RX NÝR BYLTINGARKENNDUR RX

HANN ER SKARPUR. HANN ER FÁGAÐUR. OG HANN ER SANNARLEGA RÍKULEGA BÚINN. EN ORÐIN SEGJA EKKI ALLT. ÞAU MEGA SÍN LÍTILS Í SAMANBURÐI VIÐ TILFINNINGARNAR SEM NÝR RX VEKUR MEÐ ÞÉR.

NÝI RX-BÍLLINN

STÆLTUR
Á VELLI

Áhrifamikill, ekki satt? Glæsilegt snældulaga grillið með krómaðri umgjörðinni vekur mögnuð hughrif við fyrstu sýn. Bíddu bara þar til þú sérð nýja RX-bílinn í allri sinni dýrð. Þá fyrst verðurðu agndofa.

NÝI RX-BÍLLINN

FALLEGUR
LJÓSABÚNAÐUR

Þreföld L-laga LED-aðalljós og endurhönnuð þokuljós auka enn á kraftinn. Ef þú skoðar aðalljósin betur sérðu að þau eru undirstrikuð með dagljósum með einstökum raðskiptum stefnuljósum.

NÝI RX-BÍLLINN

ENDURBÆTT
FELGUHÖNNUN

Felgurnar gera sitt til að auka ánægjuna hjá eigendum nýja RX-bílsins. Þær eru 20 tommur og fimm arma, með sérsniðnum innfellingum sem fást í úrvali lita til að henta stíl hvers og eins.

NÝI RX-BÍLLINN

FLÆÐANDI
TOPPLÍNA

Skoðaðu nýja RX-bílinn á alla kanta. Hann er sannfærandi hvar sem á er litið. Svartar dyrastoðir að aftan gefa þakinu fljótandi yfirbragð. Skörp, sveigð afturljós skapa fagurfræðilegt jafnvægi.

NÝI RX-BÍLLINN

STÓR
SÓLLÚGA

Stór og glæsileg sóllúga eykur enn á gleðina – hjá öllum í bílnum. Færanlegur glerhlutinn að framan skapar akstursupplifun eins og ekið sé undir beru lofti.

NÝI RX-BÍLLINN

SNERTILAUS
STÝRING

Færðu höndina að Lexus-merkinu. Sjáðu svo hvernig rafknúni afturhlerinn opnast hljóðlega.

NÝI RX-BÍLLINN

RAFSTÝRÐ,
HALLANLEG SÆTI

Með upphituðum sætum sem hallast aftur með einni snertingu og rausnarlegu fóta- og höfuðrými er RX-bíllinn dásamlega lokkandi.

NÝI RX-BÍLLINN

ÖRYGGI
OG ÞÆGINDI

Innanborðs í nýja RX-bílnum hafa loftgæði farþegarýmisins verið aukin með aðstoð verðlaunaðrar Nanoe®-tækni. Öryggisstigið er orðið enn hærra með öryggiskerfinu Lexus Safety System ásamt radarmæli og myndavél sem greina hættur fram undan.

NÝI RX-BÍLLINN

ÖRYGGI
OG ÞÆGINDI

Innanborðs í nýja RX-bílnum hafa loftgæði farþegarýmisins verið aukin með aðstoð verðlaunaðrar Nanoe®-tækni. Öryggisstigið er orðið enn hærra með öryggiskerfinu Lexus Safety System ásamt radarmæli og myndavél sem greina hættur fram undan.

NÝI RX-BÍLLINN

VAL Á
AKSTURSSTILLINGU

Nýja stilliskífan í RX-bílnum er einstök. Skjárinn er tengdur við val á akstursstillingu til að þú getir stillt bílinn eftir því hvernig þú vilt aka.

NÝI RX-BÍLLINN

VÖNDUÐ
ÁKLÆÐI

Að sitja í nýja RX-bílnum er mjög sérstök upplifun. Þægilegt innanrýmið er heillandi, með vatteruðum ísaumi á sætum og hurðarklæðningum.

NÝI RX-BÍLLINN

NÁKVÆMNI
Í AKSTRI

Undir meitluðu yfirborðinu sem einkennir glæsileg útlit RX er krafturinn og hugvitið sem færa þér einstaka akstursupplifun.

NÝI RX-BÍLLINN

KRAFTUR
OG SKILVIRKNI

Allar RX-vélar eru stilltar þannig að þær séu liprar, öflugar og skilvirkar. Bæði bensín- og hybrid-vélarnar skila aðdáunarverðum afköstum auk einstakrar sparneytni og lítillar koltvísýringslosunar, frá 120 g/km.

NÝI RX-BÍLLINN

VIRKAR
JAFNVÆGISSTANGIR

Byltingarkennd tækni er notuð í valfrjálst kerfi sem kemur í veg fyrir velting og bregst við breytingum á veginum án þess að nokkurn tíma verði vart við minni þægindi.

NÝI RX-BÍLLINN

STÖÐUGLEIKI
OG STÝRING

Styrktur undirvagn eykur stöðugleika nýja RX-bílsins. Sterkari og stífari yfirbygging eykur stjórngetuna til muna og gerir þér kleift að ráða við kröppustu beygjur án minnstu vandræða.

NÝI RX-BÍLLINN

LISTIN AÐ
NÁ FULLKOMNUN

Djarfur. Skarpur. Ríkulegur. Nýi RX-bíllinn er settur saman og fullkláraður af handverksmeisturum sem kallast Takumi. Tæknisérþekking þeirra og listfengi hefur slípast af áratugalangri og strangri reynslu.

STÆKKAÐU VAFRAGLUGGANN

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA