HÉR ER RC F-BÍLLINN

Lág staða og kappakstursútlit RC F vekja athygli hvert sem hann fer. Hvers vegna ættir þú að missa af þessum glæsilega 2+2 sportbíl? RC F-bíllinn er hannaður til að vekja sterk viðbrögð hjá ökumönnum sem vilja óviðjafnanleg afköst og ótakmarkaða fágun.

RC F Key Features
 • Handsmíðaður V8-kraftur

  Þessi ótrúlega 5,0 lítra V8-vél er handsmíðuð og fínstillt af ýtrustu nákvæmni í Tahara-verksmiðjunni okkar, og hún skilar 477 DIN hestöflum og meira en 520 Nm togi. Strokklokið og allir hreyfanlegir íhlutir eru hönnuð til að tryggja hámarksviðbótarafl við meiri snúningshraða vélarinnar.

 • Sport-VDIM

  Sport-VDIM-búnaður (Vehicle Dynamics Integrated Management) tryggir að það er hægt að njóta gríðarlegs afls RC F-bílsins á mjúkan og öruggan hátt, jafnvel þegar beygt er á miklum hraða.

 • Íhlutir úr kolefnistrefjum

  RC F-bíllinn er búinn „kolefnistrefjapakka“ með íhlutum, smíðuðum með mótunartækni sem þróuð var fyrir LFA-ofurbílinn okkar og IS F CCS-R kappakstursbílinn, og íhlutirnir eru því 9,5 kílóum léttari en í venjulegum bílum.

 • Átta þrepa sportsjálfskipting

  V8-vélin skilar aflinu gegnum átta þrepa raðbundna sportsjálfskiptingu (Sport Direct Shift) sem hægt er að hnekkja handvirkt. Aflyfirfærsla gírkassans hefur verið aukin enn meira til að geta brugðist af mikilli nákvæmni við jafnvel minnstu hreyfingu inngjafarfótstigsins.

 • 19" þrykktar álfelgur

  Álfelgurnar á RC F-bílnum, sem fáanlegar eru sem aukahlutur, eru þrykktar (ekki steyptar í mót) í ferli þar sem líkt er eftir höggum frá hamri járnsmiðs til að sameina mikinn styrk, með bættri byggingu málmsins, og léttleika.

 • Leðurklædd sportsæti

  Aftursæti með háu baki eru smíðuð með því að nota frábæra svampsamlögunartækni Lexus, sem gerir sætin einstaklega þægileg með miklum stuðningi. Lögun og þéttleiki sætispúðans miða að því að draga úr þrýstingi á viðkvæmt setbeinssvæðið.

UPPGÖTVAÐU RC F-BÍLINN

Undir kúptri vélarhlífinni situr kraftmesta V8-vél sem við höfum hannað. Eini tilgangur hennar er að skila ótrúlegu afli. Upplifðu ómótstæðilegt og seiðandi hljóðið í inngjöfinni þegar skipt er á milli gíra á meðan mismunadrif með átaksstýringu tryggir þér fulla stjórn á bílnum við mikinn hraða. RC F fangar anda alvöru sportbíls.

UPPGÖTVAÐU RC F-BÍLINN

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.

Next steps

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR