concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

CT 200h

SESTU UNDIR STÝRI Á FYRSTA FULL HYBRID LÚXUSSMÁBÍL Í HEIMI, SEM NÚ ER EINNIG FÁANLEGUR Í SPORT-ÚTFÆRSLU.


Hámarks afköst (DIN hö@s/mín) 136
CO2 blandaður akstur (g/km) 82
Blandaður akstur (l/100km) 3,6
Hröðun 0-100 km/klst. 10,3
Hámarkshraði (km/klst) 180

FRÁ 4.470.000 kr.

FYRIRHAFNARLAUS MUNAÐUR

SESTU UNDIR STÝRI Á FYRSTA „FULL HYBRID“ LÚXUSSMÁBÍL Í HEIMI, SEM NÚ ER EINNIG FÁANLEGUR Í KRAFTMIKILLI F SPORT-ÚTFÆRSLU.

Það er stórskemmtilegt að aka CT 200h, sem skartar einkennandi hönnun að framan og hefur þróttmikið yfirbragð að aftan. Þegar inn er komið er ökumaður boðinn velkominn í glæsilegt og sérhannað stjórnrými Lexus, með fallega saumuðum leðursætum og hágæðaefni hvert sem litið er. CT 200h er þó ekki bara ánægjulegur í akstri heldur er hann einnig búinn framúrskarandi tæknibúnaði svo sem snertiborði með fjartengdu snertiviðmóti, Mark Levinson®-hljómkerfi með 13 hátölurum og Lexus Premium-leiðsögukerfi. CT 200h F SPORT vekur athygli hvert sem hann fer, enda er hann með dimmrauðum leðursætum, enn viðbragðsfljótari fjöðrun en áður og 17 tommu F SPORT-álfelgum.

Þegar þú ekur CT 200h upplifirðu óviðjafnanlegan munað Lexus, í nettum bíl sem er þó með „Full Hybrid“-búnaði. Aksturinn er sérlega mjúkur og þróttmikill og losun koltvísýrings sérlega lítil, eða aðeins 82 g/km. Í EV-stillingu (Electric Vehicle) keyrir hann nánast hljóðlaust, notar ekkert eldsneyti og mengar ekki neitt. Farþegarýmið státar af nýjustu hljóðtækni, margmiðlunarkerfum og margverðlaunuðu gæðahandverki úr smiðju Takumi-handverksmeistara Lexus. Aksturinn hefur aldrei verið þægilegri eða útlitið fágaðra en í hinum ótrúlega CT 200h.

EIGINLEIKAR ÖKUTÆKIS

KYNNSTU CT 200h BETUR

Að aka CT 200h -Hápunktarnir

HÁPUNKTARNIR

SLAKAÐU Á Í ÞÝÐUM OG FÁGUÐUM SMÁBÍL, NOTAÐU AKSTURSSTILLINGU TIL AÐ STILLA BÍLINN AÐ ÞÍNU HUGARÁSTANDI.

Þegar þú ekur nýja CT 200h upplifir þú raunverulega tilfinningu um samtengingu í bíl sem er í fullkomnu jafnvægi og þýður í akstri. Hann er nákvæmur og undir stjórn, sérstaklega þegar beygt er, þökk sé stífum undirvagni sem smíðaður er með notkun byltingarkenndrar límtækni, léttum álíhlutum og rafaflstýringu. Tvöföld klofspyrnufjöðrun að aftan tryggir framúrskarandi veggrip og þægilegan akstur. Með Akstursstillingu – þægilega staðsetta á miðborðinu – getur þú valið á milli ECO-stillingar fyrir hámarks skilvirkni, NORMAL fyrir dagleg akstursþægindi og SPORT fyrir kraftmikinn móttækileika. Eða ýttu á EV-hnappinn til að njóta nýja CT 200h í stillingunni Rafmagnsökutæki.

Fræðast meira um Lexus „Hybrid“ drif á „Hybid“-síðu okkar..

Inni í CT 200h -Hápunktarnir

HÁPUNKTARNIR

NÝI CT 200h, SEM FÁANLEGUR ER MEÐ ÍBURÐARMIKLUM LEÐURSÆTUM, BÝÐUR UPP Á FRAMÚRSKARANDI ÞÆGINDI FYRIR ALLA SEM Í BÍLNUM ERU.

Nýi CT 200h, sem smíðaður er í verðlaunaverksmiðju okkar í Kyushu, endurskilgreinir smíðagæði fyrir svona lúxussmábíla. Framsæti með fallega áferð veita framúrskarandi hliðarstuðning þegar beygt er og endingargóða slökun á lengri ferðum. Allt sem þú snertir miðlar gæðum bílsins, frá leðurklæddu stýrishjólinu til mjúks leðursins sem stillt er upp við hlið fínlega smíðaðra smáatriða úr málmi. Áhrifamikilli friðsæld CT-bílsins er að hluta til náð með yfirgripsmikilli hljóðeinangrun, en meirihluti hennar er af lífrænum uppruna. Fyrir þægindin býður rafræna hitastýringin upp á nákvæma hitastillingu og loftið í farþegarýminu er síað til að fjarlægja frjókorn og ryk.

Öryggi í CT 200h -Hápunktarnir

HÁPUNKTARNIR

Hinn nýi CT 200h, sem búinn er stöðugleikastýringu, spólvörn og hemlunaraðstoð, er hannaður til að forðast hættur. Valkvætt Árekstrarforvarnarkerfi notar milimetrabylgjuratsjá til að bera kennsl á hættu framundan og getur jafnvel beitt hemlunum ef nauðsyn krefur. Ef hins vegar svo ólíklega vill til að um árekstur sé að ræða ertu varin/n af ótrúlega sterku öryggisbúri farþega, sem nýtir háspennt stál á víðtækan hátt. Og til að bæta enn frekar öryggi inniheldur CT 200h framsæti sem draga úr hálshnykksmeiðslum og átta öryggispúða sem staðalbúnað.

Mælaborð og stjórnborð

MÆLABORÐ OG STJÓRNBORÐ

Miðborðið frammi í bílnum er vinnuvistfræðilega hannað til að gera ökumanninum kleift að stjórna gírstönginni og akstursstillingunni á innsæjan hátt, á meðan hægt er að stjórna hljóm- og hitakerfunum úr báðum framsætum.

SPORT-STÝRISHJÓL

Þriggja arma leðurklætt stýrishjól, innblásið af LFA, með vinnuvistfræðilegum fingurhvílum, gerir CT-bílinn mjög nákvæman í akstri. Þú getur stjórnað hljómtækjum, síma, raddstýringu, fjöl-upplýsingaskjánum og, þar sem tilgreint er valkvætt, Aðlögunarhæfum skriðstilli, án þess að taka hendurnar af stýrinu.

KRAFTMIKILL MÆLABÚNAÐUR

Skýr, hvítur mælabúnaðurinn býr yfir glampalausri Optitron-tækni svo auðveldara sé að lesa á hann og baklýsinginn skiptir úr bláu yfir í rautt þegar þú velur SPORT-stillingu. Hægt er að uppfæra fjöl-upplýsingaskjáinn í 4,2 tommu Thin Film Transistor (TFT) litaskjá. Til viðbótar við ökutækjagögn birtir hann margmiðlunarefni. Til dæmis heiti laga, leiðsöguleiðbeiningar, eða þegar snjallsíminn þinn er tengdur, nafn, ljósmynd af og símanúmer manneskjunnar sem hringir í þig.

Lexus „hybrid“ drif

LEXUS „HYBRID“ DRIF

Árið 2004 varð Lexus fyrsti framleiðandi gæðabifreiða til að fullkomna fulla „Hybrid“ tækni. Síðan þá hafa yfir 500.000 Lexus „hybrid“ bifreiðar verið seldar. Nýjasti CT 200h bíllinn skilar furðulega þýðum afköstum og lítilli CO2 losun, eða aðeins frá 82 g/km. Hann nær þessu með því að skipuleggja samblöndu ofur-skilvirks 1,8 lítra bensínhreyfils, afkastamikils rafmótors, fyrirferðarlítils rafgeymis, óaðfinnanlegrar „hybrid“ skiptingar og aflstýrieiningar.

RÆSING, EKIÐ AF STAÐ

Þegar ekið er af stað getur rafmótorinn knúið CT 200h bílinn á allt að 45 km/klst. hraða, þar sem rafmagn kemur úr „hybrid“ rafgeyminum. Á þessu stigi er bifreiðin næstum hljóðlaus, notar ekkert bensín og framleiðir núll losun.

HRÖÐUN MEÐ FULLRI INNGJÖF

Gefðu kröftuglega inn og 82 DIN hestafla rafmótorinn bætir samstundis upp 1,8 lítra bensínhreyfilinn. Það skilar aukningu kraftvægis til að veita kraftmikla línulega hröðun nákvæmlega þegar þú þarft á henni að halda.

VENJULEGAR AKSTURSAÐSTÆÐUR

Þegar hraðinn fer umfram 45 km/klst. tekur háþróaður bensínhreyfillinn við, nánast hljóðlaust, en fær samt aðstoð frá rafmótornum þegar þörf krefur. Gegnum næstum fullkomna dreifingu tvöfalda aflgjafans veitir CT 200h framúrskarandi akstursþægindi – með minni losun og eldsneytiseyðslu.

AFSLÁTTUR, STÖÐVUN, HEMLUN

Þegar slegið er af eða bíllinn stöðvaður slokknar á bensínhreyflinum, sem sker losun niður í núll. Hemlaðu, eða taktu fótinn af inngjöfinni og endurnýttur hemlunarkraftur virkjar hreyfiorkuna sem tapast í öðrum bílum. Henni er umbreytt í raforku til geymslu í „hybrid“ rafgeyminum, sem er ein ástæðan fyrir því að þú þarft aldrei að endurhlaða Lexus „hybrid“ drif.

Verndun farþega og fótgangandi

VERNDUN FARÞEGA OG FÓTGANGANDI

Til að veita aukið öryggi er CT 200h með mjög sterkt búr fyrir farþega. Aðalstoðir bílsins eru sérstaklega styrktar og háspennt stál hefur verið notað á skipulagðan hátt. Krumpusvæði að framan og aftan gleypa orku við árekstur og sama gerir stýrissúlan, sem hönnuð er til að falla saman við högg.

ÁTTA ÖRYGGISPÚÐAR

CT 200h er búinn átta öryggispúðum og forstrekkjurum á öryggisbeltum í framsætum. Við árekstur virkja höggkraftsskynjarar tvískiptu öryggispúðana fyrir ökumann/farþega og hliðaröryggispúða í samræmi við það. Farþegar í framsæti njóta einnig góðs af hnjáöryggispúðum, á meðan tjaldöryggispúðar liggja eftir hliðargluggunum endilöngum.

TVEGGJA HÓLFA ÖRYGGISPÚÐI FYRIR FARÞEGA

Árekstraprófanir sýna að farþeginn í framsætinu kastast lengra en ökumaðurinn áður en hann lendir á öryggispúðanum að framan. Til þess að 'grípa' farþegann örugglega við árekstur, er nýstárlegum tveggja hólfa öryggispúða komið fyrir.

SÆTI SEM MINNKA HÆTTU Á HÁLSHNYKKSMEIÐSLUM

Hönnun framsætis og höfuðpúða minnkar hálshreyfingar sem valda hálshnykksmeiðslum við aftanákeyrslu. Styrktir hliðarrammar láta búkinn síga inn í sætisbakið um leið og framstæð staðsetning höfuðpúða styður á áhrifaríkari hátt við höfuðið.

VERNDUN FÓTGANGANDI

Hönnun vélarhlífar CT 200h er hámörkuð til að tryggja betri orkugleypni í árekstri við fótgangandi. Til viðbótar er framrúðuþurrkusvæðið hannað til að hjálpa til við að draga úr meiðslum fótgangandi ef slys verður.

Fjarsnerting

FJARSNERTING

Verðlaunaða Fjarsnertitæknin okkar umbyltir því hvernig þú hefur samskipti við mörg af háþróuðum kerfum bílsins. Eðlilega og haganlega staðsett milli framsætanna tveggja, á miðborðinu, virkar hún eins og tölvumús og gerir þér kleift að stjórna þeim eiginleikum sem birtast á lita-fjölsýnarskjánum. Þetta þýðir að augnhreyfingum og ónauðsynlegri truflun er haldið í lágmarki, sem gerir þér kleift að beina sjónum að veginum framundan.

Þú getur stjórnað afþreyingarkerfi bílsins, haft umsjón með hitastýringunni og jafnvel notað háþróað gervihnattaleiðsögukerfið gegnum Fjarsnertingu. Þú hefur fulla stjórn á bendlinum, sleppur við þörfina á að smella gegnum valkosti og innri snertiskyntæknin dregur bendilinn gætilega í átt að táknmyndunum þegar þú ferð yfir skjáinn, sem gerir þetta ennþá auðveldara. Það er jafnvel hægt að sérsníða þennan skynsvörunarkraft þannig að hann henti sérstökum kjörstillingum þínum. Einfalt og auðvelt í notkun.

Sjö tommu litafjölsýnarskjárinn í CT 200h er staðsettur miðlægt í mælaborðinu, nálægt sjónsviði ökumannsins - þetta, ásamt innsærri staðsetningu Fjarsnertingar-'músarinnar', lágmarkar truflun ökumanns þegar hann beitir nýjustu kerfum CT 200h bílsins.

Kraftmikil stjórn

KRAFTMIKIL STJÓRN

SPÓLVÖRN

Spólvörn eykur gripgetu CT 200h á veginum, sérstaklega þegar tekið er af stað eða hraðinn aukinn á ójöfnu eða hálu yfirborði. Leiðréttandi aðgerðum er beitt um leið og hætta á spóli hjóla greinist, sem viðheldur þar með gripi.

STÖÐUGLEIKASTÝRING

Stöðugleikastýringin hjálpar til við að koma í veg fyrir að ökumaður missi stjórn á ökutækinu, sérstaklega þegar beygt er snöggt, eða þegar bíll byrjar að renna til. Stöðugleiki er aukinn og dregið er úr hraða ökutækisins með veljanlegri beitingu hemla og, eða, minnkun afls.

RAFEINDASTÝRÐ DREIFING HEMLUNARKRAFTS / HEMLAAÐSTOÐARKERFI

Rafeindastýrð dreifing hemlunarkrafts (EBD) vinnur með ABS til að tryggja að hámarks hemlunarkrafti sé beitt á hvert hjól, í samræmi við ástand vegar. Hemlaaðstoðarkerfið tekur við sér við neyðarhemlun og eykur sjálfvirkt hemlunarkraft ef þörf er á.

STJÓRNAÐSTOÐ ÞEGAR TEKIÐ ER AF STAÐ Í BREKKU

Stjórnaraðstoð þegar tekið er af stað í brekku viðheldur hemlaþrýstingi til að hjálpa til við að koma í veg fyrir að CT 200h renni afturábak þegar tekið er af stað í brekku. Til viðbótar við að draga úr þreytu ökumanns, lágmarkar Stjórnaðstoð þegar tekið er af stað í brekku einnig spól hjóla ef sleipt er.

Árekstrarforvörn

ÁREKSTRARFORVÖRN

Árekstrarforvarnarkerfið notar ratsjárskynjara og tölvu til að vara við hættu á árekstrum framundan. Ef hættan er mikil hljóma viðvörunarmerki, það kviknar á viðvörunarljósum og hemlunarþrýstingur eykst. Ef árekstur er óumflýjanlegur beitir árekstrarforvarnarkerfið hemlunum og herðir á öryggisbeltum í framsætum.

Mark Levinson® hljómtæki

MARK LEVINSON® HLJÓMTÆKI

Hægt er að tilgreina CT 200h með stórkostlegu 13-hátalara Mark Levinson® Premium Surround hljóðkerfi. Mark Levinson, sem er eingöngu sett í Lexus-bifreiðar, er orðið samheiti við afkastamikla hljómtækni hjá hljómburðarunnendum. Hver hátalari þessa sérhannaða kerfis er hannaður til að passa nákvæmlega við hljómburðareiginleika farþegarýmisins. Þetta kerfi, sem skilar 7.1-rása stafrænum umhverfishljómi, býður upp á sanna upplifun í heimabíóstíl til að njóta tónlistar og, þegar bifreiðin er kyrrstæð, horfa á DVD eða spila myndbönd með VTR-snúru.

Mark Levinson er einn eftirsóttasti framleiðandi hágæðahljómtækja í heiminum. Frá 1972 hefur orðspor þeirra um hreina endursköpun tónlistar verið þjóðsagnakennt og eins er með kynlega getu hljómkerfa þeirra til að endurskapa blæbrigði hljóðs þar sem engu er bætt við og ekkert tekið í burtu frá upprunalega flutningnum. Mark Levinson sjálfur smíðaði hljóðblöndunartækin sem notuð voru á sviðinu á Woodstock árið 1969 og síðan hefur hann verið kallaður stofnandi hágæðahljómtækjaiðnaðarins.

Þrátt fyrir að nokkrir framleiðendur lúxusbifreiða hafi haft samband, erum við þeir einu sem erum með ofurhágæðabúnað Mark Levinson. Þar sem Lexus-bílar eru vísindalega hannaðir til að veita sérlega fágaðan og hljóðlátan akstur, veita þeir hið fullkomna tækifæri til hljómburðarupplifunar sem er eins og 'tónlistarhús í bílnum'. Mark Levinson-kerfið í hverri gerð Lexus er vandvirknislega hámarkað, íhlutir aðlagaðir, hátalarar staðsettir og stillingu beitt til að takast á við þetta einstaka hljómburðarumhverfi.

Akstursstilling

AKSTURSSTILLING

Nýi CT 200h býður upp á fjórar mismunandi akstursstillingar: Fjórar ólíkar akstursupplifanir sem hægt er að velja í samræmi við aðstæður eða hugarástand þitt – frá friðsæld og afslöppun til krafts og sports. Í EV-stillingu (Rafmagnsökutæki) er CT-bíllinn aðeins knúinn af rafmótornum, framleiðir ekkert CO2 eða NOx, notar ekkert bensín og er næstum fullkomlega hljóðlaus. Ef þú velur Eco-stillingu eru afköst vélar og gíraval stillt sérstaklega og loftræstingin og hituðu sætin eru stillt til að hámarka eldsneytisnýtingu. Venjuleg stilling er frábær fyrir daglegan akstur.

Veldu Sport-stillingu og bíllinn endurstillir inngjöfina fyrir beinni hröðun og aðlagar ýmis stýringar-, grip- og stöðugleikastýringarkerfi bílsins til að veita líflegri akstur. Mælaborðið breytist einnig úr róandi bláu í sportlega rautt og sparnaðarmælirinn breytist í snúningshraðamæli til að birta snúning hreyfilsins.

Aðlögunarhæfur skriðstillir

AÐLÖGUNARHÆFUR SKRIÐSTILLIR

Með ratsjá árekstrarforvarnarkerfisins viðheldur aðlögunarhæfi skriðstillirinn (ACC) innstilltri fjarlægð milli CT 200h og ökutækisins fyrir framan, jafnvel þótt það ökutæki sé á breytilegum hraða. Þegar vegurinn framundan er auður snýr aðlögunarhæfi skriðstillirinn sjálfvirkt á þann aksturshraða sem upphaflega var valinn.

Innri þægindi

INNRI ÞÆGINDI

Nýi CT 200h innifelur rúmgóða innréttingu, ríkulega fágaða og undraverð gæði sem Lexus er rómaður fyrir. Akstursstaðan er sportleg og einbeitt, með framsæti sem bjóða upp á frábær þægindi og hliðarstuðning.

Í nýja CT 200h eru gæðin allsstaðar: Fagurleg áferð á leðri, fallega kornóttar viðarígreypingar af sjálfbærum skógræktarsvæðum, gallalaust lakk sem skín bjartar og lengur en á nokkrum öðrum smábíl (við sprautum hann með sama sjálflagandi lakkinu og við notum á LS flaggskipsfólksbifreiðina). Framleiðsla er framkvæmd af sérlega reyndum teymum, undir umsjón 'Takumi' meistarahandverksfólks sem athugar að hver einasti CT standist verðlaunastaðla okkar. Þegar smíði er lokið er kannað með þýðleika bíla og hljóðlátan gang áður en þeir undirgangast 30 km lokareynsluakstur.

Undirvagn / loftaflfræði

UNDIRVAGN / LOFTAFLFRÆÐI

CT 200h var prófaður og fágaður í heimsins háþróaðasta aksturshermi – og síðan á kappakstursbrautinni okkar. Í nýjustu gerðinni hefur byltingarkennd límbindingartækni aukið stífni undirvagnsins. Þetta, ásamt yfirgripsmikilli notkun léttra efna, hefur leitt af sér bifreið sem býður upp á frábæra ánægjutilfinningu og verðlaunar innlegg ökumannsins með ótrúlega nákvæmri stýringu.

CT 200h er með framúrskarandi straumlínulögun, þökk sé lágu húddi, langri þaklínu og vinskeið/dreifara/vænglingum að aftan. Þegar litið er undir þennan tímamótasmábíl kemur fleira í ljós: Straumlínulagaðar hreyfil-/tankhlífar og uggar eins og brimbretti sem veita meiri stöðugleika. Þessi gaumur sem gefinn er að smáatriðum eykur ekki aðeins kraftmikla frammistöðu og aksturseiginleika, heldur bætir einnig eldsneytiseyðslu og dregur úr vindhljóði.

„L-Fágun“

„L-FÁGUN“

Við hönnun CT 200h var leiðarstefið kraftmikil útfærsla á því sem við köllum „L-fágun“ (L = Leiðandi forysta) og er grundvallarhugmyndafræði hönnuða okkar. Djarflegt, breitt og lágt „snældulaga grill“ fangar strax athyglina, prýtt leiftrandi LED-aðalljósum og dagljósum til beggja hliða. Til að auka lipurð í akstri og draga úr vindgnauði er CT 200h með langar, straumlínulagaðar útlínur og uggalagað loftnet. Loftfræðilegir eiginleikar, svo sem uggar undir bílnum sem eru í lögun eins og brimbretti og uggar á afturljósum og dyrastöfum, auka enn stöðugleika bílsins.

Þú getur bætt við margs konar aukabúnaði, svo sem farangursnetum, farangursmottu, hundagrind og skotthlífum, og það er líka hægt að bæta reiðhjólagrind, þakgrind, farangursboxi og vandaðri skíðagrind við CT 200h-bílinn þinn. Skoðaðu yfirlit yfir aukabúnað til að fá frekari upplýsingar.

Tvöföld klofspyrnufjöðrun að aftan

TVÖFÖLD KLOFSPYRNUFJÖÐRUN AÐ AFTAN

Fjöðrunin að aftan með tvöfaldri klofspyrnu/eltiarmi, sem hönnuð er sérstaklega fyrir CT 200h, skilar mjúkum akstri, fágaðri lipurð í beygjum og framúrskarandi stöðugleika í akstri beint áfram. Fyrirferðarlítil hönnun hennar, sem er flóknari í framleiðslu en gormfjaðrakostir, gengur styttra upp í farangursrýmið að aftan. Afkastademparar eru einnig fáanlegir að framan og aftan. Þeir gleypa fínan titring, auka akstursþægindi og skapa nákvæmari stýringartilfinningu.

Val um áklæði og innfellingar

VAL UM ÁKLÆÐI OG INNFELLINGAR

Þú getur sérsniðið listilega smíðaða innréttinguna í CT 200h að þínum persónulega smekk. Nýtískuleg og endingargóð efni fást í fimm litum, þar af þremur sem hafa verið endurhannaðir sérstaklega fyrir CT-útfærsluna. Tauáklæði er staðalbúnaður í Eco- og Comfort-útfærslunum og það er fallega skreytt stormsvörtum innfellingum.

Fyrir F SPORT eru sérhönnuð tauáklæði / Tahara-áklæði – í þremur litum – og innfellingum í silfurlit staðalbúnaður. Einnig er hægt að uppfæra í F SPORT leður og þá má velja á milli stjörnusvörtu eða dimmrauðu litalínanna okkar, sem og velja tilteknar gerðir koltrefjainnfellinga fyrir sætin.

Fyrir Executive-útfærsluna er gullfallegt leðuráklæði staðalbúnaður fyrir sæti, með svörtum innfellingum sem ljá sætunum fágað og glæsilegt yfirbragð. Hægt er að velja um leður í þremur sígildum litum og það er einnig hægt að panta leðuráklæði sem hluta af uppfærslupakka fyrir Comfort-útfærsluna.

Ef þú kýst fremur viðarinnfellingar úr einstaklega fallegum viði er hægt að velja um hefðbundinn ask, handsniðinn shimamoku-við eða náttúrulegan bambusvið úr regnskógunum. Allur viðurinn sem við notum er höggvinn í sjálfbærum ræktunarskógum.

Leiðandi Margmiðlun

LEIÐANDI MARGMIÐLUN

LEXUS PREMIUM LEIÐSÖGUKERFI

Með nýjum CT 200h hefur þú val um það nýjasta í margmiðlunarbúnaði. Inni í þessu vali er Lexus hágæða leiðsögukerfi með tengdum þjónustum eins og Google Street View® og möguleikanum á að reikna út ódýrustu leiðina.

LEXUS LEIÐSÖGUKERFI

Hægt er að tilgreina CT 200h með Lexus leiðsögukerfi. Það virkar síðan gegnum miðlægt staðsetta Lexus-miðlunarskjáinn. Hann er hraður, notandavænn og býður upp á mikið úrval kortlagningarmöguleika.

LEXUS MIÐLUNARSKJÁR

Hægt er að panta CT 200h með Lexus-miðlunarskjá, sem inniheldur 7 tommu skjá sem stjórnað er með snúningsskífu. Þú getur stillt hljómtæki, hitastýringu eða skoðað orkuvaktarann á þessum skjá. Hægt er að 'spegiltengja' samhæfa snjallsíma svo þú getir skoðað og stýrt ákveðnum þáttum símans þíns.

AÐSTOÐ VIÐ AÐ LEGGJA (PARKING ASSIST MONITOR)

Settu í bakkgír og útsýnið fyrir aftan bílinn er sent áfram á Lexus-miðlunarskjáinn. Með uppfært Lexus Premium leiðsögukerfi tilgreint eru leiðbeiningar á skjánum birtar auk aðstoðar við að leggja.

EKKERT FANNST

Engir ökutækjaeiginleikar komu upp við leitina. Gerðu leitina víðtækari og reyndu aftur.

ct 200h takumi

FRAMLEIÐSLA CT 200h ER UNDIR UMSJÓN 'TAKUMI' MEISTARAHANDVERKSFÓLKS SEM EINNIG KANNAR HVERN BÍL Í 'HLJÓÐLÁTU HVELFINGUNNI' OKKAR.

CT Sport

ct sports edition hero

NJÓTTU DJARFRAR, NÝRRAR ÚTLITSHÖNNUNAR Í NETTUM BÍL, KNÚNUM VINSÆLUSTU „HYBRID“-TÆKNI Í HEIMI

CT 200h Sport er smíðaður í margverðlaunaðri verksmiðju okkar í Kyushu og setur alveg ný viðmið fyrir gæðasmíði í flokki nettra lúxusbíla. Framsætin eru vinnuvistfræðilega hönnuð og upphituð (fást með tauáklæði / sérhönnuðu Tahara-áklæði) og veita einstaklega góðan stuðning til beggja hliða í beygjum, auk þess sem þau tryggja ákjósanlega líkamsstöðu í löngum bílferðum. Inni í bílnum er allt sem hönd á festir í einstökum Lexus-gæðum – allt frá leðurklædda stýrinu að dúnmjúkum frágangi á smáatriðum. Rafstýrð hita- og loftstýring eykur enn þægindin með hárnákvæmri stjórnun lofthita, en aðrir eiginleikar, svo sem rafstýrðir speglar með glýjuvörn, tryggja róandi og hnökralausan akstur.

Inni í bílnum er allt sem hönd á festir í einstökum Lexus-gæðum – allt frá leðurklædda stýrinu að dúnmjúkum frágangi á smáatriðum. Rafstýrð hita- og loftstýring eykur enn þægindin með nákvæmri stjórnun lofthita, en aðrir eiginleikar, svo sem rafstýrðir speglar með glýjuvörn, tryggja róandi og hnökralausan akstur. CT 200h fæst með LED-framljósum og sérhönnuðum álfelgum og er einnig búinn framúrskarandi

CT200h SportEdition Features 001

17" ÁLFELGUR

Dökkar eða gljáandi álfelgurnar – aðeins fáanlegar fyrir CT 200h Sport – eru með kraftmikið útlit og fimm tvöfaldir armar ljá þeim sérlega fallegt yfirbragð. „Low-profile“-hjólbarðar tryggja afburða akstursstjórnun

ct sports edition 002

STÍLBRIGÐI Í SVÖRTU

Sérstæð stílbrigði – fyrir neðan hurðirnar, á miðjustoð dyranna og utan um snældulaga grillið – ásamt sérstöku þaki í svörtu setja punktinn yfir i-ið í magnaðri útlitshönnun CT 200h Sport.

ct200 accessories 003

HRAÐASTILLIR

Ökumaður velur aksturshraðann og CT 200h Sport heldur honum án frekari inngripa ökumanns. Ef hemlað er eða gefið í stöðvar það hraðastillinn en til að virkja hann á ný þarf aðeins að ýta á hnapp.

ct sports edition 004

LED-FRAMLJÓS

LED-framljós með lágum geisla eru aukabúnaður og þau nota minni orku, endast lengur og hafa fljótara viðbragð en venjulegar ljósaperur. Þau eru sérútbúin með sjálfstillandi háþrýstihreinsibúnaði og LED-þokuljósum að framan.

ct sports edition 005

LEXUS-LEIÐSÖGUKERFI

Hægt er að panta CT 200h Sport með Lexus-leiðsögukerfi sem virkar gegnum Lexus-margmiðlunarskjáinn í miðjunni. Það er fljótlegt, notendavænt og býður mikinn fjölda valmöguleika.

ct sports edition 006

SÓLLÚGA MEÐ HALLASTILLINGU

Til að innanrýmið verði sem bjartast og loftgæðin sem best má búa CT 200h Sport rafknúinni sóllúgu með halla- og rennistillingu og rúður í baksæti og afturrúðan eru skyggðar til að tryggja farþegunum sem mest næði.

ct 200h driving simulator

VIÐ HÖFUM ÞRÓAÐ HEIMSINS FULLKOMNASTA ÖKUHERMI SEM REYNIR EKKI BARA Á BÍLINN HELDUR EINNIG Á ÖKUMANNINN.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA