GS

ENGINN VENJULEGUR SEDAN-BÍLL

Þessi bíll er hrein unun að horfa á og skemmtilegur í akstri. Í honum koma afköst og fágun Lexus saman í glæsilegum lúxusbíl.

HÉR ER GS-BÍLLINN

Verkfræðingar okkar ferðuðust það sem jafngildir 26 ferðum í kringum jörðina til að þróa akstursupplifun GS-bílsins sem á enga sína líka. Ekki einum kílómetra var sóað, stífni undirvagnsins var aukin, nýir afkastamiklir demparar voru hannaðir til að bæta stjórn á bílnum og ný fjölliða afturfjöðrun var þróuð. Við drógum einnig úr loftmótstöðu og vindgnauði til að búa til lúxusbíl sem framkallar hinn þekkta munað Lexus-bíla ásamt spennandi afköstum.

2017 lexus gs 300 key features
 • Rúmgott farangursrými

  Geymslurými GS-bílsins er 450 lítrar, sem rúmar allt að fjórar ferðatöskur eða kemur þremur golfsettum fyrir án vandræða.

 • Gírskiptirofar

  Þótt hægt sé að keyra GS-bílinn í sjálfskiptingu bjóða gírskiptirofarnir á stýrinu upp á áhrifameiri akstur með hröðum og handvirkum gírskiptingum.

 • Mark Levinson®-hljómkerfi

  Meira en 2000 klukkustundum var eytt í að fínstilla hönnun og staðsetningu Mark Levinson®-„surround“-hátalaranna til að skapa umlykjandi hljóðupplifun.

 • Sæti með stuðningi

  Bæði framsætin eru búin fiðrildalöguðum höfuðpúðum, stillanlegum stuðningi við mjaðmir auk axla- og hliðarstuðnings.

 • Stafræn tenging

  Hægt er að skoða og stjórna snjallsímum og öðrum margmiðlunartækjum á mismunandi skjáum, sem býður upp á hnökralausa stafræna tengingu við akstur.

UPPGÖTVAÐU GS-BÍLINN

Undir sterku útliti GS-bílsins er einstaklega hljóðlátt innanrými sem búið er fyrsta flokks munaði og tækni. Þessi bíll er hrein unun að horfa á en hann er einnig skemmtilegur í akstri. Til dæmis eru átta þrepa gírskiptirofarnir á stýrinu og skila krafti og spennu út í fingurgóma.

UPPGÖTVAÐU GS-BÍLINN

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.

Next steps

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR