concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

RX 450h

NÝ VIÐMIÐ Í LÚXUSSPORTJEPPUM MEÐ FULL HYBRID-AFKÖSTUM SEM SKILA 313 HESTÖFLUM AF FÁGUÐUM KRAFTI.


Hámarks afköst (DIN hö@s/mín) 313
CO2 blandaður akstur (g/km) 122
Blandaður akstur (l/100km) 5,3
Hröðun 0-100 km/klst. 7,7
Hámarkshraði (km/klst) 200

FRÁ 9.760.000 kr.

SKARPARI FÁGUN

NÝ VIÐMIÐ Í LÚXUSSPORTJEPPUM MEÐ FULL HYBRID-AFKÖSTUM SEM SKILA 313 HESTÖFLUM AF FÁGUÐUM KRAFTI.

Í anda þeirrar framsækni og forystu sem Lexus er þekkt fyrir var RX kynntur árið 1998, og varð fyrsti lúxussportjeppinn sem var búinn glæsileika og munaði sem fram til þessa var aðeins fáanlegur í lúxusfólksbílum. Lexus storkaði viðteknum viðhorfum neytenda aftur árið 2004 þegar fyrirtækið kynnti fyrsta RX 400h hybrid-lúxusjeppann.

Við kynnum nú til sögunnar nýjan RX, einn flottasta Lexus-bílinn sem hönnuðir okkar hafa skapað, með óviðjafnanlega fágun og munað sem staðalbúnað. Hann er sannarlega birtingarmynd þess metnaðar sem við leggjum í alla okkar hönnun og hugvit.

EIGINLEIKAR ÖKUTÆKIS

KYNNTU ÞÉR RX 450h BETUR

Að aka RX450h - Hápunktarnir

HÁPUNKTARNIR

Frumkvöðullinn RX 450h, sem knúinn er af nýjustu útgáfu okkar af Lexus Hybrid Drive, nýtir 3,5 lítra V6-bensínvél og tvo rafmótora á hugvitssamlegan hátt til að skila áreynslulausu afli til allra fjögurra hjólanna. Rafmótorarnir skila tafarlausu togi sem gerir ökumanninum kleift að auka hraðann í 100 km/klst. á 7,7 sekúndum, en losar þó aðeins 120 g/km* af koltvísýringi.

Einnig er hægt að velja EV-stillingu til að aka nánast hljóðlaust án nokkurrar bensínnotkunar og án þess að losa koltvísýring eða köfnunarefnisoxíð. Aldrei þarf að hlaða hybrid-rafhlöðuna í RX 450h sérstaklega og hún tekur mjög lítið pláss, sem aftur býður upp á mikið farangursrými.

* Miðað við Eco-útfærslu með 18” álfelgum.

Inni í RX 450h -Hápunktarnir

HÁPUNKTARNIR

Að eiga nýja RX-bílinn er mjög sérstök upplifun. Til dæmis lýsast hurðarhúnarnir upp á öllum fjórum bílhurðunum þegar þú nálgast og stafa mildum bjarma sem býður eigandann velkominn að japönskum „Omotenashi“-hætti. Þegar þú sest finnurðu hvernig flæðandi línur farþegarýmisins umvefja þig með fullkomlega staðsettum stjórntækjunum.

Miðstokkurinn dregur að sér athyglina með leysiristri viðarklæðningu sem skorin er af sömu nákvæmni og Yamaha-píanóin. Leysiristutæknin skapar heillandi línur áður en klæðningin er handslípuð til að framkalla glæsilegan gljáa. Farþegar í aftursæti hafa nægt fótarými í lungamjúkum leðursætunum (sem hægt er að fella saman og halla með rafstýringu) á meðan þeir geta notið alls þess sem 15 hátalara Mark Levinson® hljómkerfið býður upp á.

Öryggi í RX 450h - Hápunktarnir

HÁPUNKTARNIR

Lexus hefur ávallt beitt sér fyrir þróun öryggistækni og stuðningi við ökumenn og prófar því allar nýjar gerðir í stærsta ökuhermi heims. Með leiðandi rannsóknum á slysavörnum getum við nú boðið nýja RX-bílinn með byltingarkennda Lexus Safety System + öryggiskerfinu sem staðalbúnaði.

Í kerfinu eru m.a. árekstraröryggiskerfi sem greinir gangandi vegfarendur, akreinaskynjarar sem aðstoða ökumann við að halda sér á réttri akrein, sjálfvirkt háljósakerfi sem eykur sjónsviðið að næturlagi og sjálfvirkur hraðastillir sem stjórnar hraðanum til samræmis við hraða ökutækisins fyrir framan.

Þreföld LED aðalljós

ÞREFÖLD LED AÐALLJÓS

Fáguð L-laga aðalljósin nota sama LED-ljósgjafa fyrir bæði háu og lágu ljósin. Þau eru undirstrikuð með dagljósum með innbyggðum raðskiptum stefnuljósum sem ljá bílnum sitt sérstæða yfirbragð.

Leður / viðar hönnun

LEÐUR/VIÐAR HÖNNUN

Fallega saumuð þriggja arma leðurklæðning á stýrinu er með fingrastuðningi og þversniði sem er sérhannað til að sem þægilegast sé að grípa um það. Klæðningin er undir áhrifum frá LFA-ofurbílnum okkar. Innfelldir rofar – í þeim útfærslum sem þeir fylgja – stjórna hljómtækjum, síma, upplýsingaskjá, sjálfvirkum hraðastilli og akreinaskynjurum.

Sjálfvirkur Hraðastillir

SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR

Til að tryggja þægilegan akstur heldur sjálfvirki hraðastillirinn ákveðinni fjarlægð RX 400h-bílsins frá bílnum fyrir framan, jafnvel þótt hraði hans sé ekki stöðugur.

LED Rear Lights

LED REAR LIGHTS

Öflugu L-laga LED-ljósin stafa línulegri lýsingu sem líkist kristalslýsingu og varpar ljósi frá afturhornum bílsins að miðju afturhlerans. Þessi sérstaklega breiðu afturljós gera bílinn mjög sýnilegan og raðskiptu LED-stefnuljósin vekja óneitanlega eftirtekt.

Laserskorinn dökkur viður frá Yamaha

LASERSKORINN DÖKKUR VIÐUR FRÁ YAMAHA

Notast er við framsækna leysitækni til að grafa í viðinn á miðstokknum og hurðarklæðningunni, þar sem undir sést í lag úr áli og heildarhughrifin eru fallega þrívíð. Innfellingarnar eru sérstaklega unnar af handverksmönnum úr píanódeild Yamaha.

Sjálfvirkt Háljósakerfi

SJÁLFVIRKT HÁLJÓSAKERFI

Um nætur notast sjálfvirkt háljósakerfi við sömu myndavél og háþróuðu akreinaskynjararnir, til að greina ökutæki sem koma úr gagnstæðri átt og taka háljósin af sjálfkrafa. Þetta minnkar líkurnar á því að aðrir ökumenn fái ofbirtu í augun og veitir þér næði til að einbeita þér að veginum fram undan.

20” felgur

20" FELGUR

Settu þinn persónulega stíl á RX með þessum nýhönnuðu 5 arma felgum, en þær má sérsníða með ólíkum litainnfellingum eftir því hvaða lakk er valið.

Sóllúgan

SÓLLÚGAN

Stór foruppsett sóllúgan hleypir birtu inn og gefur tilfinningu fyrir auknu höfuðrými í farþegarými RX. Á henni er einnig færanlegur glerhluti að framan sem gefur alvöru tilfinningu um að maður sé úti undir beru lofti og rafknúin rennihlíf sem veitir skugga ef sólin verður of sterk.

Fjarlægðarskynjarar

FJARLÆGÐARSKYNJARAR

RX fjarlægðarskynjararnir láta þig vita ef það er hlutur í vegi fyrir bílnum og hægja sjálfkrafa á bílnum og vara þig við og ef hægt er að komast hjá árekstri þá sjá fjarlægðarskynjararnir um að stöðva bílinn.

Háþróaðir Akreinaskynjarar

HÁÞRÓAÐIR AKREINASKYNJARAR

Háþróaðir LKA-akreinaskynjarar (A-LKA) notast við myndavél sem er framan á framrúðunni til að fylgjast með legu bílsins á akreininni. Ef bíllinn tekur að reika út af akreininni lætur kerfið þig vita með viðvörunarhljóðmerki og grípur inn í stýringuna í stutta stund til að leiðrétta stöðuna.

Framúrskarandi Straumlínulögun

FRAMÚRSKARANDI STRAUMLÍNULÖGUN

Straumlínulögun RX 450h er frábær vegna þess að undirvagninn er nánast flatur og bíllinn er búinn vindskeið að aftan. Til að draga úr heildarloftviðnámsstuðlinum endurhönnuðu verkfræðingar Lexus einnig hliðarspeglana og bættu uggum við á vissum stöðum með tilliti til straumlínulögunar. Þessar ráðstafanir auka stöðugleika og bæta aksturseiginleika en að sama skapi stuðla þær að sparneytni og draga úr vindgnauði.

Fimm stjörnu öryggiseinkunn

FIMM STJÖRNU ÖRYGGISEINKUNN

Nýji RX bílinn er einn öruggasti bílinn í sínum flokki og hefur hlotið hin virtu 2015 Euro NCAP fimm stjörnu einkunn. Bíllinn hefur einnig fengið hæstu einkunn fyrir öryggi gangandi vegfarenda í sínum flokki.

Yfirlitsmynd Af Umhverfi Bílsins Á Skjánum

YFIRLITSMYND AF UMHVERFI BÍLSINS Á SKJÁNUM

Til að auðvelda akstur við lítið svigrúm veita fjórar myndavélar nær 360° yfirsýn umhverfis allan bílinn. Yfirlitsskjárinn býr einnig til þrívíddarmynd af RX-bílnum þínum og birtir leiðbeiningar á skjánum til að aðstoða við stýringu í þröngum borgargötum.

Blindsvæðisskynjari

BLINDSVÆÐISSKYNJARI

Ratsjártæki sem komið er fyrir á afturstuðaranum greina bíla á aðliggjandi akreinum sem ekki sjást í hliðarspeglunum. Ef ökumaður gefur merki um að hann ætli að skipta um akrein og bíll fer inn á blindsvæðið birtist viðvörunarmerki í öðrum eða báðum hliðarspeglum.

LED-lýsing Í Innanrými

LED-LÝSING Í INNANRÝMI

Til að ýta undir róandi stemningu og fágun þegar ekið er að nóttu til hefur LED-innilýsingu verið komið fyrir í hurðum, mælaborði, fótarými og víðar í farþegarýminu. Ljósstyrkur þessarar lýsingar er fínstilltur þannig að hurðarhúnar að innanverðu sjáist vel í myrkri og með hliðsjón af speglun í akstri.

Avs-fjöðrun

AVS-FJÖÐRUN

Til að gera aksturinn kraftmeiri stjórnar AVS-fjöðrun dempunarkrafti á öllum fjórum hjólum. Þetta eykur ekki aðeins þægindi í akstri heldur bætir líka stöðugleikann.

Leðurklætt Stýri

LEÐURKLÆTT STÝRI

Þriggja arma leðurklætt stýrið er með fingrastuðningi og þversniði sem er sérsniðið til að sem þægilegast sé að grípa um það. Innfelldir rofar – ef þeir eru innifaldir – stjórna hljómtækjum, síma, fjölnota upplýsingaskjá, sjálfvirkum hraðastilli og LKA-akreinaskynjurum, auk þess sem hægt er að hita stýrið á köldum morgnum.

Árekstraröryggiskerfi

ÁREKSTRARÖRYGGISKERFI

Notast er við radarmæli og aksturstölvu ökutækisins til að reikna út hættu á árekstri. Ef hættan er mikil er ökumaður látinn vita með viðvörunarmerkjum og -hljóðum og hemlunarþrýstingur eykst. Þegar árekstur er talinn óumflýjanlegur verða hemlarnir virkjaðir sjálfkrafa eins og þörf er á og öryggisbelti í framsæti herðast.

Aldrif/E-four

ALDRIF/E-FOUR

Í RX 450h-gerðinni með aldrifi er að finna E-FOUR sem skilar hnökralausum akstri og góðri spyrnu í torfærum. Framsækin E-FOUR-aflrásin er sömuleiðis búin 50 kW rafmótor á aftari öxli sem skilar samstundis togi eftir þörfum.

Rafknúin Aftursæti

RAFKNÚIN AFTURSÆTI

Hægt er að uppfæra í rafknúna niðurfellingu sæta sem stýrt er með haganlega staðsettum stjórntækjum. Farþegar í aftursætum geta einnig hallað sætum sínum aftur að hluta en armpúðinn í miðjunni helst alveg kyrr á sínum stað.

Tíu Loftpúðar

TÍU LOFTPÚÐAR

Í öllum gerðum RX 450h eru tíu loftpúðar og forstrekkjarar í sætisbeltum. Ef til áreksturs kemur nema skynjarar afl höggsins og virkja tveggja þrepa loftpúða að framan og í hliðum í samræmi við það. Hnéloftpúðar eru fyrir farþega í framsæti og loftpúðatjöld liggja eftir hliðargluggunum endilöngum.

Mjög Breiður Sjónlínuskjár

MJÖG BREIÐUR SJÓNLÍNUSKJÁR

Akstursupplýsingar birtast í lit beint á framrúðunni. Þetta er stærsti sjónlínuskjár sem boðið hefur verið upp á í Lexus-bíl (240 mm x 90 mm) og hann birtir upplýsingar á borð við skipanir fyrir leiðsögubúnaðinn og stillingar fyrir hljómtækin án þess að taka þurfi augun af veginum.

Val Á Akstursstillingu

VAL Á AKSTURSSTILLINGU

Á miðstokknum er hægt að velja akstursstillingu og stendur valið á milli ECO-stillingar, venjulegrar stillingar, sportstillingar S og sportstillingar S+, allt eftir því hvort áherslan er á skilvirkni bílsins, hreyfanleika hans eða fágun. Nú geta ökumenn RX 450h í fyrsta sinn einnig notað sérsniðna stillingu („CUSTOMIZE“) til að stilla aðgerðir vélar, hybrid-kerfisins, undirvagns og loftkælingar.

Varar við umferð frá hlið að aftan og hemlar

ÖRUGGARA AÐ LEGGJA

RX fjarlægðarskynjarinn auðveldar þér að bakka úr bílastæði með því að skynja fjarlægð annarra ökutækja fyrir aftan bílinn. Ef líkur eru á árekstri virkjar farlægðarskynjarinn bremsuvörn í bílnum til að koma í veg fyrir eða minnka tjón á bílnum.

Loftstýring/nanoe®-tækni

LOFTSTÝRING/NANOE®-TÆKNI

Með því að fylgjast stöðugt með hitastiginu bæði innan og utan RX 450h-bílsins getur byltingarkennd loftstýringin stjórnað hitastiginu í farþegarými, sætum og stýri. Innrauðir skynjarar mæla hitastig farþega í aftursætum og út frá því stillir kerfið loftkælinguna og hita/kulda í sætum. Í ofanálag sér verðlaunuð nanoe®-tækni um að losa örsmáar og neikvætt hlaðnar agnir út í farþegarýmið til að hreinsa loftið og eyða ólykt úr sætunum. Þær hafa einnig jákvæð og þægileg áhrif á húðina og hárið.

RX 450h

RX 450h

Lexus Hybrid Drive er búið 3,5 lítra V6-bensínvél með Atkinson-hringrás auk tveggja afkastamikilla rafmótora svo aksturinn verður sérlega ánægjulegur og mengun er haldið í lágmarki – koltvísýringslosun í blönduðum akstri er einungis 120 g/km* og eldsneytisnotkun frá 5,2 l/100 km*. Við hemlun og þegar dregið er úr hraða fanga rafmótorarnir tveir hreyfiorkuna sem verður til og umbreyta henni í raforku. Hún er síðan geymd í nettri hybrid-rafhlöðunni (undir aftursætinu) til síðari nota þegar ekið er í EV-rafstillingu eða þegar hraði er aukinn snögglega. Rafhlaðan krefst aldrei utanaðkomandi hleðslu og er endurhlaðin við venjulegan akstur.

* Miðað við Eco-útfærslu með 18" álfelgum.

Mark Levinson®

MARK LEVINSON®

15 hátalara Mark Levinson® Premium Surround hljómkerfi með GreenEdge™ tækni hefur verið sniðið að hljómburði innanrýmis RX 450h-bílsins. Það er með 7,1 rásar stafrænum heimabíóhljómi sem er engu líkur, auk Clari-Fi™ sem endurskapar hljóð sem tapast við stafræna MP3-samþjöppun.

Sterkari Undirvagn, Betri Stjórn

STERKARI UNDIRVAGN, BETRI STJÓRN

Nýi RX 450h-bíllinn er ótrúlega nákvæmur og viðbragðsfljótur í akstri vegna þess að undirvagn hans hefur verið styrktur, fjöðrun að framan endurbætt og notast er við nýja stýrisbúnaðartækni. Notuð var framúrskarandi leysigeislatækni til að sjóða skrúfur og límingartækni við smíði þessa sérlega sterka jeppa sem gefur ökumanninum færi á hröðum og fáguðum akstri.

Þráðlaust Hleðslutæki

ÞRÁÐLAUST HLEÐSLUTÆKI

Hladdu samhæfa snjallsíma (s.s. iPhone 6) eða annan rafeindabúnað með þráðlausa hleðslutækinu sem er haganlega staðsett fremst í miðstokki RX 450h.

EKKERT FANNST

Engir ökutækjaeiginleikar komu upp við leitina. Gerðu leitina víðtækari og reyndu aftur.

rx quote 200x200 white

„ÁBERANDI OG TÁKNRÆN HÖNNUN ER NÝTT TIL HINS ÝTRASTA Í NÝJA LEXUS RX-BÍLNUM, UM LEIÐ OG BYGGT ER Á FRUMKVÖÐLAEIGINLEIKUM FYRRI RX-KYNSLÓÐA.“

Takayuki Katsuda, yfirverkfræðingur RX

RX 450h F SPORT

rx fsport 450h

HRÍFANDI HÖNNUN

RX 450h F SPORT sameinar djarflega hönnun og einstaklega nákvæma stýringu, þróaða af teyminu sem hannaði hinn fræga LFA-ofurbíl og F Performance-gerðirnar, RC F og GS F. Afraksturinn er hönnun sem kemur þér í keppnisgírinn. Meðal ytri útlitseinkenna má nefna snældulaga grillið sem Lexus er þekkt fyrir, sem nú er orðið stærra og með innfelldu L-netmynstri, kælirásir á bremsum og ugga sem draga úr loftmótstöðu og auka niðurþrýsting.

Inni í stjórnrýminu er yfirbragðið sérlega sportlegt og ökumaðurinn í beinum tengslum við F SPORT-aksturinn. Handsaumuð sportsæti umlykja þig frá mjöðmum upp að herðum. Sportstýrið og vélunnu álfótstigin eru einstaklega þægileg í notkun og færa þér óviðjafnanlega aksturstilfinningu þar sem þú getur notið bæði umhverfisins og akstursins.

AUKAHLUTIR

FLETTU Í GEGNUM SAFN GAGNLEGRA AUKAHLUTA SEM ÞÚ GETUR BÆTT VIÐ LEXUSINN ÞINN

AUKAHLUTIR
Allt

EKKERT FANNST

There are no available accessories for this filter. Please select another filter.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA