concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

LEXUS UX HUGMYNDABÍLLINN

NÝI HUGMYNDABÍLLINN OKKAR - HANNAÐUR TIL AÐ HÖFÐA TIL FRAMSÆKINS FÓLKS

Nýi hugmyndabílinn okkar, Lexus UX Concept, var kynntur á bílasýningunni í París í september 2016. Þessi bíll var þróaður í hönnunarmiðstöð Lexus í Evrópu og hannaður til að höfða til framsækins fólks í þéttbýli sem býr í sítengdu umhverfi.

UX Concept nýtir sér hugvitssama tækni til að skapa frábæra akstursupplifun og innanrýmið sameinar hefðbundið handverk og framsæknar framleiðsluaðferðir. Blaðamannafundur Lexus var haldinn 29. september kl. 13:30 CET í Lexus-básnum á gangi 4. Hægt er að horfa á viðburðinn í spilaranum hér fyrir neðan.

HÖNNUN UX-HUGMYNDABÍLSINS NOTAR HUGMYNDARÍKA,
FRAMSÆKJANDI TÆKNI TIL AÐ VEITA FARÞEGUM
ÁHRIFARÍK UPPLIFUN

HMI-tækni í farþegarýminu er hönnuð til að veita framsæknum viðskiptavinum sem búa og starfa í sítengdu umhverfi frumlega, þrívíða ökuupplifun.

Mælahús bílstjórans sýnir gegnsæjan hnött sem svífur eins og heilmynd og birtir skilvirkt en óvænt notandaviðmót með bæði hliðrænum og stafrænum upplýsingum. Miðstokkurinn er með áberandi kristalhönnun, innan í honum eru upplýsingar um loftræstingu, afþreyingu og annað birtar á skjá í heilmyndastíl sem eru auðlesanlegar bæði ökumanni og farþega í framsæti.

UX hugmyndabíllinn skartar einnig nýjasta raftæknibúnaði. Í bílnum eru gluggar með glýjuvörn og hliðarspeglum hefur verið skipt út fyrir rafspeglahús með myndavél, sem eru mun nettari en hefðbundin hliðarspeglahús. Allur gírbúnaður er stöðurafmagnsstýrður og staðsettur undir gegnsærri hlíf.

Loks má nefna að uggalögun A-stoðarinnar er endurtekin í nýrri hljóðupplifun fyrir yngri viðskiptavini Lexus – „soundbar“ sem hægt er að fjarlægja er innbyggt í mælaborðið farþegamegin.

ÆTLUN OKKAR VAR AÐ SKAPA NÝJA TEGUND LÚXUSSPORTJEPPA, FARARTÆKI SEM HEFUR EITTHVAÐ NÝTT FRAM AÐ FÆRA FRÁ SJÓNARHORNI VIÐSKIPTAVINARINS – FRAMSÆKIN, ÁHRIFARÍK NOTANDAUPPLIFUN Í ÞRÍVÍDD.

Stephan Rasmussen, hönnuður við hönnunarmiðstöð Evrópu, ED2

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA