GLÆNÝR LEXUS ES
BREYTTUR OG BETRI

VIÐ KYNNUM ES

Lexus ES á að baki sex kynslóðir meðalstórra bíla sem allar hafa slegið í gegn. Nú kemur sú sjöunda á markað, kynslóð sem fetar nýja og áræðnari slóð.

Eldri kaupendur munu upplifa rýmri, hljóðlátari og öruggari bíl en nokkru sinni áður á meðan nýir kaupendur kynnast kraftmiklum sedan-bíl með öryggistækni sem er leiðandi í flokki sambærilegra bíla og vönduðu handverki sem er vandfundið í þessum flokki bíla.

Línan inniheldur meðal annars ES 300h með nýju sjálfhlaðandi hybrid-kerfi, sem kemur á markað í desember 2018, auk ES 200, ES 250 og ES 350 með bensínvélum sem koma á markað í september 2018.

2019 lexus es key features
 • KRAFTMIKLIR AKSTURSEIGINLEIKAR

  ES-bílarnir hafa frá upphafi verið þekktir fyrir þægindi, fágun og lúxus. Þetta er allt að finna í nýjum ES á glænýjum undirvagni sem býður upp á kraftmeiri hönnun ytra byrðis og jafnvel enn betri aksturseiginleika.

 • NÝTT HEILDRÆNT BYGGINGARLAG

  Nýr ES er byggður samkvæmt nýja heildræna GA-K-byggingarlaginu. Bíllinn er lengri, lægri og breiðari en fyrirrennarinn. Lengra hjólhaf þýðir að hægt er að færa hjólin nær hornum bílsins, sem býður upp á meiri sporvídd að framan og aftan.

 • VIÐ KYNNUM ES F SPORT

  Ný hönnun einkennir F SPORT, sem er nú í fyrsta sinn hluti af ES-línunni, þar á meðal svart krossmynstur sem kallast á við útskorna hluta á hornum að framan; vindskeið að aftan, merki og dökk neðri svunta til að undirstrika útlitið og 19 tommu felgur sem svipar til felganna undir tveggja dyra Lexus LC. Tveir einstakir litir – Heat-blár og F-hvítur – eru einnig í boði fyrir F SPORT-bílana.

 • 2019 lexus es exterior

  NÝR ES

  YTRA BYRÐI

  Nýr ES er byggður samkvæmt nýja heildræna GA-K-byggingarlaginu. Þetta gefur Lexus færi á að reyna á mörk hönnunar lúxusbíla í miðstærð. Hönnunin byggir á afgerandi útlínum með greinlegum halla sem skapa kraftmikið en um leið rennilegt útlit. Afturhlutinn er stílhreinn með skörpum línum og LED-ljós ganga inn á hlið yfirbyggingarinnar til að mynda samfellda línu frá vissu sjónarhorni. Litaspjaldið inniheldur 12 liti, þar á meðal nýja drapplitaða og græna tóna.

 • 2019 lexus es interior

  NÝR ES

  INNANRÝMI

  Yasuo Kajino, yfirhönnuður ES, og samstarfsfólk hans unnu út frá hugmynd Lexus um innanrými framtíðarinnar, þar sem saman fara stjórnrými sem miðað er að ökumanninum og rúmgott og þægilegt svæði fyrir farþega í framsæti. Hér er um að ræða tengt rými sem hægt er að fá útbúið með leiðsögukerfi og miklu úrvali tengdrar þjónustu. Leiðsögukerfið er búið 12,3 tommu margmiðlunarskjá og annarrar kynslóðar Remote Touch-snertifleti. Raddstýringin er búin farsímatengingu sem gerir ökumanni kleift að raddstýra snjallsímanum.

 • 2019 lexus es performance

  NÝR ES

  AFKÖST

  Yfirverkfræðingurinn Yasuhiro Sakakibara segir að smíði þessa ES skili auknum afköstum í samanburði við fyrirrennarana. Teymið sem sá um gerð undirvagnsins sóttist eftir að skapa tilfinningu fyrir þægilegum fyrirsjáanleika og skjótri svörun við hverri hreyfingu. Yoshiaki Ito, aðalreynsluökumaður ES, lýsir þessu svona: „Við viljum að ökumenn, hver sem akstursstíll þeirra eða geta er, upplifi fullkomna stjórn þegar þeir sitja undir stýri ES. Þetta er þægindastig sem felur í sér meira en bara mjúkan akstur.“

 • 2019 lexus es hybrid petrol

  NÝR ES

  Í BOÐI MEÐ HYBRID-KERFI OG BENSÍNVÉL

  ES 300h – sem kemur á markað í Vestur- og Mið-Evrópu – er búinn nýju fjórðu kynslóðar sjálfhlaðandi hybrid-kerfi sem býður upp á einstaka sparneytni, viðbragðsgóða afkastagetu og lágmarkslosun í flokki meðalstórra bíla. Í Rússlandi og á öðrum markaðssvæðum í Austur-Evrópu verður ES í boði með bensínvélum – ES 350 og ES 250. Auk þess að bjóða bæði meira afl og tog er ES 350 búinn nýrri átta þrepa Direct Shift-sjálfskiptingu.

Next steps