concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

LF-NX TURBO

HEIMSFRUMSÝNING Á NÝJU LF-NX TÚRBÓ ÚTGÁFUNNI Á BÍLASÝNINGUNNI Í TÓKÝÓ 2013

Túrbó-útgáfan af LF-NX, fyrirferðarlitlu lúxussportjeppahugmyndinni, er sýnd á 43. bílasýningunni í Tókýó á Tokyo Big Sight í Koto Ward frá 20. nóvember til 1. desember 2013.

LF-NX hugmyndin, sem frumsýnd var á bílaasýningunni í Frankfurt 2013, hefur verið búin nýlega þróuðum 2,0 lítra forþjöppuðum hreyfli, sem tryggir yfirburða aksturs- og umhverfisframmistöðu.

Lágur þyngdarpunktur, sem undirstrikaður er með vindskeið undir bílnum að framan, gefur turbo-gerðinni sportlegra útlit og sniðið er nett, með fyrirferðarlítilli, beittri yfirbyggingu og djörfum dekkjum sem gefa til kynna einstakan kraft sportjeppa og spennandi akstur.

Inni veitir nýja fjarsnertitengirásin með snertimúsarvirkni framúrskarandi notandavæna upplifun, sem er einstök fyrir Lexus.

LF NX cutout 960 001

HÖNNUN

Nýi LF-NX Turbo deilir djarfri, sláandi og nýstárlegri hönnun LF-NX HV, en inniheldur fjölda breytinga á smáatriðum inni og úti til að styrkja hugsanleg afköst nýrrar 2,0 lítra aflrásar með hverfilforþjöppu.

Lexus-snældugrillið skartar núna reyklitu krómskrauti, um leið og undirstaðan er undirstrikuð með mjóu loftinntaki með svörtum möskvum ofan við hvassa, uggalaga, „höku“-vindskeið með mattri krómáferð, sem styrkir lágan þyngdarpunkt og sportlega eiginleika lúxussportjeppahugmyndarinnar. Lóðrétt loftinntökin að framan eru skreytt svörtu há-gljáalakki, með svartri möskvarásaráferð.

Bæði hjólbogarnir og neðri hliðarbitinn eru nú með svartmálaða skrautáferð með miklum gljáa og listarnir efri hliðarbitanum eru með matta krómáferð. Fyrir ofan beltalínu deila umgjarðir glugga og efri hluti hurðarspegilsins sömu reyktu krómáferð og er á umgjörð framgrillsins.

Að aftan er ný, lægri stuðarahönnun undirstrikuð með hvössum straumlínulöguðum dreifara í fullri breitt, með mattri krómáferð. Til hliðar eru vel mótuð krómuð útblástursrör, sem löguð eru til að endurspegla stíl lóðréttu loftinntakanna á framvængnum.

Ný, ágengari hönnun málmblendisfelga og breyting á dekkjastærð frá 255 50R 20 eins og var á HV í 255 45 ZR 20 gefur LF-NX Turbo hugmyndinni sportlegra útlit og breiða, örugga stöðu.

Inni endurspegla mælar og gírhnappur afkastamöguleika 2,0 lítra hverfilforþjappaðs orkuvers, þar með talið mælar, leiðsöguskjár, RTI snertirakning og snertiskiki og loft- og hurðaklæðningar eru nú lýstar með sportlegum rauðum lit.

AFLRÁS

LF-NX Turbo hugmyndin er búin fyrsta hverfilforþjappaða bensínhreyfli Lexus.

2,0 lítra, 4-strokka eining sameinar háþróað háveltiop Lexus, eldsneytisinnsprautun með dreifiúða, D-4S og VVT-i brunatækni með strokkhaus samþættan útblástursgrein og skipta hverfilforþjöppu með virkum úttaksventli.

Gegnum bestun hitastigs útblástursgass sameinar strokkhausinn sem er samþættur útblástursgreininni mikla afkastagetu og fulla skilvirkni, áreiðanleika hreinnar útblásturslosunar, um leið og skipta hverfilforþjappan vinnur á áhrifaríkan hátt yfir breiðasta mögulega snúningshraðasvið.

Nýtt orkuver LF-NX Turbo miðar að hraðri svörun inngjafar og spennandi afköstum um leið og það sýnir framúrskarandi eldsneytissparnað.

GREINILEGA LEXUS

NÝI LF-NX TURBO

LF NX cutout 960 003

HEIMSFRUMSÝNING Á LEXUS LF-NX HUGMYNDABÍLNUM Á BÍLASÝNINGUNNI Í FARNKFURT

Nýr Lexus lúxus jepplingur, LF-NX, var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt 2013. Hugmyndabíllinn skoðar möguleikann á að framleiðia lúxus jeppling sem passar í Lexus línuna.

Lexus hefur verið leiðandi í hybrid tækni og til að styrkja stöðuna en frekar þá er LF-NX hugmyndabíllinn búinn Lexus Hybrid kerfi sérstaklega aðlöguðu að jepplingum.

Áberandi og öflug hönnunin á ytra byrði LF-NX endurspeglar þróun Lexus L-finesse hönnunar stefnunar.

Ríkjandi á framenda bílsinns er stórt snældurgrill sem Lexus er orðið þekkt fyrir. Ögrandi aðalljós búin sjálfstæðum dagljósabúnaði (DRL) og einstök hönnun á hornunum sem aðskilur stuðarann frá fremri vængnum með ögrandi láréttum skurð.

Á hlið má sjá hvernig sterklegar línurnar á brettunum eru varðar með svörtu efni sem er algent er á jepplingum. Hliðar prófíllinn gefur sterklega til kynna klassíska Lexus hönnun þrátt fyrir margar nýjungar.

in article 03

Afturhluti bílsinns er jafn einstakur og hann er að framan. Má þar finna kastara sem ýta undir beitta hönnun og endurspegla útlit frambrettanna.

in article 04

LF-NX hugmyndabíllinn er málaður í útliti burstaðs stáls sem gefur sterklega til kynna að bíllinn hafi verið skorinn út úr einum stórum stálklump í heilu lagi.

Innrarými Lexus LF-NX endurspeglar ytri hönnun bílsinns að mörgu leiti en á sama tíma er hún miðuð að þægindum ökumanns og farþega.

Með áframhaldandi "Human Oriented" L-finess hönnunar stefnu, þá er mælaborðið hannað með efra svæðið sem sjónsvið og neðra svæðið sem stjórnunarsvið og hefur þessi hönnun veirð fullkomnuð í gegnum margar arfleiðir af Lexus bílum.

Þessi hönnun opnar fyrir nýrri kynnslóð af stjórntækjum eins og snertiskjám, snertrofar og fjarstýrðum snertiflöt.

LF-NX hugmyndabíllinn með sína sterklega byggðu innréttingu notast við sólar gult og svart leður til að styðja við málminn sem notaður hefur verið að innan ásamt mælaborði með blálrri lýsingu.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA