GLÆNÝR LEXUS ES

INNSÆIÐ ER DRIFKRAFTURINN

Þegar maður og vél vinna saman getur eitthvað stórkostlegt átt sér stað. Þess vegna var það gervigreindarvél sem skrifaði handritið að sjónvarpsauglýsingunni fyrir nýja Lexus ES, bíl sem getur séð fyrir aðgerðir ökumannsins, frá upphafi til enda og margverðlaunaður leikstjóri sem annaðist kvikmyndatökuna.

MANNESKJA OG VÉL

Í auglýsingunni fáum við áhrifamikla innsýn í þá kraftmiklu hönnun og verkfræði sem veldur því að engin gerðanna okkar til þessa hefur jafn eðlislæga og lipra svörun og nýi Lexus ES-bíllinn okkar.

 • INNSÆIÐ ER DRIFKRAFTURINN

  HANNAÐUR FYRIR EÐLISLÆG VIÐBRÖGÐ

  Hugvitssamlega hannaður undirvagn Lexus ES gerir að verkum að bíllinn bregst við á sérlega eðlislægan hátt. Tæknilega háþróaðir eiginleikar auðvelda þér að taka ákvarðanir og gera aksturinn þægilega fyrirsjáanlegan, en tryggja einnig hraða svörun við öllum hreyfingum. Auk þess styður aðstoð við akreinarakningu við ökumanninn með því að auðvelda honum að halda bílnum á akreininni þegar ekið er á litlum hraða í mikilli umferð.

 •     2019 lexus es driven by intuition cinemagraph designed to protect

  INNSÆIÐ ER DRIFKRAFTURINN

  HANNAÐUR TIL AÐ VERNDA

  Nýi ES-bíllinn er búinn Lexus Safety System+, sem er hannað til að styðja við skynjun ökumannsins og ákvarðanatöku, á margs konar hraða og við allar hugsanlegar aðstæður. Tæknilausnirnar í ES-bílnum bregðast við um leið og skilningarvit ökumannsins og auðvelda honum að forða árekstri áður en slys verður óumflýjanlegt.

  Kynntu þér öryggiskerfi Lexus

    2019 lexus es background desktop 1920

FYRSTA SKAPANDI SAMSTARF MANNVERU OG GERVIGREINDAR Í HEIMINUM

Við vinnslu á handritinu fyrir sjónvarpsauglýsinguna var gervigreindarvélin mötuð á ítarlegum gögnum og rannsóknaniðurstöðum. Þegar handritið var tilbúið var hinn margverðlaunaði leikstjóri Kevin McDonald fenginn til að glæða söguna lífi. Að vinna með handrit sem var skrifað af gervigreindarvél var ný og framandi reynsla fyrir alla sem að verkefninu komu og hefði fram til þessa þótt nánast óhugsandi.

    2019 lexus es background desktop 1920