IS

IS sameinar ótrúlega flott útlit, háþróaða tækni og óviðjafnanleg þægindi. Þessi einstaki sportbíll er kraftmikill að sjá og með langa aflíðandi þaklínu. Hann er hannaður til að skila áreynslulausum akstri sem fær hjartað til að slá hraðar. Með fjölbreyttu úrvali véla, ýmist bensín- eða Hybridvéla, geturðu sniðið þinn IS nákvæmlega eftir þínum þörfum.


 

 
  2017 lexus is key features
 • Viðbragðsfljót stýring

  Stífari undirvagn eykur nákvæmni í akstri og ný útfærsla á AVS fjöðrun tryggir enn betra grip og bætta stýringu.

 • Endurbætt og nákvæmari stjórn

  Nýja, fislétta fjöðrunin gerir aksturinn liprari og þægilegri og veitir enn betri stjórn á undirvagni og spóli, sem og stöðugleika í beinum akstri.

 • Framúrskarandi straumlínulögun

  Sérfræðingar okkar í loftmótstöðufræði eyddu hundruðum klukkustunda í að fullkomna nánast flatan undirvagninn og uggana til að þróa þennan ótrúlega hljóðláta og sérlega sparneytna bíl.

 • Snjöll og örugg hönnun

  Öryggiskerfið Lexus Safety System+ er fáanlegt sem uppfærsla, en í kerfinu eru meðal annars auðsóttar akstursupplýsingar, bætt sýn fram fyrir bílinn, viðvaranir í tæka tíð um hættur eða árekstra og sjálfvirk hemlun við neyðaraðstæður.

 • Yfirburða öryggisráðstafanir

  Lexus leggur mikla áherslu á öryggi og rannsóknir á öryggisbúnaði sem kemur í veg fyrir slys. Allar útfærslur IS er búnar Lexus Safety System + öryggiskerfi. Í öryggiskerfinu má finna, Árekstarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda, LDA-akreinaskynjara með akgreinastýringu, Sjálfvirkt háljósakerfi, Ratsjáarhraðastilli og umferðaskiltaaðstoð.

Kynntu þér IS

Nýr IS er smíðaður í margverðlaunaðri Tahara verksmiðju okkar í Japan undir vökulu auga Takumi handverksmeistara. Bílinn er ekki bara gullfallegur heldur er frammistaðan engu öðru lík. Á ytra byrðinu eru það LED ljósin og djarfleg hönnun snældulaga grillsins sem einkennir bílinn og fangar augað. Að innanverðu er bíllinn búinn 10,3 tommu skjá, gullfallegum leðursætum með saumum og laserskornum viðarinnfellingum.

KYNNTU ÞÉR IS

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR