AKSTURUPPLIFUN

-
NÝR RC
NÝ TEGUND AF GLÆSILEIKA
Hönnunin á RC er innblásin af flaggskipi Lexus, LC bílnum. Nýtt útlit er á framhlið bílsins, framljósin og snældulagað grillið flæða vel saman og skapa kröftugt útlit. Svört klæðning utan um grill og glugga býðst fyrir F SPORT útfærsluna.
Þrískipt LED lýsing ásamt L - löguðum aðalljósum ýta einnig undir beitt og kraflegt yfirbragð bílsins. Afturljósin eru endurbætt með áberandi L - laga lýsingu sem einkenna sportútfærslur Lexus.
-
MATREIÐSLUMAÐURINN ANDREAS ÚTBJÓ EINSTAKAN RÉTT SEM ENDURSPEGLAR KRÖFTUGT ÚTLIT OG LÚXUS RC BÍLSINS. RÉTTURINN KEMUR Á ÓVART MEÐ SAMSETNINGUM AF ALLSKYNS BRAGÐTEGUNDUM EINS OG LÉTTSÖLTUÐU CANDY FLOSSI MEÐ SÍTRÓNUKEIM.
SKÖRP AKSTURUPPLIFUN


NÝR RC
ENDURBÆTT MÝKT
Í lágri og sportlegri akstursstöðu finnurðu virkilega fyrir yfirborði vegarins og skynjar hvernig bíllinn bregst við minnstu hreyfingum stýrisins.
Smáatriði í hönnun eins og ný lögun á hliðarlistum við glugga og holur afturstuðari gera bílinn stöðugari í akstri og bæta loftaflfræði bílsins sem bætir stöðugleika í akstri í miklum vindi.
ENN BETRI GÆÐI
Innra byrði bílsins er hannað með það í huga að framkalla sem mesta aksturánægju, allt frá gæða efnum í klæðningu og innréttingum til úthugsaðra staðsetninga á stjórntækjum og stýribúnaði

-
Aluminium Naguri klæðningin í RC F SPORT útfærslunni var innblásin af mynstri sem finnst á hefðbundnu japönsku sverði. Í innra byrði bílsins er róandi lýsing sem baðar stjórnklefa bílsins þægilegu ljósi. Lýsing í klæðningu hurðarinnar aðlagast hverju sinni til að henta ökumanni sem best. Ný klukka sem má einnig finna í LC bílnum er staðsett í mælaborði og er einn af þeim eiginleikum sem má finna í sportútfærslum Lexus.
-
BEITTUR EN JAFNFRAMT SILKIMJÚKUR ERU EINKENNISORÐ BÍLSINS OG ÞAU LÝSA MEÐAL ANNARS MISMUNANDI AKSTURSEIGINLEIKUM BÍLSINS, ALLT FRÁ SPORTLEGRI AKSTURSUPPLIFUN YFIR Í ÞÆGILEGA RÓLEGRI UPPLIFUN.
Andreas Møller, matreiðslumeistari
RC REYNSLUAKSTUR Í PARÍS
Þessi viðburður fór fram mánuði fyrir heimsfrumsýningu á RC sportbílnum sem var á Bílasýningunni í París 2018. Møller var fengin til að útbúa rétt sem fangar eiginleika endurbætta RC bílsins. Møller er matreiðslumaður á veitingastaðnum Copenhague sem er staddur á Champs-Elysées í París og hlaut Michelin stjörnu fyrr á árinu.