concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

NÝR
RC 300h

AKTU FYRSTA LÚXUSSPORTBÍLNUM SEM ER KNÚINN HYBRID-AFLRÁS


Hámarks afköst (DIN hö@s/mín) 223
CO2 blandaður akstur (g/km) 116
Blandaður akstur (l/100km) 5,0
Hröðun 0-100 km/klst. 8,6
Hámarkshraði (km/klst) 190

FRÁ 8.730.000 kr.

NÝR RC 300h

AKTU FYRSTA LÚXUSSPORTBÍLNUM SEM ER KNÚINN HYBRID-AFLRÁS.

Nýi RC-bíllinn er einn fallegasti sportbíllinn sem hannaður hefur verið, enda er hönnun hans ætlað að höfða til innstu tilfinninga okkar. Þar mætast háþróuð hönnunartækni, handverk á heimsmælikvarða og hátækni, auk þess sem bíllinn er sérlega skemmtilegur í akstri. RC-bíllinn er ýmist með hybrid-kerfi eða bensínvél með forþjöppu og skilar einstaklega góðu viðbragði, en er einnig ótrúlega lipur í akstri. Hann er búinn einstaklega þægilegum Lexus-búnaði á borð við snertiborð og árekstraröryggiskerfi. Til að gera akstursupplifunina enn kraftmeiri eru nýju RC F SPORT-gerðirnar með AVS-fjöðrun, 19 tommu álfelgum og F SPORT-stýri.

Í nýja RC-bílnum lykjast fingurnir um sportstýri með gullfallegum saumi og þú upplifir líflega hröðun og hárnákvæma stýringu. Þessi byltingarkenndi sportbíll var þróaður á kappakstursbrautinni Nürburgring, sem er erfiðasta kappakstursbraut veraldar, og er með óvenju stífri grind. Það, auk kappakstursstilltrar fjöðrunar og hugvitssamlegra aflrása, setur glæný viðmið um fágun í akstri og býður þér til ógleymanlegrar akstursveislu.

EIGINLEIKAR ÖKUTÆKIS

KYNNSTU RC 300h BETUR

Að aka RC 300h – hápunktarnir

AKSTUR RC 300h – HÁPUNKTARNIR

Nýi RC-bíllinn var þróaður á hinni gríðarlega erfiðu Nürburgring-kappakstursbraut – af „ökumeisturum“ Lexus, þeim sömu og fullkomnuðu LFA-ofurbílinn okkar – og hefur einstaklega fágaða aksturseiginleika. Stutt hjólhaf bílsins og sérlega stíf grindin, sett saman með besta fáanlega límefni og logsuðutækni með leysigeislaskrúfum, tryggja lipurð í beygjum. Fjölliða afturfjöðrun og tveggja spyrnu fjöðrun að framan, ásamt straumlínulögun sem er innblásin af kappakstursbílum, skila akstursupplifun sem á engan sinn líka. Val á akstursstillingu gerir þér kleift að fínstilla RC-bílinn til að hæfa þínum þörfum og geðþótta, en nýjasti Sport VDIM-búnaðurinn okkar tryggir hárnákvæman og öruggan akstur á miklum hraða.

Inni í RC 300h – hápunktarnir

INNANRÝMI RC 300h – HÁPUNKTARNIR

Þegar þú slakar á í sportsætum úr listilega saumuðu leðri upplifirðu einstaka nánd við þennan sérstaka nýja Lexus. RC er smíðaður í margverðlaunaðri Tahara-bílaverksmiðju okkar og ber hefðbundnu japönsku handverki fagurt vitni. Lítum til dæmis á „Shimamoku“-skreytingarnar sem eru listavel gerðar hjá píanódeild Yamaha. Dúnmjúk sætisáklæði, hárnákvæm skífuklukka og LED-umhverfisljós gæða innanrýmið unaðslegu lúxusyfirbragði, en 60:40 skipting á aftursætum eykur einnig notagildi bílsins.

Öryggi í RC 300h – hápunktarnir

ÖRYGGI Í RC 300h – HÁPUNKTARNIR

Nýi RC-bíllinn er hannaður til að hjálpa þér að forðast hættur og í því skyni er hann m.a. búinn háþróuðu kerfi sem kallast VDIM (Vehicle Dynamics Integrated Management) og öflugum, loftkældum diskabremsum. Árekstraröryggiskerfið styður við akstursleikni þína og notar radarmæli til að greina hindranir fram undan – og beitir hemlunum og herðir öryggisbeltin ef þess gerist þörf. Ef árekstur reynist þrátt fyrir allt óhjákvæmilegur njóta ökumaður og farþegar verndar öflugrar öryggisbyggingar og átta loftpúða.

Hybrid-vél

HYBRID-VÉL

Í RC 300h vinna háþróuð 2,5 lítra bensínvél og aflmikill rafmótor saman á hugvitssamlegan hátt. Þessi gríðarlega kraftmikla fjögurra strokka vél með „Atkinson-hringrás“ er búin D-4S beinni innspýtingu og tvöfaldri VVT-i ventlastýringu og notar Start/Stop-tækni ásamt endurvinnslu útblásturshita til að draga enn frekar úr eldsneytisnotkun og útblæstri.

Sportleg akstursstaða

SPORTLEG AKSTURSSTAÐA

Í lægri og sportlegri akstursstöðu finnurðu virkilega fyrir veginum og skynjar hvernig bíllinn bregst við minnstu hreyfingum stýrisins.

Val á akstursstillingu

VAL Á AKSTURSSTILLINGU

Hægt er að fínstilla vinnslu bílsins með því að velja akstursstillingu. ECO-stilling dregur úr útblástursmengun og eldsneytisnotkun og venjuleg stilling (NORMAL) er hugsuð fyrir daglegan akstur þar sem kraftur, sparneytni og þægindi við akstur eru í fyrirrúmi. Til að auka viðbragð aflrásarinnar er einfalt að skipta yfir í SPORT- eða SPORT+-stillingu.

Leðurklætt upphitað stýri

LEÐURKLÆTT UPPHITAÐ STÝRI

Fallega saumað leðurklætt stýrið er með fingrastuðningi og þversniði sem er sérsniðið til að sem þægilegast sé að grípa um það. Innfelldir rofar stjórna hljómtækjum, síma og fjölnota upplýsingaskjá. Að auki er hægt að hita stýrið þegar kalt er í veðri.

Afturfjöðrun

AFTURFJÖÐRUN

Fjölliða afturfjöðrunarkerfi tryggir stöðugleika í bæði beinum akstri og í beygjum, en þetta kerfi var fyrst notað í hinum margrómaða og afkastamikla GS-fólksbíl. Íhlutir eru ýmist smíðaðir úr álagsþolnu stáli eða heilsteyptu/þrykktu áli og þannig fæst lágmarksþyngd með titringslausri nákvæmni.

Framúrskarandi straumlínulögun

FRAMÚRSKARANDI STRAUMLÍNULÖGUN

Straumlínulögun nýja RC-bílsins er framúrskarandi, þökk sé smáatriðum á borð við nánast flatan undirvagn og litla ugga á dyrastöfum að framan. Þessir uggar voru fyrst innleiddir á F1-kappakstursbílum og skapa lofthvirfla sem draga loftstreymið inn á við til að auka hæfni bílsins til að renna í gegnum loftið.

60:40 sveigjanleiki

60:40 SVEIGJANLEIKI

Hagkvæm 60:40 skipting á niðurfellanlegum aftursætum er staðalbúnaður í RC-gerðum. Þegar öll aftursætin eru lögð niður er pláss fyrir fyrirferðarmeiri hluti, sem þýðir að bíllinn býður upp á sömu þægindin og skutbíll en býr þó yfir tign og fágun sportbílsins.

Lexus Premium-leiðsögukerfi

LEXUS PREMIUM-LEIÐSÖGUKERFI

Hægt er að stjórna sjö tommu skjánum með snertiborði eða raddskipunum og hann er búinn þrívíddarmyndefni og fjölmörgum kortavalkostum. Kerfið getur meira að segja búið til QR-kóða fyrir snjallsímann þinn ef þú þarft að ljúka ferðinni fótgangandi.

Mark Levinson® Premium-hljóðkerfi

MARK LEVINSON® PREMIUM-HLJÓÐKERFI

17 hátalara, 835 vatta Mark Levinson® Premium Surround-kerfið er klæðskerasniðið að hljómburði farþegarýmis RC-bílsins. Það er með 7,1 rásar stafrænum heimabíóhljómi sem er engu líkur, auk Clari-Fi™ sem endurskapar hljóð sem tapast við stafræna MP3-samþjöppun.

Takumi-handverkssmíði

TAKUMI-HANDVERKSSMÍÐI

Nýi RC-bíllinn er smíðaður af „Takumi“-handverksmönnum Lexus í margverðlaunaðri verksmiðju okkar í Tahara. Hver þessara listasmiða hefur minnst 25 ára reynslu og getur greint minnstu misfellur á handbragðinu. Sérþekking þeirra og listfengi leynir sér ekki þegar þú snertir vandaða álstjórnrofana fyrir hljómtækin eða fallegan leðursauminn. Gljáandi lakkið er blautpússað í höndunum af ótrúlegri vandvirkni, til að tryggja fullkomna áferð. Fyrir síðasta reynsluakstur þaulkanna „Takumi“-smiðirnir hvern bíl í „hljóðlausu herbergi“ og nota skarpa heyrn sína og mjög næman hljóðnema í farþegarýminu til að kanna hvort vélin gengur rétt.

Sjálfvirkt háljósakerfi

SJÁLFVIRKT HÁLJÓSAKERFI

Í myrkri notar sjálfvirkt háljósakerfi myndavél sem er undir baksýnisspeglinum til að skipta sjálfkrafa yfir í lágljós þegar hún greinir ljós aðvífandi ökutækis eða ökutækis sem ekur á undan. Þetta minnkar líkurnar á að aðrir ökumenn fái ofbirtu í augun ef þú gleymir óvart að taka háljósin af.

Átta loftpúðar

ÁTTA LOFTPÚÐAR

Til viðbótar við sérlega sterka öryggisbyggingu farþegarýmis eru farþegar varðir með átta loftpúðum. Ökumaður og farþegi í framsæti fá jafnframt aukna vörn með tvískiptum höfuðpúðum, sem og hnéloftpúðum og hliðarloftpúðum. Öll öryggisbelti eru einnig búin forstrekkjurum.

Vélarhlíf sem lyftist

VÉLARHLÍF SEM LYFTIST

Nýi RC-bíllinn er búinn afar höggþolinni vélarhlíf sem lyftist. Skynjarar í framstuðaranum virkja kerfið ef þú rekst á gangandi vegfaranda og þá lyftist vélarhlífin aðeins til að skapa aukið pláss á milli hennar og harðra vélarhlutanna undir henni. Þetta dregur úr hættunni á áverkum gangandi vegfarenda.

Lyklalaus opnun

LYKLALAUS OPNUN

Þegar þú nálgast RC-bílinn með lykilinn í vasanum gefa hurðarhúnarnir frá sér milt ljós til að bjóða þér að stíga inn og hurðirnar fara úr lás þegar þær eru snertar. Húnarnir eru fagurlega hannaðir og á þeim er ekkert skráargat, nýjung sem enginn annar bíll með þessa gerð hurðarhúna státar af.

EKKERT FANNST

Engir ökutækjaeiginleikar komu upp við leitina. Gerðu leitina víðtækari og reyndu aftur.

rc300h quote 200x200 white

VIÐ HÖFUM SKAPAÐ SPORTBÍL SEM ER STÓRKOSTLEGUR AÐ UTAN OG BÝÐUR ÞIG VELKOMINN Á JAPANSKA „OMOTENASHI“-VÍSU ÞEGAR INN KEMUR

Junichi Furuyama, yfirverkfræðingur RC

RC 300h F SPORT

rc300h fsport cutout

HRÍFANDI HÖNNUN

RC 300h F SPORT sameinar djarflega hönnun og einstaklega nákvæma stýringu, þróaða af teyminu sem hannaði hinn fræga LFA-ofurbíl og F Performance-gerðirnar, RC F og GS F. Afraksturinn er hönnun sem kemur þér í keppnisgírinn. Meðal ytri útlitseinkenna má nefna snældulaga grillið sem Lexus er þekkt fyrir, sem nú er orðið stærra og með innfelldu L-netmynstri, kælirásir á bremsum og ugga sem draga úr loftmótstöðu og auka niðurþrýsting.

Inni í stjórnrýminu er yfirbragðið sérlega sportlegt og ökumaðurinn í beinum tengslum við F SPORT-aksturinn. Handsaumuð sportsæti umlykja þig frá mjöðmum upp að herðum. Sportstýrið og vélunnu álfótstigin eru einstaklega þægileg í notkun og færa þér óviðjafnanlega aksturstilfinningu þar sem þú getur notið bæði umhverfisins og akstursins.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA