concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

LS 460

ÓTRÚLEGA ÞÆGILEG OG ÁNÆGJULEG Í AKSTRI, NÝI LS 460 ER FÁGAÐASTA LEXUS FÓLKSBIFREIÐ SEM SMÍÐUÐ HEFUR VERIÐ.


CO2 blandaður akstur (g/km) 249
Blandaður akstur (l/100km) 10,7
Hröðun 0-100 km/klst. 5,7
Hámarkshraði (km/klst) 250

FRÁ 18.400.000 kr.

LEIÐANDI ÍBURÐUR

ÓTRÚLEGA ÞÆGILEG OG ÁNÆGJULEG Í AKSTRI, NÝI LS 460 ER FÁGAÐASTA LEXUS FÓLKSBIFREIÐ SEM SMÍÐUÐ HEFUR VERIÐ.

Til að skapa eitthvað undravert verður þú að fara erfiðu leiðina. Þess vegna – þegar við þróuðum okkar fyrsta bíl, LS 400 – settum við 60 hönnuðum og 1.400 verkfræðingum þar verkefni að skapa ótrúlega fágaða fólksbifreið sem myndi gjörbylta markaði lúxusbifreiða þegar hún yrði sett á markaðinn árið 1989. Nýi LS er ekki síður eftirtektarverður. Smíðaður í mest verðlaunuðustu verksmiðju jarðar og í heildina hafa 3.000 endurbætur verið gerðar. Inni er hann með heimsins breiðasta margmiðlunarskjá, brauðryðjandaloftkælingu og Árekstrarforvarnarkerfi. Ótrúlega þægileg og ánægjuleg í akstri og núna fáanleg sem F SPORT gerð, þetta er – einfaldlega – fágaðasta Lexus fólksbifreið sem smíðuð hefur verið. Akstur í LS gefur mjög sérstaka tilfinningu. Endurteknar augnagotur koma til af eftirtektarverðri, djarfri hönnun sem inniheldur táknrænt 'snældugrill' í krómramma að framan. Rennileg, ný dagljós og heimsins minnstu þokuljós sýna fallega birtingu „L“ tákns Lexus:

Þemað birtist einnig í afturljósunum. Séð frá hlið býður langt og straumlínulagað farþegarýmið upp á óviðjafnanlegan íburð fyrir þig og allt að fjóra gesti. Nýi LS er einnig heimsins hljóðlátasta lúxusfólksbifreið, með 'talskiljanleikavísitölu' upp á nánast því 100% á 100 km/klst, sem þýðir að þú getur notið afslappaðra samræðna á meðan þú ferðast. Leit okkar að þögn eirði engu. Með því að fullkomna nýtt leysiskrúfusuðuferli til að gera undirvagninn enn stífari, drógum við markvert úr titringi. Vindhljóð hefur einnig verið minnkað, þökk sé nærri flötum undirvagni og örlitlum uggum sem festir eru á rammalista framhurða og afturljós. Til að lágmarka veghljóð þróuðum við felgur með sérstöku holu hólfi í kantinum til að gleypa dekkjahljóð og hámarka hljóðdempunarefni bílsins. Að lokum, COMFORT-stilling í nýju Akstursvalsstillingunni aðlagar loftfjöðrunina til að fá mýkri og afslappaðri ökuferð.

EIGINLEIKAR ÖKUTÆKIS

KYNNSTU LS 460 BETUR

Að aka LS 460 - Hápunktarnir

HÁPUNKTARNIR

Fyrir ökumann og farþega er nýi LS-bíllinn ótrúlegur bíll til að ferðast, slaka á, eða vinna í. Jafnvel á lengstu ferðalögum. Íburðarmikið leðurklætt ökumannssætið er með 16 rafstillingar (farþegasæti frammi í er með allt að 14) og áklæði sem er nú 15% þykkara. Nýr vinnuvistfræðilegur mjaðmaeiginleiki skilar framúrskarandi þægindum, á meðan valkvæður stuðningur við kálfa er nú fáanlegur fyrir farþegasæti frammi í. Yfirumsjón með gæðum hafa 'Takumi' handverksmeistarar í verðlaunaverksmiðju okkar í Tahara: Taktu eftir fallegum smáatriðum í saumunum á leðurklæddu mælaborðinu og nákvæmnis-vélunnum álstjórntækjum hljómkerfisins. Til að fá hina endanlegu fágun er hægt að fá skreytingar á stýrishjóli og mælaborði með nýjum 'Shimamoku' spóni (svart/grá rákaður viður) sem felur í sér 67 framleiðsluskref á 38 dögum.

Inni í LS 460 - Hápunktarnir

HÁPUNKTARNIR

Fyrir ökumann og farþega er nýi LS-bíllinn ótrúlegur bíll til að ferðast, slaka á, eða vinna í. Jafnvel á lengstu ferðalögum. Íburðarmikið leðurklætt ökumannssætið er með 16 rafstillingar (farþegasæti frammi í er með allt að 14) og áklæði sem er nú 15% þykkara. Nýr vinnuvistfræðilegur mjaðmaeiginleiki skilar framúrskarandi þægindum, á meðan valkvæður stuðningur við kálfa er nú fáanlegur fyrir farþegasæti frammi í. Yfirumsjón með gæðum hafa 'Takumi' handverksmeistarar í verðlaunaverksmiðju okkar í Tahara: Taktu eftir fallegum smáatriðum í saumunum á leðurklæddu mælaborðinu og nákvæmnis-vélunnum álstjórntækjum hljómkerfisins. Til að fá hina endanlegu fágun er hægt að fá skreytingar á stýrishjóli og mælaborði með nýjum 'Shimamoku' spóni (svart/grá rákaður viður) sem felur í sér 67 framleiðsluskref á 38 dögum.

Öryggi í LS 460 - Hápunktarnir

HÁPUNKTARNIR

Nýi LS skilar óviðjafnanlegri öryggisframmistöðu, dag og nótt, þökk sé byltingarkenndri tækni eins og Árekstrarforvarnarkerfi (A-PCS). Okkar nýjasta A-PCS, sem er í fyrsta sinn fáanlegt í Lexus, er háþróaðasta kerfið í greininni í dag og getur jafnvel greint villuráfandi fótgangendur. Vöktun ökumanns er einnig uppsett og varar þig við ef þú ert að verða þreytt/ur, á meðan Aðstoð fyrir akreinastöðu stöðvar þig í því að stefna út út akrein. Vaktari fyrir blindsvæði notar ratsjá til að vara þig við óséðum ökutækjum þegar þú skiptir um akrein og Árekstrarforvörn að aftan virkjar höfuðpúða til að draga úr hálshnykk þegar ekið er aftan á. Fyrir öruggari akstur í myrkri birtir Lexus Nætursýn innrauðar myndir af veginum framundan á 12,3 tommu skjánum. Að lokum virkjar Aðlögunarhæft hágeislakerfi (AHS) – nýjung hjá Lexus – hlera í aðalljósunum til að skýla að hluta til lýsingunni sem gæti blindað ökumenn sem koma á móti.

Átta öryggispúðar (10 öryggispúðar með aftursætisuppfærslupakka) og forstrekkjarar öryggisbelta hjálpa til við að vernda fólkið inni í bílnum og Árekstrarforvarnarkerfið okkar er ekki aðeins til staðar til að vara við hugsanlegum hættum, heldur einnig að hjálpa til við undanfærsluaðgerðir ef þörf krefur.

Aðlögunarhæfur skriðstillir

AÐLÖGUNARHÆFUR SKRIÐSTILLIR

Aðlögunarhæfur skriðstillir er afhentur með Árekstrarforvarnarkerfinu okkar, þar sem hann notar sama millimetrabylgjuratsjárkerfið. Rétt eins og hefðbundið skriðstillikerfi viðheldur það forstilltum hraða fyrir bílinn, en hins vegar, þökk sé ratsjánni, getur það greint ökutæki sem hreyfast hægar fyrir framan. Kerfið dregur þá úr hraða samkvæmt því með því að slaka á inngjöfinni eða beita hemlunum.

Þú getur stillt ákveðna fjarlægð milli þín og bílsins á undan og kerfið heldur henni með því að samsvara hraða ökutækisins fyrir framan. Þegar svo vegurinn er auður aftur snýr Aðlögunarhæfi skriðstillirinn mjúklega til baka í upprunalegan ökuhraða (0-170 km/klst).

Komið í veg fyrir árekstur

KOMIÐ Í VEG FYRIR ÁREKSTUR

Okkar nýjasta Árekstrarforvarnarkerfi (A-PCS), sem er í fyrsta sinn fáanlegt í Lexus, er háþróaðasta kerfið í greininni í dag og getur jafnvel greint villuráfandi fótgangendur. Tölva notar gögn frá millimetrabylgjuratsjá, tvírása myndavél og innrauðum kösturum í aðalljósunum til að reikna stöðugt út hættu á árekstri framundan. Ef hættan er mikið er ökumaðurinn varaður við og hemlaþrýstingur er aukinn. Þar sem árekstur er óumflýjanlegur á hraða allt að 40 km/klst. er hemlunum beitt sjálfvirkt til að stöðva bílinn og öryggisbelti í framsætum herðast.

Lýsing í innanrými

KRAFTMIKIL LED-LÝSING Í INNANRÝMI

Þegar þú nálgast bílinn heilsar hann þér með því að kveikja sjálfkrafa á leiðarljósunum á hliðarspeglunum og ljósinu í klukkunni. Þegar dyrnar eru teknar úr lás kviknar á dagljósunum, rétt eins og LS-bíllinn sé að vakna af værum svefni. Þegar ýtt er á ræsihnappinn birtist fallegt myndskeið á margmiðlunarskjánum og milt ljós streymir yfir mælaborðið.

Skynvædd lýsing

SKYNVÆDD LÝSING

Nýtt Aðlögunarhæft hágeislakerfi notar ljósnæma myndavél til að greina aðalljós ökutækja sem koma á móti og afturljós þeirra sem eru á undan og skyggir sjálfvirkt hluta af ljósgeislanum með hlerum svo hann blindi ekki ökumenn fyrir framan.

Farþegavörn

FARÞEGAVÖRN

Lexus gerir allt sem hægt er til að koma í veg fyrir slys með því að innlima háþróaða tækni sem kemur í veg fyrir árekstur (þrátt fyrir að hún sé aldrei staðgengill gætilegs aksturs). Einnig er unnið að því öllum árum að vernda ökumanninn og hvern farþega frá öllum hliðum, ef það versta skyldi gerast. Reyndar ganga öryggisráðstafanirnar sem byggðar eru inn í LS-bíllinn mun lengra en kröfur um allan heim.

LS-bíllinn er búinn átta öryggispúðum (allt að ellefu þegar búinn slökunarpakkanum). Þar með talinn er tveggja hólfa öryggispúði fyrir farþega í framsæti. Við árekstur myndast dæld í miðjum öryggispúðanum til að grípa viðkvæm svæði svo sem nef og munn.

Til viðbótar draga einstakur hnakkapúði og hönnun sætisbaks úr hálshreyfingu - sem dregur úr hættunni á hálshnykksmeiðslum. Ef um er að ræða yfirvofandi högg (samkvæmt greiningu millimetrabylgjuratsjárinnar sem sett er upp í afturstuðaranum) færast höfuðpúðar í framsætum raunverulega upp og fram til að veita aukastuðning og bólstra höfuðið og þar með draga úr hættunni á meiðslum vegna hálshnykks.

Mark Levinson hljómtæki

MARK LEVINSON HLJÓMTÆKI

Mark Levinson er einn eftirsóttasti framleiðandi hágæðahljómtækja í heiminum. Frá 1972 hefur orðspor þeirra um hreina endursköpun tónlistar verið þjóðsagnakennt og eins er með kynlega getu hljómkerfa þeirra til að endurskapa blæbrigði hljóðs þar sem engu er bætt við og ekkert tekið í burtu frá upprunalega flutningnum. Mark Levinson sjálfur smíðaði hljóðblöndunartækin sem notuð voru á sviðinu á Woodstock árið 1968 og síðan hefur hann verið kallaður stofnandi hágæðahljómtækjaiðnaðarins.

Þrátt fyrir að nokkrir framleiðendur lúxusbifreiða hafi haft samband, erum við þeir einu sem erum með ofurhágæðabúnað Mark Levinson. Þar sem Lexus-bílar eru vísindalega hannaðir til að veita sérlega fágaðan og hljóðlátan akstur, veita þeir hið fullkomna tækifæri til hljómburðarupplifunar sem er eins og 'tónlistarhús í bílnum'. Mark Levinson-kerfið í hverri gerð Lexus er vandvirknislega hámarkað, íhlutir aðlagaðir, hátalarar staðsettir og stillingu beitt til að takast á við þetta einstaka hljómburðarumhverfi.

Óviðjafnanlegt 19-hátalara Mark Levinson® Reference Surround hljómkerfi, sem er meðal þess besta sem gerist í afþreyingarkerfum fyrir bíla, er valkostur fyrir LS 460 gerðirnar. Með því geta farþegarnir notið fullkomins 7,1 rása umhverfishljóms. Tengigeta fyrir Bluetooth® farsíma, tengi fyrir aukahluti, USB-tengi til að nota með iPhones® eða miðlunarspilara eru einnig til staðar. Þegar LS-bíllinn er kyrrstæður er einnig hægt að horfa á DVD-myndir á 12,3 tommu skjá bílsins með lifandi háskerpuhljóði.

Mælaborð og miðstokkur

MÆLABORÐ OG MIÐSTOKKUR

LS-bíllinn er búinn háþróaðasta tæknibúnaði heims og býður ökumanninn velkominn á óviðjafnanlegan „Omotenashi“-hátt (en svo er japönsk gestrisni nefnd). Þegar þú nálgast bílinn með lykilinn í vasanum eða töskunni kvikna ljós á hliðarspeglunum og á LED-lýstri skífuklukku (með GPS-stillingu sem stillir sig eftir tímabeltinu á hverjum stað) til að taka kurteislega á móti þér. Þegar í sætið er komið er ýtt á ræsihnappinn og þá hefst fallegt myndskeið á miðlæga skjánum, en silkihvít ljós flæða mildilega yfir mælaborðið. Þetta er þó bara byrjunin. Þegar inn er komið getur þú slakað á við undirleik 19 hátalara Mark Levinson®-hljóðkerfis eða horft á DVD-disk eða Blu-ray®-disk á 9 tommu myndbandsskjá.

Ökumannssætið í LS-bílnum er sannkallaður töfrastaður. Þú byrjar á að grípa um gullfallegt stýri úr viði með leðurklæðningu og gírstöng með áláferð. Hægt er að stjórna sérlega breiðum 12,3 tommu kortaskjánum í miðjunni með raddskipunum eða fjarstýringu. Auk þess má skipta skjánum í tvennt og nálgast þannig samtímis upplýsingar á borð við skjámynd fyrir nætursýn Lexus / Lexus Premium-leiðsögukerfi. Aðrir frábærir nýir eiginleikar eru öflugt LED-lýsingarkerfið í innanrýminu og skífuklukka með GPS-eiginleika sem stillir sig eftir staðartíma.

Innri þægindi

INNRI ÞÆGINDI

Inni býður nýi LS upp á óviðjafnalega fágun. Svo auðveldara sé að setjast inn rennur ökumannssætið einnig aftur og stýrishjólið dregst inn. Fjölstillanleg aftursæti með lendanuddseiginleika og fiðrildahöfuðpúðar eru staðalbúnaður. Armhvílan í miðjunni að aftan inniheldur LCD-skjá til að stilla hita aftursvæðisins, stjórna hljómtækjunum og beita gluggatjaldinu að aftan.

'Hitarvörðurinn' er enn ein heimsnýjung frá Lexus í nýja LS-bílnum. Þetta samþætta kerfi sem stöðugt vaktar hitastigið inni og úti aðlagar sjálfvirkt hitastig í farþegarými, sætum og stýrishjóli. Verðlaunuð nanoe® tækni Lexus sleppir einnig smásæjum, neikvætt hlöðnum jónum til að fríska upp loftið í farþegarýminu og gefa hári þínu og húð raka.

Sætisáklæði og val um ígreypingu

SÆTISÁKLÆÐI OG VAL UM ÍGREYPINGU

Þú getur sérsniðið fínlega unna innréttinguna í LS-bílnum að þínu eigin vali. Það er hægt að velja um fimm mismunandi leðurklæðningar – svarta, mildhvíta, tópasbrúna, ljósgráa eða fílabeinshvíta. Það er einnig val um auðkennandi ígreypingamynstur: Brúnn askviðarmösur (mött áferð), dökkbrún valhnota, svart/grár viður (Shimamoku), kampavínslitur askviðarmösur og bambus.

Loftaflfræði

LOFTAFLFRÆÐI

Loftaflfræði nýja LS-bílsins er leiðandi í sínum flokki, þökk sé smáatriðum eins og næstum flötum undirvagni og örlitlum uggum á stoð framhurða og afturljósum. Þessir uggar, sem fyrst sáust á F1 kappakstursbílum, mynda hringiður sem hjálpa til við að draga loftflæðið inn á við til að bæta hverning LS-bíllinn smýgur loftið. Þetta eykur ekki aðeins stöðugleika og aksturseiginleika, heldur bætir einnig eldsneytiseyðslu og dregur úr vindhljóði.

Einnig hefur verið unnið að því öllum árum að koma í veg fyrir að vindur komist inn í bílinn. Lagskipt gler með hárri gæðalýsingu, gluggalistar og þröngar þéttingar veita framúrskarandi einangrun. Þetta hefur þann aukna ávinning að draga úr hljóðtruflun þannig að farþegarnir geti notið friðsælla ferðalags. Það er þessi snilldarlega blanda spennandi ytra byrðis og róandi innréttingar sem gerir LS að bíl sem er algjör unaður að aka.

Kraftmikil stjórn

KRAFTMIKIL STJÓRN

Þegar þú ekur nýja LS-bílnum munt þú njóta djúpstæðrar tilfinningar um tengingu við bíl sem er bæði í fallegu jafnvægi og geysilega kraftmikill. Ótrúlega stífur undirvagn (smíðaður með því að nota nýja leysiskrúfusuðu og límtækni sem innblásin er af geimferðum) ásamt loftfjöðrun til að bjóða upp á einstaklega nákvæma meðhöndlun og akstursþægindi. Nýjasta Hreyfistjórnkerfið er sett í sem staðalbúnaður og Breytileg gírhlutfallsstýring aðlagar sig að hraðanum sem þú ekur á. Í neyðartilfelli mun þetta aðlaga sig sjálfvirkt til að hjálpa þér að stýra frá hættu.

Háþróuð sítengda fjórhjóladrifstæknin í þessari gerð bætir heilli vídd við stjórnun og veggrip. Við eðlilegar aðstæður dreifir kerfið drifkraftinum í hlutfallinu 40/60 milli fram- og afturhjólanna. Við meira krefjandi aðstæður endurdreifir það samstundis aflúthlutun til að veita grip þar sem þess er mest þörf.

Fjöðrun

FJÖÐRUN

Ótrúlegt jafnvægi og lipurð LS-bílsins er árangurinn af meistaralegri bifreiðarhönnun. En tilfinningin um tengingu sem ökumaðurinn finnur við þessa áhugahvetjandi fólksbifreið er að hluta til vegna léttrar, fjölliða loftfjöðrunar úr áli – bæði að framan og aftan. Þetta, ásamt afkastamiklum loftfylltum höggdeyfum veitir undraverða stjórnun og akstursþægindi. Aðlögunarhæft breytilegt fjöðrunarkerfi gerir ökumanninum kleift að fínstilla aksturseiginleikana með Akstursvalsstillingunni. Að aka LS-bílnum er að upplifa gallalausan fljótanleika og hafa tilfinningu um að hafa stjórn á öllu.

V8 bensínhreyfill

V8 BENSÍNHREYFILL

Hinn 4,6 lítra V8 bensínhreyfill úr áli er verkfræðilegt meistaraverk. Léttur og handfægður til að ná mýkt og skilar ótrúlegum krafti og spennandi afköstum. Tilkomumikil getan er að miklu leyti að þakka einstæðu Rafbreytilegu skynvæddu ventlatímunarkerfi (VVT-iE) sem veitir víðtækt kraftvægi yfir breitt svið hreyfilhraða. Það, ásamt nýstárlegri D-4S beinni innsprautunartækni tryggir hagstæðustu afköst og skilvirkni. Reyndar er eldsneytiseyðslan frekar íhaldssöm, eða 10,7 l/100 km og losun í blönduðum akstri er aðeins 249 g/km.

Hver einasti þáttur þessa gallalausa og nákvæma hreyfils hefur verið fínstilltur – bókstaflega. 'Takumi' handverksmaður frá Lexus kannar persónulega hvern einasta V8 hreyfil í LS - með hlustunarpípu til að tryggja að aflrásin sé í réttri tónhæð – áður en hann er settur í bílinn.

Afl V8 hreyfilsins sameinast 8-þrepa sjálfskiptingu. Þetta háþróaða kerfi eykur fjölda gíra og getur framkvæmt margfaldar gírskiptingar, leyfir það besta úr báðum heimum – snögga hröðun og framúrskarandi eldsneytisnýtingu.

EKKERT FANNST

Engir ökutækjaeiginleikar komu upp við leitina. Gerðu leitina víðtækari og reyndu aftur.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA