concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

IS 300h

SPORTBÍLL SEM SAMEINAR ÁRÆÐNA HÖNNUN OG HUGMYNDARÍKA TÆKNI


Hámarks afköst (DIN hö@s/mín) 223
CO2 blandaður akstur (g/km) 97
Blandaður akstur (l/100km) 4,2
Hröðun 0-100 km/klst. 8,3
Hámarkshraði (km/klst) 200

FRÁ 5.630.000 kr.

SKERÐU ÞIG ÚR HÓPNUM

ÞESSI DJARFLEGI, NÝI SEDAN-SPORTBÍLL ER HANNAÐUR TIL AÐ FANGA ATHYGLINA

Þessi nýi IS-bíll er smíðaður í margverðlaunaðri Tahara-verksmiðju okkar í Japan undir vökulu auga „Takumi“-handverksmeistara og hann er ekki bara gullfallegur heldur er frammistaðan engu öðru lík. Glæsileg hönnun, LED-ljós og afgerandi snældulaga grill að hætti Lexus einkenna ytra byrðið. Að innanverðu er bíllinn búinn 10,3 tommu miðlægum skjá, gullfallegum leðursætum með saumum og laserskornum viðarinnfellingum

Bíllinn er knúinn vinsælustu hybrid-tækni í heimi og er einn skilvirkasti Sedan-sportbíllinn á markaðnum í dag, enda eyðir hann aðeins 4,2 l/100 km* af eldsneyti og losar aðeins 97 g/km* af CO2

* Fyrir Eco-gerðina.

EIGINLEIKAR BÍLSINS

KYNNTU ÞÉR EIGINLEIKA IS 300h

Að aka IS 300h – hápunktarnir

AÐ AKA IS 300h – HÁPUNKTARNIR

IS 300h er nostursamlega fínstilltur fyrir kraftmikinn akstur, en um leið hámarksþægindi farþega. Við höfum gert undirvagninn stífari til að auka nákvæmni í akstri og bætt við fjölliða fjöðrun að aftan til að bæta gripið og stýringuna. Þessi einstaklega viðbragðsfljóti bíll er auk alls þessa sérlega hljóðlátur, þökk sé framúrskarandi straumlínulögun.

Innanrými IS 300h – hápunktarnir

INNANRÝMI IS 300h – HÁPUNKTARNIR

IS 300h er framleiddur undir eftirliti þaulreyndra Takumi-handverksmeistara, sem hafa allir minnst 20 ára starfsreynslu hjá Lexus. Þegar inn í bílinn er komið blasa við gullfalleg smáatriði á borð við viðarinnfellingar og fallega klukku með vísum í miðju rýminu. Þú og farþegarnir njótið þægilegrar ferðar í ríkmannlegum leðursætum, með auknu hnjárými fyrir farþega og handhægum aftursætum sem auðveldlega má leggja saman til að rýma fyrir flutningum á fyrirferðarmiklum farangri.

Öryggi í IS-bílnum – hápunktarnir

ÖRYGGI Í IS-BÍLNUM – HÁPUNKTARNIR

Hægt er að panta Lexus IS 300h með byltingarkennda öryggiskerfinu Lexus Safety System +, sem samanstendur af árekstraröryggiskerfi, sjálfvirkum hraðastilli, akreinaskynjurum og sjálfvirku háljósakerfi í einum framúrskarandi pakka.

18 tommu álfelgur

18 TOMMU ÁLFELGUR

Þessar felgur undirstrika þróttmikinn persónuleika bílsins og eru með fjölarma hönnun og sérlega fallegri málmáferð sem fangar augað.

Sjálfvirkur hraðastillir

SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR

Til að tryggja þægilegan akstur heldur sjálfvirki hraðastillirinn ákveðinni fjarlægð frá bílnum fyrir framan, jafnvel þótt hraði hans sé ekki stöðugur.

Blindsvæðisskynjari

BLINDSVÆÐISSKYNJARI

Ratsjártæki greina ökutæki á aðliggjandi akreinum sem birtast ekki í hliðarspeglunum og vara þig við ef ökutæki skýtur upp kollinum á blindsvæði.

Átta loftpúðar

ÁTTA LOFTPÚÐAR

Átta loftpúðar tryggja öryggi þitt og einnig allra farþeganna. Tveggja þrepa loftpúðar að ofan verja ökumann og farþega í framsæti, en loftpúðatjöld eru meðfram báðum hliðum farþegarýmisins.

LKA-akreinaskynjarar / sjálfvirkt háljósakerfi

LKA- AKREINASKYNJARAR / SJÁLFVIRKT HÁLJÓSAKERFI

Myndavél sem fest er aftan á baksýnisspegilinn gerir IS 300h kleift að vara þig við ef þú byrjar að reika út af akreininni.

Að næturlagi skiptir IS 300h sjálfkrafa yfir í lágljós þegar annar bíll greinist á veginum.

Vélarhlíf sem lyftist sjálfkrafa

VÉLARHLÍF SEM LYFTIST SJÁLFKRAFA

Vélarhlífin er sérlega höggdræg og lyftist sjálfkrafa með aðstoð skynjara ef árekstur verður við gangandi vegfaranda, en þannig er dregið verulega úr slysahættu.

Árekstraröryggiskerfi / greining gangandi vegfarenda

ÁREKSTRARÖRYGGISKERFI / GREINING GANGANDI VEGFARENDA

Radarmælir og aksturstölva bílsins reikna út hættu á árekstri framundan og vara ökumanninn við ef áhættan verður of mikil. Ef ekki verður komist hjá árekstri beitir árekstraröryggiskerfið hemlunum og strekkir á öryggisbeltum í framsætum.

Ef IS 300h greinir gangandi vegfaranda hemlar bíllinn sjálfkrafa til að forðast árekstur eftir fremsta megni.

Umferðarskynjari að aftan

UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN

Þegar þú bakkar greinir blindsvæðisskynjarinn bíla sem nálgast og varar þig við.

Umferðarskiltaaðstoð

UMFERÐARSKILTAAÐSTOÐ

Umferðarskiltaaðstoðin ber kennsl á umferðarskilti með aðstoð myndavélar sem fest er á framrúðuna og sendir ökumanni upplýsingar gegnum skjáinn inni í bílnum.

Skjár með mikilli upplausn

SKJÁR MEÐ MIKILLI UPPLAUSN

Stór 10,3 tommu háskerpuskjár er staðsettur fullkomlega til að gera aksturinn sem þægilegastan. Honum er stýrt með raddskipunum eða fjarstýringu og það er hægt að hafa skjáinn tvískiptan, sem þýðir að þú getur fengið margs konar upplýsingar samtímis.

Laserskornar viðarinnfellingar

LASERSKORNAR VIÐARINNFELLINGAR

Við notum háþróaða og hugvitssamlega lasertækni til að grafa í viðarinnfellingarnar í IS 300h og undir mynstrinu skín í lag úr áli sem gerir áhrifin enn tilkomumeiri.

Lexus Premium-leiðsögukerfi

LEXUS PREMIUM-LEIÐSÖGUKERFI

Lexus Premium-leiðsögukerfi notar bjartar og skýrar þrívíddarmyndir, ábendingar um áhugaverða staði og margs konar kortavalkosti til að vísa þér örugglega rétta leið. Kerfið gefur jafnvel leiðbeiningar um gönguleiðir með QR-kóða eftir að þú hefur lagt bílnum.

Fjarstýring

FJARSTÝRING

Þú stýrir margmiðlunarskjánum í miðjunni á einfaldan hátt með einni snertingu. Fjarstýringin er jafneinföld í notkun og tölvumús og ekki síður þægileg.

Traust grip

TRAUST GRIP

Sterkbyggður undirvagn gerir þennan Sedan-bíl lipran og einstaklega stöðugan á veginum. Tveggja spyrnu framfjöðrun og fjölliða afturfjöðrun gera bílinn mjög stöðugan og auka gripið, jafnt í beinum akstri sem í beygjum.

Framúrskarandi straumlínulögun

FRAMÚRSKARANDI STRAUMLÍNULÖGUN

Undirvagninn er nánast flatur og litlir uggar draga úr loftmótstöðu. Þessir uggar voru fyrst innleiddir á F1-kappakstursbílum og skapa lofthvirfla sem draga loftstreymið inn á við til að auka hæfni IS 300h til að renna í gegnum loftið.

Afgerandi snældulaga grill

AFGERANDI SNÆLDULAGA GRILL

Nýr IS 300h státar af enn kraftmeira snældulaga grilli sem undirstrikar sportlegt yfirbragð bílsins, þar sem þyngdarmiðjan liggur sýnilega lægra.

Val á akstursstillingu

VAL Á AKSTURSSTILLINGU

ECO-kerfi dregur úr útblástursmengun og eldsneytisnotkun og venjuleg stilling (NORMAL) er hugsuð fyrir daglegan akstur þar sem kraftur, sparneytni og þægindi við akstur eru í fyrirrúmi. Til að auka viðbragð er einfalt að skipta yfir í SPORT-stillingu.

LED-aðalljós

LED-AÐALLJÓS

Háþróuð L-laga LED-aðalljós, römmuð inn af LED-dagljósunum sem Lexus hefur gert að séreinkenni sínu, ljá IS 300h einstakt útlit.

LED-afturljós

LED-AFTURLJÓS

Aftan á bílnum eru þreföld L-laga LED-ljós sem skapa lýsingu sem minnir á kristalla og tryggja að bíllinn sjáist greinilega frá bílunum sem á eftir honum aka.

Háþróuð fjöðrun

HÁÞRÓUÐ FJÖÐRUN

Til að gera aksturinn enn kraftmeiri er dempunarkrafti á öllum fjórum hjólum stjórnað með AVS-fjöðruninni út frá yfirborðsástandi vegar og stjórnun ökumanns.

EKKERT FANNST

Engir ökutækjaeiginleikar komu upp við leitina. Gerðu leitina víðtækari og reyndu aftur.

LEXUS ANY CAQ MOD RGB LIGHT

VIÐ HÖFUM GERT NÝJAN IS 300h KRAFTMEIRI Í ÚTLITI EN UM LEIÐ ER HANN FÁGAÐRI, BÆÐI FYRIR ÖKUMANNINN OG FARÞEGANA.

Junichi Furuyama, yfirverkfræðingur IS

IS SPORT

is 300h sport clip

KRAFTMIKIÐ YTRA BYRÐI OG SÉRHANNAÐ INNANRÝMI

Nýi IS 300h Sport-bíllinn sækir innblástur sinn til öflugu F-bílagerðanna okkar. Inni í bílnum er allt sem hönd á festir í einstökum Lexus-gæðum – allt frá leðurklædda stýrinu að dúnmjúkum frágangi á smáatriðum.

Hiti í framsætum veitir stuðning og þægindi á löngum ökuferðum en tveggja svæða rafstýrð hita- og loftstýring sér um að halda hitastiginu þægilegu í farþegarýminu. Lexus Premium-leiðsögukerfið, sem er aukahlutur, vísar þér hindrunarlaust á áfangastað.

is 300h sport 18 inch alloy wheels

18" ÁLFELGUR

Svört og krómuð áferðin á álfelgunum skapar fágað og sportlegt útlit sem fer ekki fram hjá neinum.

is 300h sport black mirrors

SVARTIR SPEGLAR

Svartir hliðarspeglar undirstrika kröftuga ásýnd nýja IS 300h Sport-bílsins

is 300h sport black spindle grille

SVART SNÆLDULAGA GRILL

Mjög dökkt snældulaga grill gerir að verkum að nýr IS 300h Sport vekur athygli hvar sem er.

IS 300h F SPORT

is 300h fsport

Í ANDA OFURBÍLS

Nýi IS 300h F SPORT-bíllinn er þróaður af teyminu sem skapaði LFA-ofurbílinn og öflugu F-bílagerðirnar og hann ber með sér anda þessara framúrskarandi bíla. Bíllinn er sérhannaður og með viðbótareiginleikum sem auka bæði kraft og fágun og hann er einnig fáanlegur með AVS-fjöðrun og SPORT S+ stillingu sem aukahlut til að gera aksturinn enn ánægjulegri.

F SPORT-stýrið er klætt götuðu leðri í stíl við gírstöngina til að gera útlitið spennandi og sportlegt, en götuð álfótstigin endurspegla arfleifð kappakstursbílanna sem hönnun bílsins sækir innblástur til.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA