki Lexus geta fangað augað og látið fólk snúa sér við. En þau fanga einnig og halda athygli – vegna þess að því meira sem þú horfir, því meira dregstu inn í upplifunina. Hönnuðir Lexus tala reyndar um „sjónræn ferðalög“. Breið víðerni glæsilegrar yfirbyggingar flæða inn í athyglisverð ítaratriði og kraftmiklar hraðabreytingar. Hispurslaus djörfung í tjáningu rennur saman við óyggjandi svífandi ró. Það er hreyfing og um leið er kyrrð. Þetta er athyglisverður glæsibragur.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA