concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

LC 500h

FYRSTA MULTI STAGE HYBRID-AFLRÁSIN Í HEIMINUM SETUR NÝ VIÐMIÐ Í AFKÖSTUM OG SKILVIRKNI.


CO2 blandaður akstur (g/km) 148
Blandaður akstur (l/100km) 6,5
Hröðun 0-100 km/klst. 5
Hámarkshraði (km/klst) 250

FRÁ 19.600.000 kr.

AKSTURSUPPLIFUN SEM Á ENGA SÍNA LÍKA

FYRSTA MULTI STAGE HYBRID-AFLRÁSIN Í HEIMINUM SETUR NÝ VIÐMIÐ Í AFKÖSTUM OG SKILVIRKNI.

LC 500h, sem hannaður var til að fara fram úr öllum væntingum, markar upphafið að nýju tímabili í sögu Lexus. Ekki láta h-ið blekkja þig, LC 500h fer frá 0-100 km/klst. á einungis fimm sekúndum en á sama tíma er hann mjög sparneytinn; 6,4 l/100 km og 145g/km kolefnisútblástur

Kraftmikið tog bílsins gerir það að verkum að þetta er fyrsti hybrid-bíllinn frá Lexus sem getur snúið drifhjólunum. Þrátt fyrir þessi miklu afköst er LC 500h sparneytinn með lítilli mengun í útblæstri, sem búast mætti við af hybrid-bíl frá Lexus.


EIGINLEIKAR BÍLSINS

KYNNSTU LC 500h BETUR

Akstur LC 500h – helstu atriði

AKSTUR LC 500H – HELSTU ATRIÐI

Glænýtt afturhjóladrif LC-bílsins býður upp á akstursupplifun sem er engri lík. Lág þyngdarmiðja bílsins og fullkomin þyngdardreifing breytir öllum þínum fyrri væntingum um hæfni hybrid-bíla. LC 500h er hannaður til að skila frábærri stjórn á bílnum, lipurð, stöðugleika og akstursupplifun sem þú býst við, jafnvel krefst, frá lúxussportbíl í þessum gæðum og gerð.

Innanrými LC 500h – helstu atriði

INNANRÝMI LC 500H – HELSTU ATRIÐI

Eftir nokkrar mínútur með stýrishjól LC-bílsins í höndunum, sem smíðað er af Takumi-handverksmönnum, finnur þú hversu úthugsað skipulag stjórnrýmisins er. Öll stjórntæki LC-bílsins eru nákvæmlega þar sem þú vilt hafa þau til að auka öryggi og bjóða upp á líflegan akstur. Lág vélarhlífin og mælaborðið veita þér einnig góða yfirsýn yfir veginn framundan.

Lexus Safety System +

LEXUS SAFETY SYSTEM +

Byltingarkennt Lexus Safety System + er staðalbúnaður í nýja LC-bílnum og í kerfinu eru m.a. árekstraröryggiskerfi sem greinir gangandi vegfarendur, framúrskarandi akreinaskynjarar sem aðstoða ökumann við að halda sér á réttri akrein, sjálfvirkt háljósakerfi sem eykur sjónsviðið að næturlagi og sjálfvirkur hraðastillir sem stjórnar hraðanum til samræmis við hraða ökutækisins fyrir framan.

20" og 21" álfelgur

20" & 21" ÁLFELGUR

20" steyptar álfelgur
Felgurnar eru með 5 fjórskiptum örmum og draga úr hávaða frá dekkjunum. Þær eru með dökkgrárri málmáferð og eru steyptar og unnar af mikilli nákvæmni.

20" þrykktar álfelgur
Felgurnar eru þrykktar með 5 tvískiptum örmum og eftirtektarverðri, fægðri áferð. (Í boði fyrir sportútfærslu)

21" þrykktar álfelgur
Felgurnar eru léttar og þrykktar með 5 tvískiptum örmum. (Í boði fyrir sport- & sport +-útfærslu)

Multi Stage Hybrid-kerfið frá Lexus

MULTI STAGE HYBRID-KERFIÐ FRÁ LEXUS

LC 500h skartar fyrsta Multi Stage Hybrid-kerfinu í heiminum sem hugvitsamlega blandar saman afli 3,5-lítra V6-bensínvélar og framúrskarandi rafmótors. Þetta kerfi svarar ökumanninum betur og viðheldur mýkt og skilvirkni hybrid-bíls frá Lexus.

LED-aðalljós

LED-AÐALLJÓS

Sérlega nettu þreföldu LED-aðalljósin voru sérstaklega hönnuð til að bjóða upp á mjög stutta skögun á nýja LC-bílnum, sem gegnir lykilhlutverki við stjórnun bílsins á miklum hraða.

Sóllúga

SÓLLÚGA

Krómlistar meðfram sóllúgunni, sem hleypa birtu og lofti inn í farþegarými LC-bílsins, magna fágaðar útlínur bílsins og afturbrúnirnar minna á útlínur hefðbundins japansks sverðs.

Þak úr koltrefjum

ÞAK ÚR KOLTREFJUM

Þetta gullfallega þak úr koltrefjum, sem lækkar þyngdarmiðju LC-bílsins, er framleitt í Motomachi-verksmiðjunni okkar við háhraða RTM-ferli.

Inndraganleg vindskeið að aftan

INNDRAGANLEG VINDSKEIÐ AÐ AFTAN

Inndraganleg vindskeið að aftan er sjálfkrafa ýtt út á hraða yfir 80 km/klst. til að ná meiri niðurþrýstingi og stöðugleika á miklum hraða. Loftinntökin á hliðunum minnka loftókyrrð við afturhjólin til að fá betri stjórn á bílnum.

LED-heilmyndaafturljós

LED-HEILMYNDAAFTURLJÓS

Eftirtektarverðu afturljósin minna á eftirbrennara orrustuþotu og varpa hinu þekkta L-tákni Lexus. Ef betur er að gáð má sjá að lás farangursgeymslunnar fellur vel inn í skrautlista afturljósanna.

Ökumannsmiðað innanrými

ÖKUMANNSMIÐAÐ INNANRÝMI

Takumi-meistari hefur fínstillt bestu hugsanlegu lögun stýrisins í LC-bílnum – sporöskjulaga grip sem fellur fullkomlega í hendur þínar þegar þú tekur beygju með miklum þyngdarkrafti.

Til að minnka hreyfingu augna og halda truflun fyrir ökumann í lágmarki eru öll mikilvæg stjórntæki og skjáir staðsett í hæð við veginn framundan.

Stjórntæki sem þú notar mikið, eins og val á akstursstillingu, eru í kringum stýrið. Þessi áhersla á smáatriði myndar ökumannsmiðað stjórnrými sem veitir þér ótrúlega upplifun.

Loftstýring/Nanoe®-tækni

Loftstýring/Nanoe®-tækni

Byltingarkennd loftstýring stillir hitastig farþegarýmisins, sætanna og stýrisins sjálfkrafa. Í ofanálag sér verðlaunuð nanoe®-tækni um að losa örsmáar og neikvætt hlaðnar agnir út í farþegarýmið til að hreinsa loftið og eyða ólykt úr sætunum. Þær hafa einnig jákvæð og þægileg áhrif á húðina og hárið.

Leðursæti

Leðursæti

Leðursæti með fallegum saumi bjóða upp á bestu fáanlegu samblöndu af stuðningi og þægindum. Aðalverkfræðingur LC-bílsins, Sato, tók sjálfur þátt í að þróa þessa hönnun sem fór í gegnum 50 prófanir.

Alcantara® Sportsæti og hurðarbyrði

ALCANTARA® SPORTSÆTI OG HURÐABYRÐI

Sportsæti sem falla vel að líkamanum, með sérstaka hliðarpúða sem styðja vel við ökumanninn þegar teknar eru hraðar beygjur, eru fáanleg fyrir LC-bílinn. Sætin eru bólstruð af Takumi-handverksmönnum úr samblöndu af Alcantara® og ekta leðri.

