LS

FLAGGSKIP MEÐAL SEDAN-BÍLA

Ekkert kemst í hálfkvisti við LS. Þetta er óviðjafnanleg blanda hönnunar, þæginda og munaðar.

LEXUS LS

Þessi fimmta kynslóð flaggskipsins okkar hjá Lexus er afrakstur fimm ára þróunarferlis sem umbreytir lúxusfólksbílnum í algjörlega nýtt listform. Hönnuðirnir okkar hafa frá upphafi leitast við að hugsa út fyrir viðtekna ramma, en nýjasti LS þenur mörk hefðbundinnar tækni enn meira en áður. Bíllinn hefur verið endurhannaður frá grunni og státar nú af afburðalipurð í stýringu og óviðjafnanlegum afköstum, án þess að gera nokkrar málamiðlanir í þægindum og munaði.

2018 lexus ls key features
 • Móttökur í sönnum Omotenashi anda

  Í anda japanskrar gestrisni tekur nýi LS á móti þér um leið og þú snertir hurðarhúninn með því að hækka sig upp til að auðvelda þér að setjast upp í, en hliðarpúðar í framsætum lækka sjálfkrafa um leið og sest er í sætið.

 • Lexus Safety System+ A

  Það þarf enginn að óttast, því nýi 2018 LS er búinn nýjustu kynslóð Lexus Safety System + öryggiskerfisins. Meðal háþróaðra tæknilausna kerfisins má nú telja, í fyrsta sinn í heiminum, greiningu gangandi vegfarenda með virkri stýrisaðstoð.

 • Sæti með 28 stillingum og Shiatsu nuddi

  Framsætið, sem er með 28 stillingum, sér um að halda ökumanninum sprækum með Shiatsu nuddi, en farþegar í aftursætum njóta lífsins á hallandi legubekk með sjö Shiatsu nuddstillingum og viðbótarhiturum.

 • Mark Levinson® Surround hljóðkerfi

  Hljóðlátt og friðsælt farþegarýmið skapar frábæran hljómgrunn fyrir Mark Levinson® hljóðkerfið, sem er með Quantum Logic Immersion tækni og hátölurum í þakinu til að skapa einstaka, þrívíða hljóðupplifun.

 • Bensínvél eða Hybrid tækni

  Þú velur um annaðhvort Multi Stage Hybrid kerfi eða 3,5 lítra V6 bensínvél með tvöfaldri forþjöppu. Þannig mun LS nú, sem fyrr, setja ný viðmið um öflugan, lipran, hljóðlátan og sparneytinn akstur.

Next steps

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR