concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

2017 Lexus IS F SPORT hero video
Lexus F Sport Logo

F SPORT ÚTFÆRSLAN

ARFLEIFÐ

„F“-ið í „F SPORT“ vísar til Fuji-kappakstursbrautarinnar, sem er upprunastaður og aðalprófunarvettvangur kraftmiklu F-gerðanna okkar. Á kappakstursbrautinni í Fuji er hver einasti íhlutur prófaður og fullkomnaður af ökumeisturunum okkar.

HÖNNUN SEM HITTIR Í MARK

Hönnun F SPORT vekur athygli hvert sem komið er. Að framan er snældulaga grill með innfelldu netmynstri og krómskreytingum sem fanga augað. Kælirásir á bremsum og uggar á neðri framstuðaranum draga úr loftmótstöðu og auka niðurþrýsting og gera útlit bílsins glæsilegt og markvisst.

Einstakar álfelgurnar og smágerð F SPORT-merki fullkomna útlitshönnunina og eru um leið tilvísun til staðarins þar sem þessi útfærsla var þróuð: Fuji-kappakstursbrautarinnar.

SÉRHANNAÐAR
FELGUR OG
HÁRNÁKVÆM
FJÖÐRUN

Álfelgurnar eru sérlega fallegar og hjólbarðarnir eru af „low profile“-gerð, sem tryggir sérlega gott grip í beygjum. Fjöðrun að bæði framan og aftan er hárnákvæmt stillt, sem og rafdrifna aflstýrið, í því skyni að bæta stýringu án þess að skerða á nokkurn hátt aksturseiginleikana og upplifun ökumannsins.

EINSTAKLEGA VÖNDUÐ SÆTISHÖNNUN

HÖNNUN SÆTANNA Í F SPORT MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ STYÐJA VIÐ ÖKUMANN FRÁ MJÖÐMUM OG UPP AÐ HERÐUNUM Í BEYGJUM. SÆTISHÖNNUN HEFUR VERIÐ FÍNSTILLT TIL AÐ AUKA ÞÆGINDIN OG FALLEGUR ÚTSAUMUR Á SÆTUM ER HANDVERK „TAKUMI“-MEISTARANNA OKKAR.

SKJÁR
Í SÖNNUM KAPPAKSTURSANDA

Rennileg hönnun mælaborðsins í F SPORT hefur að augnamiði að miðla öllum lykilgögnum um aksturinn til ökumannsins. Mælaborðið tengist vali akstursstillingar og lagar miðlun upplýsinga að þeirri akstursstillingu sem valin er hverju sinni.

SPORTSTÝRI
OG
SPORTFÓTSTIG

Þú upplifir fullkomna tengingu við F SPORT-bílinn þinn gegnum sportstýrið, sem er hannað til að vera einstaklega notendavænt og þægilegt. Stýrið er klætt gullfallegu, götuðu leðri og skreytt F-SPORT-merkinu og hönnun þess í sama stíl og gírstöngin.

Undir fótum þér finnurðu hvernig vélunnu álfótstigin endurspegla kappakstursmiðaða nálgunina í hönnun F-SPORT-gerðanna og veita afburðagrip og enn næmari aksturstilfinningu en áður.

VELDU RÉTTU F SPORT TEGUNDINA FYRIR ÞIG

EINSTÖK F SPORT-ÚTFÆRSLA ER Í BOÐI FYRIR FJÖLDA BÍLGERÐA

SÍA EFTIR
Allt
Smábílar og fólksbifreiðar
Coupe
Lúxusjeppa
Hybrid

EKKERT FANNST

Engin ökutæki komu upp við leitina. Gerðu leitina víðtækari og reyndu aftur.

CT

CT

FYRIRHAFNARLAUS MUNAÐUR

Sestu undir stýri fyrsta „Full Hybrid“-lúxussmábíls í heimi, sem nú er einnig fáanlegur í kraftmikilli
F SPORT-útfærslu.

IS 300h MY 17

IS

VERÐLAUNAÐUR SPORTBÍLL

IS-bíllinn sameinar glæsileika og sportlega aksturseiginleika og býður þannig bæði einstök þægindi og afköst í hárréttu jafnvægi.

2017 Lexus GS 450h F SPORT Home Range Exterior 460 480

GS

KRAFTMIKIL BREYTING

Í GS-bílnum koma saman djörf og rennileg hönnun, hárnákvæm stýring, hugvitssamleg tækni og rúmgott og nútímalegt innanrými.

LS

LS

AFKASTAMIKILL LÚXUSBÍLL

Öflugur í akstri, óviðjafnanlegur að sjá og með sérvöldum lúxusbúnaði – LS-bíllinn setur ný viðmið fyrir lúxusbíla.

NX FSPORT

NX

STÓRKOSTLEGUR STÓRBORGARBÍLL

Kynntu þér þennan stórkostlega bíl, hannaðan fyrir borgarakstur, sem rúmar allt að fimm manns ásamt farangri og skartar nýrri kynslóð bensín- eða hybrid-aflrása.

2017 Lexus RC 300h F SPORT Home Range Exterior 460 480

RC

ÆSISPENNANDI AKSTUR

Þegar þú grípur um sportstýrið, prýtt gullfallegum útsaumi, í RC-bílnum upplifir þú ótrúlega hröðun og frábæra aksturseiginleika við mikinn hraða.

RX FSPORT New V2

RX

BYLTINGARKENNDUR LÚXUSSPORTJEPPI

Hinn byltingarkenndi RX færir þér óviðjafnanlegt afl, rúmgott og þægilegt innanrými og ótrúlega sparneytni.

F Marque panel 1920 hero
F Sport

F PERFORMANCE-GERÐIR

F-SPORT-ÚTFÆRSLAN SÆKIR INNBLÁSTUR TIL STÓRKOSTLEGRA OG ÖFLUGRA BÍLA SEM ÞÚ GETUR KYNNT ÞÉR HÉR. ENN SEM FYRR LEGGJUM VIÐ ALLA ÁHERSLU Á ÓVIÐJAFNANLEGA FRAMMISTÖÐU OG LÚXUS.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA