concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

HÖNNUNARHUGMYND LF-FC

„Í OKKAR AUGUM ER ÞETTA MEIRA EN BARA BÍLL“

Lexus kynnir með stolti hönnunarhugmyndina að baki LF-FC-lúxusbílnum, sem var afhjúpaður á bílasýningunni í Tokyo

 • Með þessum bíl gægjumst við inn í framtíðina hvað varðar hönnun og tæknibúnað fyrir stallbaka komandi ára.
 • Fágun í bland við dirfsku birtist í hönnun í anda fjögurra dyra sportbíls með yfirbragð kraftmikils torfæruökutækis.
 • Knúinn mjög afkastamiklu aldrifkerfi með efnarafali.

MEÐ SÉRSTÆÐRI HÖNNUN OG FRAMSÝNI Í TÆKNIÞRÓUN LEITAST LEXUS ÆVINLEGA VIÐ AÐ KOMA Á ÓVART OG VEKJA STERK HUGHRIF. Í OKKAR AUGUM ER ÞETTA EKKI BARA BÍLL, HELDUR VILJUM VIÐ SÆKJA ÚT FYRIR RAMMA HEFÐBUNDINNA HÖNNUNARHUGMYNDA. LF-FC ENDURSPEGLAR FRAMSÆKNA LÚXUSHÖNNUN OG SÝN OKKAR UM TÆKNIÞRÓUN FRAMTÍÐARINNAR SEM BÍÐUR HANDAN VIÐ HORNIÐ.

Tokuo Fukuichi, forstjóri Lexus International

HÖNNUN YTRA BYRÐIS

Nýr og ferskur stíll sem endurspeglar „L-fágun“ (L = Leiðandi forysta) Lexus - hornstein hönnunarhugmyndar okkar.

 • Þróuð útfærsla á hinu vel þekkta snældulaga grilli, nú með neti að framan, setur svip sinn á framhliðina.
 • Svífandi „L-laga“ dagljósabúnaður rís fallega upp af framstuðurunum.
 • Ný og djarflega hönnuð afturljós spegla þetta svífandi þema.

Persónuleg einkenni LF-FC njóta sín hvað best þegar bíllinn er skoðaður frá hlið.

 • Flæðandi línan á þakinu, frá framhluta að afturhluta í sama anda og á fjögurra dyra sportbíl, gefur bílnum yfirbragð ökutækis sem á vel heima á beinum hraðbrautum, en nýtur sín einnig vel á hlykkjóttum hliðarvegum.
 • Sportlegar 21 tommu álfelgur með koltrefjastyrktum plastbrúnum setja punktinn yfir i-ið á þróttmikilli hönnun þessa stílhreina ökutækis.

HÖNNUN INNANRÝMIS

Í innanrými LF-FC blasir við háþróað viðmót sem sameinar mann og vél.

 • Hönnun farþegarýmisins er tvískipt og tryggir ökumanni afar notendavænt ökumannsrými.
 • Efri hlutinn er opinn og breiður og gerir ökumanni kleift að einbeita sér að veginum án þess að finnast að sér þrengt.
 • Séð úr augnhæð virðast framsætin svífa.
 • Baksætin eru með hallastillingu og bjóða upp á gott höfuð- og hnjárými fyrir farþega.
 • Hágæða anilínleður á sætum, hurðum og mælaborði setja ríkulegt lúxusyfirbragð á allt innanrýmið.

SNERTILAUS TÆKNI

Í innanrými LF-FC blasir við háþróað viðmót sem sameinar mann og vél.

 • Hljóðkerfi og loftræstingu er stjórnað með einföldum handahreyfingum svo aldrei þarf að snerta stjórnborð eða hnappa.
 • Nett heilmynd á miðjustokknum segir þér við hvaða kringumstæður kerfið getur túlkað handahreyfingar til að gera stjórnun bílsins einfalda og snertifría.

AFLRÁS

Aldrifið er hjartað í LF-FC.

 • Gríðarlega afkastamikið efnarafalkerfi knýr afturhjólin og skilar einnig afli til drifmótoranna tveggja á framhjólunum.
 • Þetta aflkerfi tryggir óviðjafnanlega aksturseiginleika og afburða stöðugleika þar sem það veitir færi á hárnákvæmri dreifingu togs á milli fram- og afturhjóla.
 • Hugvitssamleg staðsetning efnarafalssamstæðunnar í afturhluta bílsins, aflstjórnareining að framan og T-laga uppsetning vetniseldsneytisgeymanna tryggja bestu hugsanlegu þyngdardreifingu fyrir sportlegan stallbak.

ÖRYGGI

Framtíðarsýn okkar er veröld þar sem umferðarslys heyra sögunni til.

 • Sjálfvirk aksturstækni með enn þróaðri umferðargreiningarbúnaði, spátækjum og matseiginleikum tryggir öllum í bílnum örugga og skilvirka akstursupplifun.

TÆKNILÝSING FYRIR LEXUS LF-FC

 • Lengd: 5300 mm
 • Breidd: 2000 mm
 • Hæð: 1410 mm

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA