NÝR ES

BÚÐU ÞIG UNDIR NÝTT OG DJARFT ÚTLIT

Veitir einstaka upplifun með byltingarkenndri hönnun, lúxus, akstursánægju og framsækinni tækni.

BÚÐU ÞIG UNDIR NÝTT OG DJARFT ÚTLIT

Lexus ES brýtur öll fyrirframgefin viðmið fyrir fólksbíla með djarfleika sínum. Hann nýtur góðs af nýrri nálgun á hönnun og er bæði lægri, breiðari og rennilegri. Í honum sameinast útlínur sem svipa til tveggja dyra fólksbíla og rýmið og fágunin sem fólksbílar í fremstu röð státa af. ES er jafnframt fulltrúi glæsileika og þæginda.


 

 
  2019 lexus es hybrid key features
 • Nýtt og djarft útlit

  Undirvagninn í ES-bílnum ýtir undir glæsilegt útlitið séð frá hlið, breiða stöðuna og lága þyngdarmiðju. Auk þess býður hann upp á nægt fótarými og pláss fyrir farþega, þrátt fyrir rennilega þaklínu.

  Frekari upplýsingar um hönnun

 • Framsækin tækni

  Sjónlínuskjárinn í ES-bílnum gerir ökumanni kleift að einbeita sér að akstrinum. Akstursstillingarofinn er staðsettur við hliðina á mælarammanum þar sem ökumaðurinn nær auðveldlega til hans og þarf ekki að skipta um akstursstöðu. Háþróaði viðmótseiginleikinn (Human Machine Interface) ásamt fallegri hönnun taka hér höndum saman og bjóða upp á þægilega og hugvitsamlega stjórnun, tengda skjái með dýptareiginleikum og sérsniðnar stillingar sem henta hverjum og einum.

  Nánari upplýsingar um hugvitssamlega tækni

 • 5 stjörnu öryggi

  Hvert sem leið þín liggur í nýja Lexus ES er óhætt að treysta því að þú sitjir við stýrið á öruggasta – og glæsilegasta – stallbaknum sem nokkru sinni hefur gengist undir prófanir Euro NCAP og fengið úrvalseinkunn, eða 5 stjörnur. Allar gerðirnar okkar eru búnar nýjustu útfærslunni af Lexus Safety System +, með háþróuðum tæknilausnum sem auðvelda þér að forðast þrjár algengustu gerðir slysa: aftanákeyrslur, óviljandi akstur út af akrein og ákeyrslu á gangandi vegfarendur.

  Nánar um öryggiskerfi Lexus

SKOÐA LITI

Hannaðu ES að þínum kröfum, prófaðu þig áfram með liti eða kynntu þér eiginleika og skoðaðu myndasafnið hér fyrir neðan.

Configure your car

Smelltu á bílinn til að snúa

ES 300 h Comfort / Svartur

KYNNTU ÞÉR ES

UPPGÖTVAÐU ES-BÍLINN

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.

Next steps

AÐRAR GERÐIR Í ÚRVALI OKKAR