Koltrefjatækni

KOLTREFJATÆKNI

Sama tækni við samsetningu koltrefja var notuð og þróuð var fyrir LFA-bílinn, og hana má sjá í þrýstimótuðum plötum úr koltrefjum í innri hurðarbyrðum LC-bílsins.

Rennd fótstig

RENND FÓTSTIG

Rennt inngjafarfótstig úr áli, hemlafótstig og stór fóthvíla með rafhúðaðri áláferð skila sportlegum eiginleikum.

Klukka með vísum og L-tákni

KLUKKA MEÐ VÍSUM OG L-TÁKNI

Sjáðu duldu L-táknin á klukkunni og á snertinæmu yfirborði stjórntækja loftunaropanna.

Fjölnota upplýsingaskjár

FJÖLNOTA UPPLÝSINGASKJÁR

Fjölnota upplýsingaskjár í lit er staðsettur á mælaborðinu miðju til að gefa þér helstu akstursupplýsingar, t.d. öryggisviðvaranir og leiðsögn.

* myndir af LC 500

Mjög breiður sjónlínuskjár

MJÖG BREIÐUR SJÓNLÍNUSKJÁR

Valdar akstursupplýsingar eru birtar í lit á framrúðunni með hjálp nýjustu Head-Up tækninnar okkar (174 mm x 48 mm), en með þessu þarf ökumaðurinn að líta minna af veginum.

Lexus Premium-leiðsögukerfi

LEXUS PREMIUM-LEIÐSÖGUKERFI

Staðsetningin er fullkomin fyrir afslappaðan akstur og stóra 10,3 tommu skjánum í mælaborðinu er hægt að stýra með raddstýringu eða frá snertiborðinu með fjartengdu snertiviðmóti sem er jafn einfalt í notkun og snjallsími eða spjaldtölva. Með tvískiptum skjánum geturðu skoðað ólíkar upplýsingar samtímis, t.d. Lexus Premium-leiðsögukerfið og veðurupplýsingar.

Mark Levinson® hljómkerfi

MARK LEVINSON® HLJÓMKERFI

13 HÁTALARA MARK LEVINSON®
13 hátalara Mark Levinson® Premium Surround-hljómkerfi með GreenEdge™ tækni hefur verið sniðið að hljómburði innanrýmis LC og fæst sem aukabúnaður. Hljómkerfið skilar stafrænum heimabíóhljóm og hljómburðurinn er aukinn enn frekar með Clari-Fi™, sem endurskapar hljóð sem tapast við stafræna MP3-samþjöppun.

Blindsvæðisskynjari og umferðarskynjari að aftan

BLINDSVÆÐISSKYNJARI & UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN

Ratsjártæki sem komið er fyrir á afturstuðaranum greina ökutæki á aðliggjandi akreinum sem ekki sjást í hliðarspeglum. Ef ökumaður gefur merki um að hann ætli að skipta um akrein og bíll fer inn á blindsvæðið birtist viðvörunarmerki í öðrum eða báðum hliðarspeglunum.

Umferðarskynjarinn að aftan notar ratsjá blindsvæðisskynjara til að greina ökutæki sem nálgast svæðið aftan við bílinn á bílastæðum. Þegar þess gerist þörf færðu sjónræna viðvörun í hliðarspeglunum og hljóðmerki frá kerfinu.

Umferðarskiltaaðstoð

UMFERÐARSKILTAAÐSTOÐ

Umferðarskiltaaðstoðin (RSA-kerfi) í nýja LC-bílnum notar myndavélina á framrúðu bílsins til að bera kennsl á umferðarskilti og sendir ökumanninum upplýsingar þess efnis á fjölnota upplýsingaskjánum. Umferðarskiltaaðstoðin ber kennsl á skilti sem eru í samræmi við Vínarsáttmálann (þ.m.t. sjálflýsandi skilti og blikkandi skilti).

* myndir af LC 500

Viðvörunarkerfi fyrir loftþrýsting í hjólbörðum

VIÐVÖRUNARKERFI FYRIR LOFTÞRÝSTING Í HJÓLBÖRÐUM

Fjölnota upplýsingaskjárinn tekur við gögnum um loftþrýsting frá skynjurum sem staðsettir eru í hverjum hjólbarða og lætur vita ef þrýstingur fellur í einum eða fleiri hjólbörðum.

* myndir af LC 500

Bílastæðaskynjari

BÍLASTÆÐASKYNJARI

Til að enn auðveldara sé að leggja í stæði eru skynjarar í afturstuðurunum tengdir viðvörunarhljóðum sem heyrast inni í bílnum til að vara við hindrunum í veginum. Hægt er að slökkva á viðvörunarhljóðunum þegar þeirra er ekki þörf. Þegar sett er í bakkgír birtir bílastæðaskynjarinn mynd af svæðinu fyrir aftan LC-bílinn á 10,3 tommu skjánum með skjáleiðbeiningum um hvernig best er að leggja bílnum.

Vélarhlíf sem lyftist sjálfkrafa

VÉLARHLÍF SEM LYFTIST

Skynjarar í framstuðaranum virkja kerfið ef þú rekst á gangandi vegfaranda og þá lyftist vélarhlífin aðeins til að skapa aukið pláss á milli hennar og harðra vélarhlutanna undir henni. Þetta dregur úr hættunni á áverkum gangandi vegfarenda.

* myndir af LC 500

Átta loftpúðar

8 LOFTPÚÐAR

Til viðbótar við sérlega sterka öryggisbyggingu farþegarýmis eru farþegar varðir með átta loftpúðum. Ökumaður og farþegi í framsæti fá jafnframt aukna vörn með tvískiptum höfuðpúðum, sem og hnéloftpúðum og hliðarloftpúðum. Öll öryggisbelti eru einnig búin forstrekkjurum.

Val á akstursstillingu

VAL Á AKSTURSSTILLINGU

Við hliðina á stýrinu, til þess að þú getir einbeitt þér að veginum framundan, getur þú valið um akstursstillingu og skipt á milli stillinganna ECO/COMFORT, NORMAL/CUSTOM, SPORT S/SPORT S+.

10-gíra gírskiptirofar úr magnesíum, handvirk stilling (M)

10-GÍRA GÍRSKIPTIROFAR ÚR MAGNESÍUM, HANDVIRK STILLING (M)

M-stillingunni var bætt við LC 500h (í fyrsta skipti í hybrid-bíl frá Lexus) til að auka akstursánægju og ná fram ótrúlega skjótu viðbragði. Stillingin gerir ökumanninum kleift að stjórna því í hvaða gír bílinn er með því að nota gírskiptirofana.

Mikill stöðugleiki undirvagns

MIKILL STÖÐUGLEIKI UNDIRVAGNS

Íhlutir LC-bílsins sem ekki aflagast eru gerðir úr mjög togþolnu stáli, til að styrkja yfirbygginguna, en hurðir, skottlok og vélarhlífin eru úr léttu áli. Að auki er sterkt en létt koltrefjastyrkt plast notað fyrir íhluti eins og þakið og hurðakarma.

EKKERT FANNST

Engir ökutækjaeiginleikar komu upp við leitina. Gerðu leitina víðtækari og reyndu aftur.

2017 Lexus LC 500h quote

ÞÚ MUNT UPPGÖTVA MÖRG SNIÐUG SMÁATRIÐI SEM TENGJAST LOFTMÓTSTÖÐU Á NÝJA LC-BÍLNUM: ALLT VAR LAGT Í SÖLURNAR.

Toshiyuki Murayama, hópstjóri varmafræði- og lofstreymisrannsókna

AUKAHLUTIR

NÝTTU ÞÉR AUKAHLUTI LEXUS TIL AÐ SÉRSNÍÐA LC 500h-BÍLINN ÞINN

AUKAHLUTIR
Allt

EKKERT FANNST

There are no available accessories for this filter. Please select another filter.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA