concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

GS 300h

NÝI GS 300h-BÍLLINN SKILAR 223 DIN HESTÖFLUM AF HYBRID-VÉLARAFLI EN LOSAR ÞÓ AÐEINS 109 g* AF KOLTVÍSÝRINGI Á KM.


Hámarks afköst (DIN hö@s/mín) 223
CO2 blandaður akstur (g/km) 104
Blandaður akstur (l/100km) 4,4
Hröðun 0-100 km/klst. 9,0
Hámarkshraði (km/klst) 190

FRÁ 7.950.000 kr.

NÝR GS 300h

NÝI GS 300h-BÍLLINN SKILAR 223 DIN HESTÖFLUM AF HYBRID-VÉLARAFLI
EN LOSAR ÞÓ AÐEINS 109 g*
AF KOLTVÍSÝRINGI Á KM.

GS 300h er knúinn með Lexus Hybrid Drive af annarri kynslóð. Staðið hefur verið snilldarlega að því að sameina 2,5 lítra bensínvél með beinni innspýtingu og afkastamikinn rafmótor, á meðan virk hljóðstýring skilar fáguðu vélarhljóði. GS 300h er skemmtilegur í akstri en eyðir þó aðeins 4,7 lítrum á 100 km*.

Þú getur valið EV-stillingu (Electric Vehicle) til að aka nánast hljóðlaust án þess að nota bensín og án útblástursmengunar. Enginn skortur er heldur á farangursrými og þökk sé forystu okkar á sviði hybrid-tækni skilar GS 300h lægsta rekstrarkostnaði í flokki sambærilegra bíla. *Miðað við Eco-útfærslu

gs300h quote 200x200 white

NÝR GS BOÐAR KRAFTMIKLAR BREYTINGAR. SJÁIÐ TIL DÆMIS AFGERANDI SNÆLDULAGA GRILLIÐ EÐA BYLTINGARKENNDA VERKFRÆÐI Á BORÐ VIÐ LEXUS DYNAMIC HANDLING OG AÐRA KYNSLÓÐ AF LEXUS HYBRID DRIVE.

Yukihiko Yaguchi, yfirverkfræðingur GS

EIGINLEIKAR ÖKUTÆKIS

KYNNSTU GS 300h BETUR

Að aka GS 300h – helstu atriði

HELSTU ATRIÐI

Lexus GS er alveg ný gerð af Lexus-fólksbíl – þróaður í háþróaðasta ökuhermi heims og prufukeyrður meira en 1,6 milljónir kílómetra. Við byrjuðum á því að auka stífni undirvagnsins, setja nýja dempara í hann og smíða nýja fjölliða afturfjöðrun. Síðan bjuggum við til fágað, straumlínulagað kerfi sem færir loftstrauminn nær yfirbyggingu bílsins til að bæta afköstin og nákvæmni stýrisins. Þá bættum við framúrskarandi mýkt bílsins enn frekar með sléttum undirvagnshlífum og uggum á afturljósunum sem auka stöðugleika og draga úr vindgnauði.

Inni í GS 300h – helstu atriði

HELSTU ATRIÐI

Ótrúleg gæðin í nýja GS-bílnum leyna sér ekki þegar þú snertir fallegan leðursauminn á stýrinu í fyrsta sinn eða vandaða álstjórnrofana fyrir hljómtækin. Glansandi lakkið á bílnum er blautslípað í höndunum (tímafrekt ferli sem að öllu jöfnu er einungis notað á sérsmíðaða bíla) og síðan yfirfarið bæði af árvökulum augum fagmanna og með tölvuskoðun. Framleiðsla GS, í verksmiðjunni þar sem margrómaði Lexus LFA-ofurbíllinn var smíðaður, er yfirfarin af Takumi-meisturum Lexus. Þessir sérþjálfuðu handverksmeistarar fara vandlega yfir hvern bíl til að tryggja að hann standist óviðjafnanlegar gæðakröfur okkar.

Öryggi í GS 300h – helstu atriði

HELSTU ATRIÐI

Lexus hefur ávallt beitt sér fyrir þróun öryggistækni og stuðningi við ökumenn og prófar því allar nýjar gerðir í stærsta ökuhermi heims. Forskot okkar í rannsóknum á slysavörnum hefur jafnframt leitt til þess að nýr GS er nú í boði með byltingarkennda öryggiskerfinu Lexus Safety System +. Í því felst árekstraröryggiskerfi sem greinir gangandi vegfarendur, LKA-akreinaskynjarar sem aðstoða ökumann við að halda sér á réttri akrein, umferðarskiltaaðstoð sem birtir ökumanninum upplýsingar um umferðarskilti, sjálfvirkt háljósakerfi sem eykur sjónsviðið að næturlagi og sjálfvirkur hraðastillir sem stjórnar hraðanum til samræmis við hraða bílsins fyrir framan.

„Atkinson“-bensínvél

„ATKINSON“-BENSÍNVÉL

Afkastamikil bensínvél með „Atkinson-hringrás“ er í hjarta GS 300h (2,5 lítra og fjögurra strokka) og GS 450h (3,5 lítra V6), búin hugvitssamlegri beinni D-4S innspýtingu og Dual VVT-i tækni. Þessar byltingarkenndu aflrásir eru einnig búnar Start/Stop-kerfi sem dregur enn frekar úr eldsneytisnotkun og mengun í útblæstri.

EV-kerfi

EV-KERFI

Þegar næg hleðsla er á rafhlöðunni geturðu ekið styttri vegalengdir á litlum hraða með því að nota raforku eingöngu í EV-stillingu. EV-stilling er afar hljóðlát, mengar ekkert og eyðir engu eldsneyti. Hún er tilvalin þegar ekið er í þungri og hægri umferð eða á bílastæðum.

Hybrid-afköst

HYBRID-AFKÖST

Nýju GS 300h- og GS 450h-bílarnir skila tilkomumiklum hybrid-afköstum. Hægt er að auka hraðann úr 0 í 100 km/klst. á aðeins 5,9 sekúndum í GS 450h (upp í 250 km/klst. þar sem það er leyfilegt) en samanlögð útblástursmengun GS 300h er einungis 109 g/km* og eldsneytisnotkunin aðeins 4,7 l/100 km*.

* Miðað við Eco-útfærslu.

Stjórntölva

STJÓRNTÖLVA

Stjórntölvan er höfuð Lexus Hybrid Drive og stýrir stöðugt úthlutun aflgjafa – raforku, eldsneytis eða blöndu beggja – til að tryggja að orkunýting sé ávallt með besta móti. Stjórntölvan stýrir einnig ferlinu við hleðslu hybrid-rafhlöðunnar, annaðhvort með því að úthluta vélarafli til að keyra rafalinn eða með hemlunarafli sem umbreytt er í raforku.

Endurnýting hemlunarafls

ENDURNÝTING HEMLUNARAFLS

Þegar hemlað er eða dregið úr aksturshraða knýja hjól bílsins afkastamikinn rafmótorinn svo hann virkar eins og rafall. Hann fangar hreyfiorku – sem annars myndi tapast sem varmi – og breytir henni í raforku. Hún er síðan geymd í hybrid-rafhlöðunni og notuð síðar þegar ekið er í EV-stillingu eða þegar hraði er aukinn snögglega.

12,3 tommu margmiðlunarskjár

12,3 TOMMU MARGMIÐLUNARSKJÁR

Ökumaður og farþegi í framsæti geta stjórnað 12,3 tommu margmiðlunarskjánum með fjarstýringu auk þess sem hægt er að stjórna mörgum eiginleikum með raddskipunum. Tvískiptur breiðskjárinn nýtist vel þegar skoða á tvenns konar upplýsingar samtímis, til dæmis má skipta honum í stórt kort og stafrænar útvarpsupplýsingar (DAB).

Gírskiptirofar

GÍRSKIPTIROFAR

Þótt hægt sé að keyra allar nýjar gerðir GS með sjálfskiptingu getur ökumaður auðveldlega skipt um gír handvirkt með gírskiptirofunum á stýrinu. Þessi tækni var upprunalega hönnuð fyrir bíla í Formula 1 kappakstrinum og gerir akstur bílsins enn ánægjulegri.

Þriggja svæða loftræsting

ÞRIGGJA SVÆÐA LOFTRÆSTING

Nýtt farþegarými GS nýtur góðs af nanoe® tækninni, þeirri fyrstu sinnar tegundar, og er því skipt uppí þrjú hitasvæði sem stýrt er rafrænt. Ökumaður og farþegi í framsæti færa hvor um sig inn sínar stillingar með fjarstýringu eða í mælaborði en farþegar í aftursæti stýra sínu svæði á sérstöku stjórnborði.

Hiti og loftræsting

HITI OG LOFTRÆSTING

Auk leðuráklæðis á sætum geta ökumaður og farþegi í framsæti hitað sæti sín eða loftræst þau hvor fyrir sig. Þetta eykur enn á þægindin og er einkar hentugt þar sem loftslag er sérlega heitt eða kalt.

Þægileg sæti með góðum stuðningi

ÞÆGILEG SÆTI MEÐ GÓÐUM STUÐNINGI

Teymi sérfræðinga vann í rúm fimm ár að því að þróa sætisbygginguna þannig að hún dragi úr þreytu á sem árangursríkastan hátt. Nú er stillanlegur stuðningur við mjaðmir í boði í fyrsta sinn, auk axla- og hliðarstuðnings og höfuðpúða, í báðum framsætum í lúxusútfærslum.

Blindsvæðisskynjari

BLINDSVÆÐISSKYNJARI

Ratsjártæki sem komið er fyrir á afturstuðaranum greina ökutæki á aðliggjandi akreinum sem ekki sjást í hliðarspeglum. Ef ökumaður gefur merki um að hann ætli að skipta um akrein og bíll fer inn á blindsvæðið birtist viðvörunarmerki í öðrum eða báðum hliðarspeglunum.

Framúrskarandi hybrid-rafhlaða

FRAMÚRSKARANDI HYBRID-RAFHLAÐA

Orkustjórnun nikkelmálmhýdríðrafhlöðunnar er í höndum háþróaðs hugbúnaðar. Það tryggir að rafhlaðan er hlaðin eins og þörf er á við akstur svo aldrei þarf að hlaða hana sérstaklega. Fyrirferðarlítil hönnunin gerir að verkum að farangursrýmið hefur verið aukið umtalsvert.

Leðurklætt stýri

LEÐURKLÆTT STÝRI

Nýtt þriggja arma leðurklætt stýri hefur verið hannað sérstaklega fyrir GS. Stýrið er fagurlega mótað og nálægt þumlum eru hnappar til að stýra hljóði, skjá, síma og raddskipunum.

Stafræn tenging

STAFRÆN TENGING

Hægt er að sækja ótal stafræn forrit í margmiðlunarskjáinn. Til dæmis er hægt að hlaða inn allri símaskránni úr snjallsímanum og fletta í gegnum hana á skjánum. Þá er hægt að skoða og stjórna iPhone® eða öðrum margmiðlunartækjum á mismunandi skjáum.

Umferðarskiltaaðstoð

UMFERÐARSKILTAAÐSTOÐ

Umferðarskiltaaðstoðin (RSA-kerfi) í nýja GS-bílnum notar myndavélina á framrúðu bílsins til að bera kennsl á umferðarskilti og sendir ökumanninum upplýsingar þess efnis á fjölnota upplýsingaskjánum. Umferðarskiltaaðstoðin ber kennsl á skilti sem eru í samræmi við Vínarsáttmálann (þ.m.t. sjálflýsandi skilti og blikkandi skilti).

Tíu loftpúðar

TÍU LOFTPÚÐAR

Til viðbótar við sérlega sterka öryggisbyggingu farþegarýmis eru farþegar varðir með tíu skynjarastýrðum loftpúðum. Öll öryggisbelti, nema beltið í miðjusæti að aftan, eru einnig búin forstrekkjurum. Ökumaður og farþegi í framsæti fá jafnframt aukna vörn með tvískiptum höfuðpúðum, sem og hnéloftpúðum og hliðarloftpúðum. Ytri aftursæti eru búin hliðarloftpúðum sem staðalbúnaði auk þess sem loftpúðatjöld eru meðfram báðum hliðum farþegarýmisins. Þessar einstöku öryggisráðstafanir eru staðalbúnaður í nýja GS-bílnum. Þar með er verulega dregið úr hættu á meiðslum.

EKKERT FANNST

Engir ökutækjaeiginleikar komu upp við leitina. Gerðu leitina víðtækari og reyndu aftur.

GS 300h F SPORT

gs300h fsport

HRÍFANDI HÖNNUN

GS 300h F SPORT sameinar djarflega hönnun og einstaklega nákvæma stýringu, þróaða af teyminu sem hannaði hinn fræga LFA-ofurbíl og F Performance-gerðirnar, RC F og GS F. Afraksturinn er hönnun sem kemur þér í keppnisgírinn. Meðal ytri útlitseinkenna má nefna snældulaga grillið sem Lexus er þekkt fyrir, sem nú er orðið stærra og með innfelldu L-netmynstri, kælirásir á bremsum og ugga sem draga úr loftmótstöðu og auka niðurþrýsting.

Inni í stjórnrýminu er yfirbragðið sérlega sportlegt og ökumaðurinn í beinum tengslum við F SPORT-aksturinn. Handsaumuð sportsæti umlykja þig frá mjöðmum upp að herðum. Sportstýrið og vélunnu álfótstigin eru einstaklega þægileg í notkun og færa þér óviðjafnanlega aksturstilfinningu þar sem þú getur notið bæði umhverfisins og akstursins.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA