
LS
FLAGGSKIP MEÐAL SEDAN-BÍLA
Ekkert kemst í hálfkvisti við LS-bílinn. Þetta er óviðjafnanleg blanda hönnunar, þæginda og munaðar.
LEXUS LS
Þessi fimmta kynslóð flaggskipsins okkar hjá Lexus er afrakstur fimm ára þróunarferlis sem umbreytir lúxusfólksbílnum í algjörlega nýtt listform. Hönnuðirnir okkar hafa frá upphafi leitast við að hugsa út fyrir viðtekna ramma, en nýjasti LS-bíllinn þenur mörk hefðbundinnar tækni enn meira en áður. Bíllinn hefur verið endurhannaður frá grunni og státar nú af afburðalipurð í stýringu og óviðjafnanlegum afköstum, án þess að gera nokkrar málamiðlanir um þægindi og munað.
KYNNTU ÞÉR LS
Eftirtektarvert útlit LS-bílsins er í fullu samræmi við frábæra aksturseiginleika hans, þar sem ökumaðurinn er í aðalhlutverki. Með nýjum og endurbættum innréttingum og eiginleikum býður þessi lúxusbíll upp á framúrskarandi lipurð ásamt miklum þægindum og fágun.
-
EXPERIENCE THE LS