2018 lexus ls 500h hero

LS

FLAGGSKIP MEÐAL SEDAN-BÍLA

Ekkert kemst í hálfkvisti við LS-bílinn. Þetta er óviðjafnanleg blanda hönnunar, þæginda og munaðar.

HÉR ER LS-BÍLLINN

Þessi fimmta kynslóð flaggskipsins okkar hjá Lexus er afrakstur fimm ára þróunarferlis sem umbreytir lúxusfólksbílnum í algjörlega nýtt listform. Hönnuðirnir okkar hafa frá upphafi leitast við að hugsa út fyrir viðtekna ramma, en nýjasti LS-bíllinn þenur mörk hefðbundinnar tækni enn meira en áður. Bíllinn hefur verið endurhannaður frá grunni og státar nú af afburðalipurð í stýringu og óviðjafnanlegum afköstum, án þess að gera nokkrar málamiðlanir um þægindi og munað.


 

 
  2018 lexus ls key features
 • Móttökur í sönnum „Omotenashi“-anda

  Í anda japanskrar gestrisni tekur nýi LS-bíllinn á móti þér um leið og þú snertir hurðarhúninn með því að hækka sig upp til að auðvelda þér að setjast upp í, en hliðarpúðar í framsætum lækka sjálfkrafa um leið og sest er í sætið.

 • Sæti með 28 stillingum og Shiatsu-nuddi

  Framsætið, sem er með 28 stillingum, sér um að halda ökumanninum sprækum með Shiatsu-nuddi, en farþegar í aftursætum njóta lífsins á hallandi legubekk með sjö Shiatsu-nuddstillingum og viðbótarhiturum.

 • Mark Levinson® Surround-hljóðkerfi

  Hljóðlátt og friðsælt farþegarýmið skapar frábæran hljómgrunn fyrir Mark Levinson®-hljóðkerfið, sem er með Quantum Logic Immersion-tækni og hátölurum í þakinu til að skapa einstaka, þrívíða hljóðupplifun.

 • Bensínvél eða hybrid-tækni

  Þú velur um annaðhvort Multi Stage Hybrid-kerfi eða 3,5 lítra V6-bensínvél með tvöfaldri forþjöppu. Þannig mun LS-bíllinn nú, sem fyrr, setja ný viðmið um öflugan, lipran, hljóðlátan og sparneytinn akstur.

 • Lexus Safety System+ A

  Lexus leggur mikla áherslu á öryggisbúnað í bílum sínum. Öryggisbúnaðurinn í LS er þar enginn undantekning og eru allar útfærslur LS búnar Lexus Safety System+ A að staðalbúnaði. Meðal eiginleika öryggiskerfisins er árekstarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda, akreinavari með akreinastýringu, sjálfvirkt háljósakerfi, hraðastillir með radar og umferðaskiltaaðstoð. Lexus Safety System A er endurbætt útfærsla af fyrra öryggiskerfi Lexus og er eingöngu í boði fyrir LS. Kerfið er hannað til að bjóða upp á enn betri akstursaðstoð og upplifun. Nýja og endurbætta eiginleika Lexus Safety System A má meðal annars finna í árekstarviðvörunarkerfinu með greiningu gangandi vegfrarenda og virkri akreinastýringu, viðvörunarskynjurum á umferð fyrir framan bílinn og aðstoðarökumannakerfi Lexus sem er búið tveggja þrepa aðlögunarhæfu háljósakerfi.

KYNNTU ÞÉR LS

Eftirtektarvert útlit LS-bílsins er í fullu samræmi við frábæra aksturseiginleika hans, þar sem ökumaðurinn er í aðalhlutverki. Með nýjum og endurbættum innréttingum og eiginleikum býður þessi lúxusbíll upp á framúrskarandi lipurð ásamt miklum þægindum og fágun.

EXPERIENCE THE LS

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.

SKOÐA LITAVAL

Hannaðu þinn LS, kynntu þér litavalið og skoðaðu eiginleika og myndasafn bílsins.

Smelltu á bílinn til að snúa

LS 500h Luxury 4WD / Svartur

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR