concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

FRAMÚRSTEFNULEG FEGURÐ

VIÐ FRUMSÝNDUM NÝJAN HUGMYNDABÍL Á ALÞJÓÐLEGU BÍLASÝNINGUNNI Í SYDNEY ÁSTRALÍU, LF-LC 'BLUE'.

Litarefni sem finnst náttúrulega í áströlsku óbyggðunum var innblásturinn af þessu litarvali. Kjarni LF-LC er samspil háþróaðra efna og tækni, má þar nefna ofurlétt koltrefjaefni og næstu kynnslóð af Hybrid Drive kerfinu. Nýja kerfið heitir Advanced Lexus Hybrid Drive og samanstendur af öflugum og sparneytnum sprengihreyfli með Atkinson hringrás, ásamt háþróuðum háorku rafgeymum. Þetta nýja kerfi skilar 372kw (500hp) – það mesta af öllum Lexus hybrid kerfum.

LF-LC hugmyndin okkar, sem hleypt var af stokkunum á Norður-Amerísku bílasýningunni í janúar 2012, hefur alveg síðan fengið fólk til að líta við. Lipur, sportlegur og ágengur; hann var getinn í kringum hugmyndina um 'fljótandi nákvæmni', sem sýnir sig í því sem hönnuðirnir kalla 'Framúrstefnulega fegurð'. Og hann vann Eyes on Design verðlaunin í flokki hugmyndabíla á bifreiðasýningunni.

LF LC cutout 960 001

VIÐ ERUM Í MIÐJU STÆRSTU BREYTINGAR Í SÖGU LEXUS - INNBLÁSINNI AF NÝRRI KYNSLÓÐ AUÐKENNANDI HÖNNUNAR.

Karl Schlicht , aðalframkvæmdastjóri, vöru- og markaðsáætlunardeildar Lexus, janúar 2012

HÁÞRÓAÐRA TÆKNI

LF LC cutout 960 002

EFTIRTEKTARVERT ÚTLIT HANS GEFUR Í SKYN VÆNTANLEG HÖNNUNARMERKI Í NÝRRI BYLGJU LEXUS-GERÐA.

Bíllinn, sem hannaður er í Calty-verinu okkar í Kaliforníu, er framtíðasýn á hvernig sportbílar gætu verið, með djarfri túlkun sinni á auðkennandi snældugrillinu okkar og glæsilegum dagljósum. Glerþak bílsins inniheldur létta svifbitastoð og inni er ökumaðurinn umlukinn djúpt holuðum hliðarspjöldum og háu, sveigðu stjórnborði.

Fjarsnertiskjábúnaður tryggir að stjórntæki LF-LC eru auðveld í notkun og 12,3 tommu LCD-skjáirnir tveir bjóða upp á birtingu upplýsinga og leiðsögu. Ílög koma frá stjórnborði með snertiskjá sem liggur í miðborðinu. Viðmótið, sem notað er til að stjórna hljómkerfinu, hitastýringunni og leiðsögunni, inniheldur sprettisnertiskjáslyklaborð fyrir flóknari innfærslur. Svipaðir snertiskjáfletir á hvorri hurð stjórna rúðum, speglum, sætisstillingum og persónulegum afþreyingarstillingum.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA