concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

NX 300h

KYNNTU ÞÉR NÝSTÁRLEGA HÖNNUN, NÆSTU KYNSLÓÐ LEXUS HYBRID DRIVE OG KRAFTMIKLA F SPORT ÚTFÆRSLU.


Hámarks afköst (DIN hö@s/mín) 197
CO2 blandaður akstur (g/km) 116
Blandaður akstur (l/100km) 5,0
Hröðun 0-100 km/klst. 9,3
Hámarkshraði (km/klst) 180

FRÁ 6.930.000 kr.

DJARFAR LÍNUR

KYNNTU ÞÉR NÝSTÁRLEGA HÖNNUN, NÆSTU KYNSLÓÐ LEXUS HYBRID DRIVE OG KRAFTMIKLA F SPORT ÚTFÆRSLU.

Glænýi NX 300h lúxussportjeppinn sker sig úr í borgarumferðinni og býður upp á sveigjanlegt rými og einstök þægindi fyrir allt að fimm manns ásamt farangri. Þessi brautryðjandi Lexus-jeppi er búinn nýjustu gerð „Full Hybrid“-drifrásar og er í senn mjúkur og lipur í akstri og einstaklega umhverfisvænn.

Sem dæmi um notendavænan tæknibúnað frá Lexus má nefna snertiborð, yfirlitsmynd af umhverfi bílsins á skjánum og árekstraröryggiskerfi. Upplifðu líflegri akstur í nýjum NX 300h F SPORT með AVS-fjöðrun, 18 tommu álfelgum, F SPORT-stýri og götuðum sportsætum úr leðri.

nx 300h takeaki kato

MARKMIÐIÐ MEÐ NÝJUM NX 300h VAR AÐ BÚA TIL LÚXUSSPORTJEPPA MEÐ SVO HEILLANDI OG EFTIRTEKTARVERT ÚTLIT AÐ HANN KALLAR Á AÐ MAÐUR SETJIST VIÐ STÝRIÐ.

Takeaki Kato , Yfirverkfræðingur NX 300h

EIGINLEIKAR ÖKUTÆKIS

KYNNSTU NX 300h BETUR.

Að aka NX 300h – Hápunktarnir

HELSTU ATRIÐI

NX 300h hefur einkennandi útlit með breiðri stöðu, djörfu Lexus-grilli og fallegum LED-ljósum að framan og aftan. NX 300h er ekki bara bíll heldur listaverk, og hann vekur athygli hvert sem hann fer. Til að skapa skarpar en þó rennilegar línur bílsins sóttu hönnuðir Lexus innblástur í bráðinn málm. Þegar þú nálgast NX heilsar bíllinn þér með ljósum í hurðarhúnum og einkennandi hliðarlínan og lögun sem minnir á blæjubíl fanga athyglina. Á bílnum framanverðum mynda þreföld LED-ljósin og örvaroddlaga dagljósin þann sterka svip sem einkennir Lexus. L-laga LED-ljósin að aftan eru fagurlöguð og draga fram kröftugt yfirbragð lúxussportjeppans.

Endurbættur NX 300h skilar 197 DIN hestöflum af hnökralausu vélarafli. Samanlögð koltvísýringslosun þessa kraftmikla lúxussportjeppa er einungis 116 g/km* og eldsneytisnotkun er aðeins 5,0 l/100 km*.

* Miðað við NX 300h Eco-útfærslu.

Inni í NX 300h – Hápunktarnir

HELSTU ATRIÐI

Sætin í NX 300h liggja hærra en í flestum öðrum bílum svo þú hefur góða yfirsýn yfir umferðina og getur slakað á í fallegum leðursætum bílsins. S-Flow loftræstingin heldur loftinu frísku í öllum veðrum og breytir aðeins hita þeirra sæta sem eru í notkun, og í ECO-stillingu verma rafknúnu sætishitararnir sætin betur á köldum morgnum. Til að auðvelda stýringu birtist yfirlitsmynd af umhverfi bílsins á skjánum úr fjórum myndavélum. Þeim er haganlega fyrirkomið á framgrilli, hliðarspeglum (myndavélarnar virka líka þegar speglarnir eru lagðir saman) og á afturhleranum – með stafrænum stýringum á skjánum til að auðvelda akstur í þröngum borgargötum.

Þú getur valið um það nýjasta í margmiðunartækni í nýja NX 300h jeppanum. Þar á meðal er Lexus Premium leiðsögutæki og tengd þjónusta Lexus á borð við Google Street View®. Þú getur meira að segja fengið aðstoð við að finna stystu og hagkvæmustu leiðina á áfangastað.

Öryggi í NX 300h – Hápunktarnir

HELSTU ATRIÐI

Nýi NX 300h er hannaður með það fyrir augum að draga úr þreytu ökumanns við stýrið. Víður sjónlínuskjár sem varpað er á framrúðuna auðveldar ökumanni að hafa augun á veginum, akreinaskynjarar hindra að farið sé út af akrein í ógáti og sjálfvirkt háljósakerfi skiptir yfir í lágljós eftir þörfum. Árekstraröryggiskerfið greinir hindranir framundan með ratsjártækni og afstýrir hættu með því að hemla og strekkja á sætisbeltum eftir þörfum. Ef til áreksturs kemur njóta ökumaður og farþegar góðs af sterkbyggðu farþegarýminu og átta loftpúðum.

AKSTURSSTILLING

AKSTURSSTILLING

NX 300h sannar að hann er lúxussportjeppi sem er skemmtilegur og lipur í akstri með því að bjóða upp á úrval akstursstillinga til að velja milli eftir því hvað hæfir akstrinum hverju sinni, allt frá ECO til SPORT S+. Í mikilli umferð geturðu skipt yfir í EV-stillingu (rafbílastillingu) og þá er útblástur bílsins enginn. Sterkbyggður undirvagn og AVS-fjöðrun tryggja mjúka og nákvæma stýringu og E-FOUR aldrifið eykur stöðugleikann í hálku.

Lexus gæðasmíði

LEXUS GÆÐASMÍÐI

Handpússaðar viðarinnfellingar með „shimamoku“-aðferð og fallegur frágangur á leðursaumum í NX 300h setja ný viðmið fyrir lúxussportjeppa af þessari tegund. Jeppinn er framleiddur í verksmiðju okkar í Kyushu við hreinar og ryklausar aðstæður og bílasprautarar okkar þurfa að fara í gegnum tvo lofttæmda klefa til að fjarlægja allar agnir úr hári þeirra og sérhönnuðum búningum. Vatnsveggur, sem gengur undir heitinu Niagara, fækkar rykögnum enn frekar. Skínandi lakkáferðin næst með því að handpússa hvert grunnlag (tímafrekt ferli sem allajafna er einungis notað á sérsmíðaða bíla). Að lokum fer hver einasti NX-lúxussportjeppi í 30 km reynsluakstur áður en hann er sendur úr verksmiðjunni.

EURO NCAP – 5 stars

EURO NCAP 5

Lexus NX 300h hefur fengið 5 stjörnur hjá Euro NCAP. Árangur í öllum prófunum var vel fyrir ofan það sem krafist er til að fá fimm stjörnur og setur hinn nýja Lexus NX 300h í hóp öruggustu bíla í sínum flokki.

Í Euro NCAP eru bílar prófaðir á fjórum sviðum: Öryggi fullorðins farþega, öryggi farþegi á barnsaldri, öryggi gangandi vegfarenda og öryggisbúnaður. Prófanir á öryggisbúnaði ná m.a. til sjálfvirks bremsubúnaðar, stöðuleikastýringar og sjálfvirkra hraðatakmarkana.

Lexus NX 300h náði 82% árangri í öryggi fullorðinna farþega og farþega á barnsaldri, 69% í öryggi gangandi vegfarenda og 71% fyrir öryggisbúnað.

Sjónlínuskjár í lit

SJÓNLÍNUSKJÁR Í LIT

Akstursupplýsingar birtast í lit beint á framrúðunni. Á 6,2 tommu sjónlínuskjánum færðu upplýsingar á borð við skipanir fyrir leiðsögubúnaðinn og stillingar fyrir hljómtækin án þess að þú þurfir að hafa augun af veginum.

Öryggisbygging farþegarýmis / 8 loftpúðar

ÖRYGGISBYGGING FARÞEGARÝMIS / 8 LOFTPÚÐAR

Til viðbótar við sérlega sterka öryggisbyggingu farþegarýmis eru farþegar varðir með átta loftpúðum. Ökumaður og farþegi í framsæti fá jafnframt aukna vörn með tvískiptum höfuðpúðum, sem og hnéloftpúðum og hliðarloftpúðum. Loftpúðatjöld eru meðfram báðum hliðum farþegarýmisins. Öll öryggisbelti, nema beltið í miðjusæti að aftan, eru einnig búin forstrekkjurum. Þessar einstöku öryggisráðstafanir eru staðalbúnaður í nýjum NX 300h.

Hönnun á framsætum dregur úr hættu á sveifluáverkum á háls við aftanákeyrslu. Líkaminn fellur vel að sérstyrktu sætinu og höfuðpúðinn er staðsettur þannig að hann styður vel við höfuðið.

Aksturseiginleikar

AKSTURSEIGINLEIKAR

Til að tryggja nákvæman og ánægjulegan akstur á öllum gerðum vega var NX 300h fyrst prófaður og fínstilltur í háþróaðasta ökuhermi heims og síðan ekið hundruð þúsund kílómetra við óblíðar eyðimerkuraðstæður og í norðurheimskautsloftslagi.

Glænýr undirvagn, fjöðrunarkerfi og stýrisbúnaður stuðla að því að NX 300h er ótrúlega mjúkur og fágaður í akstri. Háþróuð leysigeislatækni til að sjóða skrúfur og límingartækni hafa aukið stífni nýja NX 300h-bílsins til muna. Á þennan hátt hefur tekist að framleiða afar sterkbyggðan lúxussportjeppa sem veitir ökumanni mikla akstursánægju með fáguðum stjórnunareiginleikum. NX-bíllinn er búinn fyrirferðarlítilli MacPherson-gormafjöðrun að framan og fágaðri tvíarma gaffalfjöðrun að aftan, sem gefur einstakt veggrip, beygjuhæfni á við mun minni bíl og framúrskarandi stöðugleika í beinum akstri. Til að gera aksturinn kraftmeiri stjórnar AVS-fjöðrun dempunarkrafti á öllum fjórum hjólum. Ekki aðeins eykur það þægindi við akstur heldur bætir stöðugleikann.

Árekstraröryggiskerfi / sjálfvirkur hraðastillir

ÁREKSTRARÖRYGGISKERFI / SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR

Árekstraröryggiskerfi: Notast við millimetrabylgju-ratsjárskynjara og aksturstölvu ökutækisins til að reikna út hættu á árekstri. Ef hættan er mikil er ökumaður látinn vita með viðvörunarmerkjum og -hljóðum, og hemlunarþrýstingur eykst. Þegar árekstur er talinn óumflýjanlegur verða hemlarnir virkjaðir sjálfvirkt eins og þörf er á og öryggisbelti í framsæti herðast.

Til að draga úr þreytu ökumanns notar sjálfvirkur hraðastillir (ACC) PCS-radarinn til að halda bílnum í ákveðinni fjarlægð frá næsta farartæki fyrir framan, jafnvel þótt það haldi ekki stöðugum hraða eða nemi staðar. Þegar leiðin framundan er greið stillir hraðastillirinn sjálfkrafa á þann hámarkshraða sem upphaflega var valinn.

Yfirlitsmynd af umhverfi bílsins á skjánum

YFIRLITSSKJÁR YFIR UMHVERFI BÍLSINS

Til að auðvelda akstur þar sem lítið pláss er veita fjórar myndavélar nær 360° yfirsýn umhverfis allan bílinn. Í fyrsta sinn í Lexus býr yfirlitsskjárinn nú til þrívíddarmynd af NX og birtir leiðbeiningar á skjánum til að aðstoða við stýringu þar sem þröngt er.

S-Flow loftræstikerfi

S-FLOW LOFTRÆSTIKERFI

Öflugt tvegga svæða loftræstikerfið er einnig afar orkunýtið þökk sé S-Flow tækninni sem breytir aðeins hita þeirra sæta sem setið er í.

Auk leðuráklæðis á sætum geta ökumaður og farþegi að framan hitað og loftræst sæti sín. Þetta eykur enn á þægindin og er einkar hentugt þar sem loftslag er sérlega heitt eða kalt.

Að auki er í efri útfærslum einnig hægt að hita stýrið þegar kalt er úti. Kveikt er á stýrishitanum með rofa og slökkt er á honum sjálfkrafa eftir fyrirfram ákveðinn tíma.

Akreinaskynjari / sjálfvirkt háljósakerfi

AKREINASKYNJARI / SJÁLFVIRKT HÁLJÓSAKERFI

Akreinaskynjari: Þessi tækninýjung aðstoðar ökumann við að halda sér innan akreinar með því að vara hann við ef hann rekur af leið og beita svolitlum krafti á stýrið til að beina bílnum rétta leið.

Í myrkri notar sjálfvirkt háljósakerfi myndavél sem er undir baksýnisspeglinum til að skipta sjálfkrafa yfir í lágljós þegar það greinir ljós aðvífandi ökutækis eða ökutækis sem ekur á undan. Þetta minnkar líkurnar á því að aðrir ökumenn fái ofbirtu í augun ef þú gleymir óvart að taka háljósin af.

Lexus Hybrid Drive

LEXUS HYBRID DRIVE

NX 300h er búinn nýjustu útgáfu Lexus Hybrid Drive, sem tvinnar saman 2,5 lítra bensínvél og rafmótora, er mjúkur og hljóðlátur en þó jafneinfaldur í akstri og hefðbundinn lúxusbíll. Hér er boðið upp á mikil afköst með eldsneytisnotkun upp á aðeins 5,0 l/100 km*, sem er ótrúleg tala fyrir lúxussportjeppa af þessari stærðargráðu. Endurnýting hemlunarafls merkir að ekki þarf að hlaða rafhlöðuna og forysta okkar á sviði hybrid-tækni stuðlar að því að rekstrarkostnaður NX 300h er í lágmarki.

* Miðað við NX 300h Eco-útfærslu.

RÆSING OG TEKIÐ AF STAÐ

Þegar NX 300h er gangsettur og ekið af stað geta kraftmiklir rafmótorarnir að framan og aftan knúið bílinn snarlega upp í 65 km/klst. með rafmagni frá rafgeyminum. Bíllinn er þá nánast hljóðlaus, notar ekkert eldsneyti og útblástur er enginn.

VENJULEG AKSTURSSKILYRÐI

Atkinson-bensínvélin grípur mjúklega og nær hljóðlaust inn í þegar hraðinn fer yfir 65 km/klst., en fær samt afl frá rafmótorunum þegar þess er þörf. Nánast fullkomin dreifing aflgjafanna tveggja, bensíns og raforku, gerir NX 300h einstaklega ánægjulegan í akstri, auk þess að halda mengun og eldsneytisnotkun í lágmarki.

HRÖÐUN VIÐ FULLA INNGJÖF

Gefðu vel í og þá bætist sameinað afl rafmótoranna samstundis við 2,5 lítra bensínvélina. Saman gefa aflgjafarnir mikinn togkraft og einstaka stiglausa hröðun einmitt þegar þú þarft á því að halda.

AFHRÖÐUN, STÖÐVUN, HEMLUN

Þegar dregið er úr hraða eða stöðvað drepur bensínvélin á sér og útblástur hættir. Þegar þú hemlar eða tekur fótinn af bensíngjöfinni beislar endurnýtingarhleðsla þá hreyfiorku sem tapast í öðrum bílum. Orkunni er síðan breytt í rafmagn sem geymt er í hybrid-rafhlöðunni. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þú þarft aldrei að hlaða hybrid-bifreið frá Lexus.

Fyrsta flokks Mark Levinson® hljómkerfi

FYRSTA FLOKKS MARK LEVINSON® HLJÓMKERFI

14 hátalara Mark Levinson® Premium Surround hljómkerfi með GreenEdge™ tækni hefur verið sniðið að hljómburði innanrýmis NX 300h. Það er með 7,1 rásar stafrænum heimabíóhljóm sem er engu líkur, auk Clari-Fi™, sem endurskapar hljóð sem tapast við stafræna MP3-samþjöppun.

Framúrskarandi tækni

FRAMÚRSKARANDI TÆKNI

Þegar þú nálgast NX 300h með lykilinn í vasanum lýsa hurðarhúnarnir fjórir til að bjóða þér að stíga inn og dyrnar fara úr lás þegar þær eru snertar. Húnarnir eru fagurlega hannaðir og á þeim er ekkert skráargat, sem er nýjung hjá þessari tegund hurðarhúna.

Í nýja NX 300h jeppanum bíður þín alls kyns framsækin tækni til að einfalda líf þitt: ljós í loftinu sem skynja fingurgóm þinn svo þú þurfir ekki að þreifa fyrir þér í myrkri og afturhleri sem man hversu langt upp þú opnar hann venjulega. Fallegt handverk „Takumi“-meistara setur svip sinn á innanrýmið og miðstokkurinn sækir útlit sitt til snældulaga grillsins en hefðbundin klukka og falleg umhverfislýsing bera vott um fágun. Í leðurframsætunum eru þægindin í fyrirrúmi og þau er hægt að færa rafknúið í átta áttir. Sætin má bæði hita og loftræsta og 60:40 rafræn skipting aftursætanna gefur pláss fyrir skíði eða brimbretti.

E-Four

E-FOUR

Í þeim gerðum NX 300h sem eru með aldrif skilar E-FOUR hnökralausum akstri og góðri spyrnu í torfærum. Framsækin E-FOUR drifrásin er sömuleiðis búin 68 DIN hestafla rafmótor á aftari öxli sem skilar samstundis togi eftir þörfum.

Snertiborð

SNERTIBORÐ / MARGMIÐLUN

Jafnvel þótt þú lifir annasömu lífi geturðu ávallt verið með á nótunum í nýjum NX 300h. Ýmis framsækin tækni er til staðar í jeppanum, svo sem þráðlaust hleðslutæki sem hleður rafhlöðu símans þegar hann er settur í miðstokkinn. Einnig má nefna snertiborðið, sem veitir þægilegan aðgang að Lexus Premium leiðsögutækjunum og tengdri þjónustu Lexus. Tengd þjónusta er meðal annars netleit, Google Street View®, Panoramio® og tenging við umferðarupplýsingar. Svo er alltaf hægt að slaka á og hlusta á uppáhaldstónlistina sína í fyrsta flokks Mark Levinson® Premium Surround hljómkerfinu.

Spólvörn / aukin stöðugleikastýring

SPÓLVÖRN / AUKIN STÖÐUGLEIKASTÝRING

Spólvörn eykur veggrip NX 300h, sérstaklega þegar tekið er af stað eða hraðinn aukinn á ójöfnum eða hálum vegi. Gripið er til viðeigandi ráðstafana um leið og vart verður við spólhættu og þar með er góðu gripi haldið.

Stöðugleikastýring aðstoðar við að halda stjórn á bifreiðinni, sérstaklega í snörpum beygjum og við skrið. Réttum hraða og stöðugleika er komið á með vel útfærðri notkun hemla og hraðalækkunar.

Hverfilforþjappa

HVERFILFORÞJAPPA

Þessi skilvirka nýja tvöfalda hverfilforþjappa er hönnuð til að skila miklu togi á öllu snúningssviðinu. Lögun hverfilblaðanna hefur verið fínstillt og núningur í legubúnaði minnkaður til að skapa netta og orkunýtna hverfilforþjöppu með ótrúlegu viðbragði.

LED-afturljós

LED-AFTURLJÓS

Í afturljósasamstæðunni liggja falleg LED-ljós í L, sem er einkennismerki Lexus, og teygja sig yfir á afturhlerann án sýnilegra skila. Marglaga mótunartækni ljósanna gefur þeim kristalásýnd og glæsilegt yfirbragð þegar slökkt er á þeim.

18" álfelgur

18" ÁLFELGUR

Þessar fallegu, U-laga felgur með teinum eru staðalbúnaður í Comfort-, Business- og Executive-útfærslum og ljá bílnum skarpleitt og afgerandi yfirbragð, en 225/60 R18 hjólbarðar fullkomna djarflegt sportútlitið.

Lýsing sem tekur á móti þér

LÝSING SEM TEKUR Á MÓTI ÞÉR

Þegar þú nálgast NX-bílinn með lykilinn í vasanum eða töskunni kvikna dauf ljós og leiðarljós til að taka á móti þér og hjálpa þér að forðast hindranir á jörðinni í rökkrinu.

Umferðarskynjari að aftan

UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN

Þegar bakkað er, t.d. á bílastæði þar sem umferð er mikil, notar umferðarskynjarinn að aftan ratsjá blindsvæðisskynjara til að greina ökutæki sem nálgast svæðið aftan við bílinn þar sem útsýni er takmarkað. Þegar ökutæki greinist færðu sjónræna viðvörun í hliðarspeglunum og hljóðmerki frá umferðarskynjaranum að aftan.

EKKERT FANNST

Engir ökutækjaeiginleikar komu upp við leitina. Gerðu leitina víðtækari og reyndu aftur.

NX 300h F SPORT

nx 300h fsport

HRÍFANDI HÖNNUN

NX 300h F SPORT sameinar djarflega hönnun og einstaklega nákvæma stýringu, þróaða af teyminu sem hannaði hinn fræga LFA-ofurbíl og F Performance-gerðirnar. Afraksturinn er hönnun sem kemur þér í keppnisgírinn. Meðal ytri útlitseinkenna má nefna snældulaga grillið sem Lexus er þekkt fyrir, sem nú er orðið stærra og með innfelldu L-netmynstri, kælirásir á bremsum og ugga sem draga úr loftmótstöðu og auka niðurþrýsting.

Inni í stjórnrýminu er yfirbragðið sérlega sportlegt og ökumaðurinn í beinum tengslum við F SPORT-aksturinn. Handsaumuð sportsæti umlykja þig frá mjöðmum upp að herðum. Sportstýrið og vélunnu álfótstigin eru einstaklega þægileg í notkun og færa þér óviðjafnanlega aksturstilfinningu þar sem þú getur notið bæði umhverfisins og akstursins.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA