RX LÍFIÐ MEÐ RX

KYNNSTU HINUM NÝJA, HÁRBEITTA OG HÁÞRÓAÐA LEXUS RX BETUR OG FINNDU HIÐ FULLKOMNA JAFNVÆGI Í LÍFSINS LYSTISEMDUM.

SETTU SAMAN ÞÍNA FERÐ

Smelltu og veldu svo þrjá áfangastaði til að skoða. Hvert fer RX með þig?

 • SVEITASETRIÐ

  Fyrstu kynni sem endast lengi

 • SMÁBÁTAHÖFNIN

  Fumlaus stýring

 • FLUGBRAUTIN

  Traustið gagnvart gæðunum

 • KEPPNIN

  Fullkomin hugarró

 • FRUMSÝNINGIN

  Eldklár hugsunarháttur

 • TÓNLEIKARNIR

  Framúrskarandi frammistaða

SVEITASETRIÐ

FYRSTU KYNNIN GETA
ENST LENGI

Þegar þú ekur áræðnum nýjum RX er gulltryggt að athyglin beinist að þér um leið og þú mætir og alveg þar til þú yfirgefur svæðið.

Fallega mótuð yfirbygging, L-laga LED-ljós, 20 tommu felgur sem hægt er að sérsníða og hvöss en sveigð afturljós henta fullkomlega fyrir þá sem skilja hversu mikilvægt er að heilla aðra.

SMÁBÁTAHÖFNIN

FUMLAUS
STÝRING

Það er góð tilfinning að vera með fullkomna stjórn, hvort sem það er á vatni eða á vegi. Akstursstaðan í nýjum RX ýtir undir sjálfstraust.

Sterkbyggðari undirvagn og virkar jafnvægisstangir gera aksturseiginleikana betri og snerpuna meiri. Með vali á akstursstillingu geturðu lagað RX að þínu skapi hverju sinni og þannig færðu alltaf þá akstursupplifun sem hæfir þér.

FLUGBRAUTIN

TRAUSTIÐ GAGNVART
GÆÐUNUM

Fyrir þá sem skilja að óskert gæði fást aðeins með mikilli nákvæmni í smáatriðunum, efnum úr hæsta gæðaflokki og meðhöndlun færustu handverksmeistara.

Í innanrýminu á nýjum RX eru fáguð frágangsefni úr dökkum viði laserskorin með framsækinni Yamaha-tækni.

Þetta er níu skrefa ferli sem gerir fráganginn með eindæmum vandaðan. Framúrskarandi handverksmeistarar okkar – sem kallast Takumi – ná nýjum hæðum í munaði með því að leita uppi smæstu misfellur og handsauma vönduð áklæðin í innanrýminu.

Þú kemur til með að njóta nýja RX ef þú kannt að meta fagkunnáttu, ástríðu og alvöru handverk.

KEPPNIN

FULLKOMIN
HUGARRÓ

Þú tekur kannski oft áhættu í daglegu lífi, en hvenær sem þú stígur um borð í nýjan RX geturðu slakað á í þægindunum og í vitneskjunni um að í RX kristallast brautryðjendastarf Lexus hvað varðar öryggi og stuðning við ökumanninn. Nýtt byggingarlag á yfirbyggingunni eykur árekstraröryggið og um leið öðlastu hugarró með því að vita af Lexus Safety Pack sem staðalbúnaði.

FRUMSÝNINGIN

ELDKLÁR HUGSUNARHÁTTUR

Suma hluti ber einfaldlega að viðurkenna. Nýr RX er smekkfullur af eldklárri tækni og hugvitssamlegum lausnum sem ætlað er að gera gæfumuninn í áreitinu og hraðanum í dagsins önn.

Með sjónlínuskjánum geturðu einbeitt þér að veginum fram undan og notað yfirlitsskjámynd af umhverfi bílsins og 12,3 tommu skjá í mælaborðinu til að einfalda bæði aksturinn og að leggja í bílastæði.

Notagildi sem lítið fer fyrir er það sem auðveldar lífið – þú getur meira að segja opnað afturhlerann án snertingar með því að leggja höndina upp að Lexus-merkinu. Framsækin skjátækni og úthugsuð og þægileg hönnun – RX hugsar fyrir þig og þannig getur þú einbeitt þér að því sem skiptir mestu máli.

TÓNLEIKARNIR

FRAMÚRSKARANDI
FRAMMISTAÐA

Hvort sem þú ert á höttunum eftir spennandi skemmtun eða róandi næði nær glæsilegt innanrýmið í RX að vera það umhverfi sem hentar þínum þörfum fullkomlega. Bjóddu öllum þínum farþegum upp á framúrskarandi hljómgæði þegar þú kveikir á sérhönnuðum 15 hátalara Mark Levinson® Premium-hljómtækjunum.

Þótt álag hversdagsins geti verið mikið tryggir verðlaunuð Nanoe®-tæknin ferskleika fyrir bæði bílstjóra og farþega, hefur lyktareyðandi áhrif á loftið í farþegarýminu og rakaáhrif á bæði húð og hár. Þannig geturðu komið fersk(ur) úr ökuferðinni til að mæta hvaða áskorunum sem er.

HANNAÐU
ÞINN EIGIN RX

LÍFIÐ MEÐ RX HEFST HÉR

NÚNA ER KOMIÐ AÐ ÞÉR

Hin fullkomna blanda af munaði og fágun.

Fyrstu kynnin geta enst lengi

 • 20 tommu felgur sem hægt er að sérsníða
 • Sveigð afturljós
 • LED-aðalljós

Fumlaus stýring

 • Endurbættur stöðugleiki undirvagns
 • Virkar jafnvægisstangir
 • Val á akstursstillingu

Traustið gagnvart gæðunum

 • Takumi-handverkssmíði
 • Handsaumuð áklæði
 • Laserskorinn dökkur viður frá Yamaha

Fullkomin hugarró

 • Lexus Safety Pack
 • Sjálfvirkur hraðastillir

Eldklár hugsunarháttur

 • Rafknúinn afturhleri
 • 12,3 tommu skjár
 • Sjónlínuskjár

Framúrskarandi frammistaða

 • Mark Levinson® Premium Audio
 • Nanoe® technology

Flettu til að fá nánari upplýsingar

STÆKKAÐU VAFRAGLUGGANN

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA